Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.09.1998, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 16.09.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 Zeljko Sankovic og fjölskylda á förum frá Ísafirði til Vestmannaeyja „Sé ekki framtíðina hér“ sér upp í sameiningu sterku meistaraflokksliði í knatt- spyrnu. Hins vegar ættu félög- in í kaupstöðunum að vera eftir sem áður aðskilin að öðru leyti og vera hvort með sitt unglingastarf. „Nei, ég er alls ekki að taka við af Bjarna Jóhannssyni með meistaraflokk ÍBV. Bjarni er mjög góður þjálfari, eins og árangur Vestmanna- eyjaliðsins í ár og í fyrra sýnir best“, segir hann. Hins vegar verður Zeljko yfirþjálfari í knattspyrnuskólanum í Vest- mannaeyjum, gerir æfinga- prógrömm fyrir alla hópana fimmtán, tíu hjá strákum og fimm hjá stúlkum, þjálfar þá bestu en síðan verða aðrir þjálfarar með aðra hópa. Þetta verður það mikil vinna að hann mun ekki stundað neitt annað með, en hér á Ísafirði var hann með alla íþrótta- kennslu í Framhaldsskóla Vestfjarða á síðasta vetri, auk knattspyrnuþjálfunarinnar. Nú bíður hann eftir að nýr íþróttakennari komi til starfa hjá FVÍ, en það verður vænt- anlega á föstudaginn. Á laug- ardaginn verður dálítil kveðju- samkoma í knattspyrnuskóla BÍ og síðan halda þau Zeljko og fjölskylda á brott. Ef óánægja Zeljkos með stöðu og framtíð fótboltans á Ísafirði er undanskilin hafa hann og fjölskylda hans verið mjög ánægð með dvölina hér. „Strákarnir hafa eignast hér marga góða félaga og eru ekk- ert hrifnir af því að vera að flytja einu sinni enn. Það er hins vegar hlutskipti knatt- spyrnuþjálfara að vera sífellt að flytja milli staða og landa“, segir hann. „Fólkið á Ísafirði er mjög gott, hlýtt og vinsam- legt. Kannski á ég eftir að koma aftur eftir nokkur ár, hver veit. Ísfirðingar munu alltaf eiga sérstakt pláss í hjarta mínu, ekki síst unga fólkið í Framhaldsskólanum og hjá BÍ. Það er vissulega Zeljko Sankovic knattspyrnuþjálfari og íþróttakennari og fjölskylda hans eru að flytjast til Vestmannaeyja í lok þessarar viku, eftir eins árs dvöl á Ísafirði. Ástæð- an er að sögn Zeljkos, að hann sér ekki framtíð í fótboltanum hér. Hann er atvinnumaður í knattspyrnuþjálfun og kveðst hafa lagt sig allan fram um að gera hér góða hluti, en er alls ekki ánægður með árangurinn. firði í sumar. En því miður sé ég fyrir mér mjög litla framtíð hér fyrir þetta efnilega fólk. Hér vinna menn mjög langan vinnudag og fótboltinn er íþróttagrein númer þrjú, á eftir körfuboltanum og golfinu. Þótt undarlegt megi virðast er handboltinn aðeins í fjórða sæti, þó að hann megi heita þjóðaríþrótt Íslendinga. Í KFÍ leggja menn mjög hart að sér og forystumennirnir þar eru mjög duglegir og snjallir. Þar er sterkur hópur sem tekur hlutina af mikilli alvöru og festu. Liðsmenn mæta á æf- ingar af sömu alvöru og til vinnu, og ef einhvern vantar, þá er hringt í hann. Leikmenn þar mæta ekki á eina æfingu og skrópa svo á næstu þrem- ur.“ Zeljko er þeirrar skoðunar, að Bolvíkingar ættu að ein- beita sér að handboltanum, á sama hátt og Ísfirðingar að körfunni, en síðan eigi Ísfirð- ingar og Bolvíkingar að koma mjög efnilegir leikmenn séu í yngri flokkunum, en þó sér- staklega í 5. og 6. flokki drengja. „Strákarnir í 5. flokki sigruðu í einu af stærstu mótum sumarsins, Króksmót- inu á Sauðárkróki, og vakti frammistaða þeirra mikla athygli meðal íslenskra knatt- spyrnuáhugamanna. Einnig er 6. flokkur drengja mjög efnilegur, svo og 2. flokkur kvenna, en þær urðu í 2. sæti á sterku móti á Siglu- „Fótboltinn er mín at- vinna og mitt líf, og þess vegna fer ég.