Bæjarins besta - 11.11.1998, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 3
STUTTAR
FRÉTTIR
Vestfirðir
Fallist á
kæru félaga
í Baldri
Skattstjóri á Vest-
fjörðum hefur fallist á
kæru félaga í Verka-
lýðsfélaginu Baldri til
lækkunar á tekjuskatti
og útsvari.
Skattstjórinn breytti
framtali kærenda til
hækkunar sem nam
upphæð verkfallsstyrks
sem félagið greiddi
þeim í verkfallinu vorið
1997, en félagið lítur
svo á, að um sé að ræða
endurgreidd félags-
gjöld. Málinu er þar þar
með ekki lokið þar sem
skattstjóri hefur sent fé-
lagsmönnum í Baldri
fyrirspurnarbréf þar
sem óskað er eftir nán-
ari upplýsingum um
eðli greiðslna í vinnu-
stöðvun.
Ísafjörður
Háls-, nef
og eyrna-
læknir á HSÍ
Háls-, nef- og eyrna-
læknir verður starfandi
á Heilsugæslustöðinni
á Ísafirði dagana 26.-
28. nóvember nk.
Þeim sem hafa hug á
að nýta sér tíma lækn-
isins er bent á að hafa
samband í síma stöðv-
arinnar 450 4511.
Ísafjörður
Kjúklingar á
föstudögum
SKG-Veitingar hafa
ákveðið að bjóða uppá
kjúklingaveislu í há-
deginu á föstudögum í
nóvember að Hótel Ísa-
firði.
Á meðan kjúklinga-
veislan stendur yfir
verður boðið uppá fjöl-
breytta matseld á þess-
ari vinsælu matvöru. Á
föstudaginn kemur
verður boðið upp á
körfukjúkling, þá ind-
verskan karrý-kjúkling
og þá kjúklinga með
sveppum og beikoni í
rauðvínssósu. Verðinu
er stillt í hóf eða aðeins
kr. 1.000.- fyrir súpu,
kjúklingaréttinn og
kaffi á eftir.
Sex fyrrverandi bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar skrifa
Athugasemdir við yfirlit
bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar
Á fundi bæjarstjórnar Ísa-
fjarðarbæjar fimmtudaginn 5.
nóvember sl. afhenti bæjar-
stjóri Halldór Halldórsson
bæjarfulltrúum yfirlit yfir
kostnað við framkvæmdir við
Grunnskólann á Ísafirði. Einn-
ig var gerður samanburður á
kostnaði við breytingar á
Austurvegi 2 og svokallaðri
Torfnesleið.
Þetta yfirlit hefur að vísu
ekki verið bókað, en þar sem
bæjarstjóri fylgdi því eftir í
svæðisútvarpinu og í sjón-
varpinu daginn eftir verður að
líta á það sem opinbert plagg.
Þar sem í umræddu yfirliti eru
villandi og sumstaðar bein-
línis rangar fullyrðingar sjáum
við sem mynduðum fyrri
meirihluta í bæjarstjórn Ísa-
fjarðarbæjar okkur tilneydd að
koma leiðréttingum á fram-
færi.
Bráðabirgðalausnir
Eins og lesendur eflaust
muna var eitt meginverkefni
síðustu bæjarstjórnar að taka
á húsnæðisvanda Grunnskól-
ans á Ísafirði. Til bráðabirgða
var ákveðið að reisa færanlegt
kennsluhús við hliðina á
Íþróttarvallarhúsinu á Torfnesi
og nota bæði húsin til kennslu
yngstu árganganna, næstu
þrjú árin meðan nýr Unglinga-
skóli væri byggður á svæðinu
og þar með leystur húsnæðis-
vandi skólans til framtíðar.
Kennsla í heimilisfræði
skyldi færð inn í Skólagötu
10. Auk þessa voru ákveðnar
nokkrar framkvæmdir við
húsnæði á Eyrinni. Nýr meiri-
hluti, sem tók við að loknum
kosningum í vor, hafnaði
Torfnesleiðinni og keypti í
staðinn tvær efri hæðirnar í
Kaupfélagshúsinu að Austur-
vegi 2 og innréttaði þær fyrir
skólann. Þá var byggður
mikill rampur sem inngangur
í húsið. Framkvæmdir við
Skólagötu 10 og húsnæðið á
Eyrinni var að mestu eins og
gert hafði verið ráð fyrir af
fyrri meirihluta.
Villandi samanburður
Bæjarstjóri segir í yfirliti
sínu að í fjárhagsáætlun séu
áætlaðar 54,5 mkr. til fram-
kvæmda við Grunnskólann á
Ísafirði. Þessi upphæð er hins
vegar einungis framlag bæj-
arins en gert var ráð fyrir 12,5
mkr. framlagi frá ríkinu á móti.
Heildarupphæð til fram-
kvæmda við Grunnskólann á
Ísafirði er því áætluð 62,5 mkr.
í fjárhagsáætlun 1998. Við
gerð fjárhagsáætlunar var gert
ráð fyrir að þessi upphæð
dygði fyrir öllum fram-
kvæmdum, þar með töldum
innanstokksmunum. Þeir
gleymdust því ekki eins og
sumstaðar hefur verið haldið
fram.
Þá reiknar bæjarstjóri með
að heildarkostnaður við Torf-
nesleiðina hefði orðið rúmar
70 mkr. samanborið við 40
mkr. við Austurvegsleiðina. Í
þessum tölum ber bæjarstjóri
saman allar framkvæmdir við
Grunnskólann á Ísafirði og
framkvæmdir við Austurveg
2, að frátöldum öðrum fram-
kvæmdum við Grunnskólann.
