Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.09.1998, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 16.09.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 7 Áskrift að BB - marg borgar sig Ísafjarðar- prestakall Barnaguðsþjónustur hefjast í Ísafjarðar- kirkju laugardaginn 19. september. Samver- urnar eru frá kl. 11-12. Foreldrar eru hvattir til að koma með yngstu börnunum. Kirkju- strætó leggur af stað úr Holtahverfi kl. 10:45. Væntanleg fermingarbörn í Ísafjarðarsókn eru boðin ásamt foreldrum sínum til guðs- þjónustu í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 20. september kl. 11:00. Þar fer fram skráning, kynnt verða fermingarstörf vetrarins, svo og væntanlegir fermingardagar. Fyrsti biblíulestur vetrarins verður mánu- dagskvöldið 21. september kl. 20:30. Lesin verður Opinberunarbók Jóhannesar. Stuðst verður við skýringarrit Sigurbjörns biskups Einarssonar og Elisabeth Schussler Fior- enza. Allir eru hjartanlega velkomnir. Ísafjarðarprestakall. Lögreglan á Ísafirði Skotvopnanámskeið Námskeiði í meðferð skotvopna sem hefjast átti 17. september, hefur verið frestað. Nám- skeiðið hefst föstudaginn 25. september og lýkur með prófi sunnudaginn 27. september. Námskeiðagjald er kr. 8.000 og greiðist við upphaf námskeiðs. Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 23. september. Nánari upplýsingar og skráning er á lög- reglustöðinni á Ísafirði í síma 456 4222. Lögreglan á Ísafirði. Tónlistarskóli Ísafjarðar Austurvegi 11 • 400 Ísafjörður • Sími 456 3926 Ókeypis tónlistarnám! Skólann vantar nemendur á málmblásturs- hljóðfæri (trompet, kornett, horn, básúnu og túbu). Til að efla áhuga á þessum hljóðfærum hefur verið ákveðið að bjóða nokkrum byrj- endum ókeypis nám til áramóta. Lánum hljóðfæri! Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 456 3926. Gjöf Ísfirðinga til íbúa Hróarskeldu var þessi steinn sem unninn var af Jóni Sigurpálssyni myndlistarmanni á Ísafirði. Fulltrúar Ísafjarðarbæjar í afmælinu við gjöfina. F.v. Hallgrímur Kjartansson, Birna Lárusdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Halldór Halldórsson. til batnaðar í meðförum Þóris Sveinssonar fjármálastjóra sem gerði einnig dönsku þýðinguna enda fær dönsku- maður. Textinn hljóðar svona á dönsku: Fra islandske venner. Venskabet er kostbart, det skal dyrkes, så det gror og varer længe. Stenen er en gave fra Isa- fjordskommune i anledning af Roskildes 1000 års jubilæum. September 1998. Steinninn er til mikillar prýði í þessum garði og er öllum þeim sem komu að tilurð hans og gerð til mikils sóma. Síðasta daginn 6. september fórum við svo í skoðunarferð um víkingaskipasafn þeirra í Hróarskeldu sem er mjög merkilegt en þar eru yfir 1000 ára gömul skip sem fundist hafa í pörtum úti í firðinum. Þar er einnig unnið að skipa- smíðum upp á gamla móðinn og má fylgjast með því á stað- num. Það voru þreyttir en ánægð- ir fulltrúar Ísafjarðarbæjar sem náðu heim til Íslands eftir viðburðarríka þriggja daga ferð til Hróarskeldu. Sann- færðir um að svona vinabæjar- samskipti eru erfið en skipta máli sérstaklega upp á tengsl okkar við frændur og frænkur á öðrum Norðurlöndum. Í tilefni 1000 ára afmælis Hróarskeldu var bakað 1000 metra langt vínarbrauð sem teygði sig í gegnum miðbæinn. Margrét Danadrottning ásamt bæjarstjóranum í Hróars- keldu í veislu sem haldin var í tilefni afmælisins. Rafeindafyrirtækið Póls á Ísafirði Heldur upp á 20 ára afmælið Rafeindafyrirtækið Póls á Ísafirði varð 20 ára í sumar og núna á föstudaginn milli kl. 5 og 7 verður haldið upp á afmælið með teiti og sýningu í húsnæði fyrirtæk- isins á Ísafirði. Póls er fyrsta fyrirtækið í sínum geira á Íslandi og hefur verið braut- ryðjandi í hönnun og smíði skipavoga og skyldra tækja í heiminum. Í afmælisveislunni verður fyrsta vogin til sýnis, svo og nýjungar sem fyrirtækið er að koma með um þessar mundir, svo sem nýja skömmtunarvél sem er einstök í sinni röð hvað varðar tækni og nákvæmni. „Skipavogin sem fyrirtækið setti fyrst á markað hefur valdið straumhvörfum í vinnslu um borð í fiskiskip- um í heiminum. Það eru furðu fáir sem átta sig á því“, sagði Ellert B. Guðjónsson markaðsstjóri Póls í samtali við blaðið.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.