“ Hann segir að það vanti fleira fólk og meiri kraft í knattspyrnu- forystuna á Ísafirði, þó að þar sé vissulega um indælis- menn að ræða, að baklandið sé ekki nógu gott og nægi- legt aðhald og stuðning við meistaraflokkinn vanti. Hins vegar segir hann það sama og hann sagði fljótlega eftir að hann kom, að margir með söknuði sem ég fer héð- an. En ég get bara ekki verið að eyða tíma mínum hér, vegna þess að ég sé ekki fram- tíðina. Til þess að ná árangri í meistaraflokki er nauðsyn á kraftmeiri stjórn og jafnframt vantar sterkari leikmenn. Í sumar var Ernir í stuttan tíma besta liðið í sínum riðli, átti tvo til þrjá mjög góða leiki og vann þá góða sigra. Hins vegar er eins og einhverjir sem ég veit ekki hverjir eru vilji setja fótinn fyrir félagið og liðið missti tíu leikmenn eða nær- fellt heilt lið á einum sólar- hring fyrir 1. ágúst, þegar frestur til félagaskipta rann út“, segir Zeljko Sankovic. Því má svo bæta við, að það er ekki aðeins að Zeljko komi til með að sakna krakk- anna á Ísafirði. Hann hefur verið ákaflega vel látinn með- al nemenda sinna í Fram- haldsskóla Vestfjarða, enda sérlega hlýr og ljúfur maður, og víst er að margir þar munu Ólafur Þ. Þórðarson Melási 6, Garðabæ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju Garðabæ, föstudaginn 18. september kl. 13:30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Heiðbrá Ólafsdóttir Ágúst Heiðar Ólafsson Áslaug Ólafsdóttir Arnar Bjarnason Arinbjörn Ólafsson Karen R. Gísladóttir Hinrik Gíslason Ása S. Eiríksdóttir barnabörn Sýslumaðurinn á Ísafirði Ósótt nafnskírteini Enn eru ósótt nafnskírteini fyrir börn sem fædd eru á árinu 1983 til 1984, á skrifstofu sýslumannsins á Ísafirði, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki hafa vitjað skírteina sinna eru hvattir til að gera það strax, og vinsam- lega hafa með sér eina passamynd. Ef skírteina verður ekki vitjað fram til 1. desember þá verða þau endursend Hagstofu Íslands, og eftir það munu ný skírteini kosta kr. 1.200. Sýslumaðurinn á Ísafirði, Ólafur Helgi Kjartansson. ATVINNA Matráðskona eða karl óskast til starfa nú þegar í leikskólann Grænagarð á Flateyri. Starfshlutfall er 62,5% og vinnutími er frá kl. 10:30-15:30. Nánari upplýsingar gefur Jenný í símum 456 7775 eða 456 3327. Um tvö hundruð krakkar komu í Íslandsbanka á Ísafirði á föstudaginn til þess að halda upp á fimm ára afmæli Georgs, sparibauks Íslandsbanka. Georg er fugl, líklega mörgæs, en óneitanlega minnir hann dálítið á hval þann sem lítillega hefur verið getið um í fréttum undanfarið. „Mér fannst þetta nú öllu skemmtilegri sending sem við fengum en Vestmannaeyingar“, sagði Halldór Margeirsson útibússtjóri Íslandsbanka um heimsókn Georgs. Á myndinni er afmælisbarnið ásamt Halldóri Margeirssyni og gestum í afmælisveislunni. Íslandsbanki Ísafirði Fjölmenni í 5 ára afmælisveislu Georgs sparibauks Til sölu í Bolungarvík Áskrift og auglýsingar 456 4560 Til sölu er 205m² atvinnuhúsnæði við Búð- arkant 2 í Bolungarvík. Eignin er á besta stað á hafnarsvæðinu og gæti m.a. hentað mjög vel til fiskvinnslu. Eigninni fylgir stór lóð og gott aðgengi að húsinu. Ásett verð er 10 milljónir króna. Einnig er til sölu sérbýlisíbúð að Vitastíg 9. Íbúðin er á tveimur hæðum og nýuppgerð að mestu leyti. Ásett verð er 6,7 milljónir króna. Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Guðmunds- son hdl., Hafnarstræti 1, Ísafirði, sími 456 3244, fax 456 4547.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.