Bæjarins besta - 21.10.1998, Síða 1
Smart
Lanett
Peer Gynt
Miðvikudagur 21. október 1998 42. tbl. 15. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
Ljóninu • Skeiði • Sími 456 4070Ljóninu • Skeiði • Sími 456 3464
Rúnturinn náði
kringum jörðina
Viðtal við
heimshornaflakkarann
Auðun Braga Valdimarsson
6
Vorum að taka upp
samkvæmiskjóla
og jakka
FYRIR ÁRSHÁTÍÐINA!
Forathugun vegna ofanflóðavarna í Bolungarvík
Niðurstöður væntanlegar í janúar
Á vegum umhverfisráðu-
neytisins er um þessar mundir
unnið að forathugun varðandi
hugsanlega gerð snjóflóða-
varna í Bolungarvík, eins og
allmiklu víðar um landið.
Verkið hefur tafist nokkuð
vegna anna hjá ráðgjöfum
ráðuneytisins, sem eru Verk-
fræðistofan Hnit í Reykjavík
ásamt norskum sérfræðing-
um, en búist er við að niður-
stöður liggi fyrir fljótlega eftir
áramótin.
Umrædd forathugun beinist
að því, hvort rétt sé að gera
einhverjar flóðavarnir undir
Traðarhyrnu og þá með hvaða
hætti, en framhaldið er síðan í
höndum bæjaryfirvalda.
Hugsanlegt væri að einhverjir
garðar yrðu gerðir ofan við
byggðina og yrðu þeir þá
jafnframt hannaðir sem hluti
af útivistarsvæði og gróður-
vin.
Til bráðabirgða eru svæði í
Bolungarvík á rýmingarkorti
Veðurstofunnar, en engin
svæði þar hafa að öðru leyti
verið skilgreind sérstaklega
sem hættusvæði. Í manna
minnum hefur aðeins einu
sinni fallið spýja niður að efstu
byggð.
Óvíst er hvenær fram-
kvæmdir kæmust á dagskrá,
ef ákveðið yrði að ráðast í
gerð einhverra varnarmann-
virkja í Bolungarvík.
Bolungarvík séð úr lofti
á sólbjörtum vetrardegi.
Gaman á sleðunum
en hætturnar margar og geta leynst víða
Snjórinn kom í síðustu viku
og þá voru sleðarnir teknir
upp úr geymslum og út úr
bílskúrum eftir sumardvalann.
Það er gaman að renna sér á
sleða og brekkur eru víða
morandi af krökkum á sleð-
unum sínum.
En hætturnar í lífinu eru
margar og geta leynst víða.
Margir krakkar hafa undan-
farið verið að renna sér í
brekkunni ofan við Hlíf á
Ísafirði og þá er eins gott að
vera góður að stoppa í tæka
tíð áður en óhöpp verða. Að
ekki sé talað um sleðabrekku
eins og Hallabrekkuna, þar
sem ferðin getur endað undir
bíl á Túngötunni.