Þarna ætlum við að séu um
mistök að ræða í samanburð-
inum hjá bæjarstjóranum.
Nýtanlegt til framtíðar
Þegar þáverandi meirihluti
leitaði að bráðabirgðalausn á
húsnæðisvanda Grunnskól-
ans á Ísafirði var kappkostað
að sem allra flest af því sem
gert væri mætti nýtast síðar
meir. Þess vegna var ákveðið
að Félagsmiðstöðin myndi
fara inn í Íþróttarvallarhúsið
þegar framtíðarskólahúsnæði
risi og allar framkvæmdir við
það miðaðar. Lausa kennslu-
húsið átti að nota fyrir
Byggðasafn í framtíðinni og
það teiknað með þá notkun í
huga.
Við samanburð á Torfnes-
og Austurvegsleiðinni er
nauðsynlegt að taka mið af
því hvernig fjárfestingarnar
nýtast til framtíðar. Til að fá
sem skýrastan samanburð á
þessum tveimur leiðum er
best að sleppa öðrum fram-
kvæmdum við Grunnskólann
enda er kostnaður við þær sá
sami hvor leiðin sem farin
hefði verið.
Mismunur á þessum tveim-
ur leiðum eru því rúmar 40
mkr. eða sem samsvarar bygg-
ingu nýs fótboltasvæðis með
búningsaðstöðu samkvæmt
kostnaðaráætlun Sjálfstæðis-
manna fyrir kosningarnar í
vor. Það skal þó tekið fram að
fyrir bráðabirgðaaðstöðuna á
Torfnesi var ekki nauðsynlegt
að færa íþróttasvæðið.
Kostnaður við breytingar
Bæjarstjóri telur að kostn-
aðurinn við Austurveginn geti
enn hækkað um 10% þegar
endanlegar tölur liggja fyrir.
Kostnaður við breytingarnar
á Austurvegi 2 átti að vera að
hámarki 30 milljónir, en yrði
samkvæmt því um 60 mkr,
eða um 100% hækkun frá
áætlun. Þetta sýnir hversu
varhugavert er að kaupa gam-
alt. Það er dýrt að gera upp og
breyta gömlu húsnæði eins og
bent var á í umræðum um
kaup á Norðurtangahúsunum.
Í þessari grein höfum við
aðeins gert samanburð á
kostnaði við þessar tvær um-
ræddu leiðir. Annars konar
samanburð, svo sem á að-
gengi, öryggi barna, leiksvæði
og kennsluhúsnæði getur hver
dæmt um fyrir sig.
Guðrún Á. Stefánsdóttir.
Jónas Ólafsson.
Kolbrún Halldórsdóttir.
Kristinn Jón Jónsson.
Sigurður R. Ólafsson.
Smári Haraldsson.
Auglýsingar
og áskrift
sími 456 4560
fulltrúar minnihlutans óttumst
hins vegar að sökum þess hve
miklum kostnaði hefur verið
varið í þessa bráðabirgðalausn
þá muni hér komin hin endan-
lega lausn meirihlutans í hús-
næðismálum Grunnskólans á
Ísafirði. Reyndar er til enn
verri endir á þessari hringa-
vitleysu þ.e. að við endum
aftur í Norðurtangaleið og þá
verður nú fyrst ástæða fyrir
alla að kætast! Í viðtölum bæj-
arstjóra í fjölmiðlum heyrðu
glöggir hlustendur hann í
tvígang minnast á þau húsa-
kynni.
Hafi kostnaðaráætlanir
vegna Austurvegsleiðar farið
úr böndum þá fullyrðum við
að það vanmat á kostnaði er
barnaleikur miðað við þá
möguleika sem Norðurtanga-
lausnin býður upp á hvað slíkt
varðar. Í forsendum bæjar-
stjóra vegna breytinga á fjár-
hagsáætlun er gert ráð fyrir
að endanlegur kostnaður
vegna Austurvegar nemi allt
að 57 milljónum, og vel að
merkja hér vantar inn í kaup-
verð húsnæðis að Austurvegi
2 sem er 15 milljónir auk
vaxta, þannig að glöggir les-
endur sjá að samanlagt stefnir
heildarkostnaður í tæpar 80
milljónir á bráðabirgðalausn
meirihlutans.
Ef litið er til hagkvæmni er
ljóst að bráðabirgðalausn okk-
ar á Torfnesi hefur mikla yfir-
burði enda hefði nýbygging
ásamt breytingu á Vallarhúsi
nýst annars vegar sem safna-
hús og hins vegar til félagsað-
stöðu unglinga eins og ráðgert
hafði verið. Hins vegar er full-
komlega óljóst hvert söluverð
húsnæðisins að Austurvegi 2
verður í einhverri framtíð þeg-
ar framtíðarlausn núverandi
meirihluta lítur dagsins ljós,
hafi einhver trú á að sá dagur
rísi. Það verður því fróðlegt
að sjá hvort sú almenna
ánægja sem bæjarstjóri full-
yrðir að sé meðal bæjarbúa
með lausn þá er nú liggur fyrir
endist þegar staðreyndir máls-
ins liggja endanlega fyrir.
Fulltrúar K-lista í bæjarstjórn
Ísafjarðarbæjar, Bryndís G. Frið-
geirsdóttir, Sigurður R. Ólafsson,
Sæmundur K. Þorvaldsson, Lárus
G. Valdimarsson.