Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.11.1998, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 11.11.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 „Þegar dansmúsíkin hefur ná útfarir, þá fer ég að leita mér – segir Hulda Bragadóttir, organisti og kórstjóri og fyrrum dux scholae frá MÍ í félagi við móður sína Hulda Bragadóttir er organisti og kórstjóri við Ísafjarðarkirkju og kennir auk þess píanóleik við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hún starfaði um tíma sem flugfreyja og lauk ströngu námi í þeim fræðum. Hún var dux scholae á stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði vorið 1986 – og deildi þeim titli með móður sinni, Báru Einarsdóttur, sem lauk stúdentsprófi úr öldungadeildinni sama vor. Mæðgurnar fengu sömu meðaleinkunn upp á tvo aukastafi, og má ætla að þetta sé einsdæmi í veröldinni og þótt víðar væri leitað. Þeir sem unnu við útreikn- ing einkunna það vorið minn- ast þess enn, hvernig aftur og aftur var farið yfir einkunnir og reiknað og reiknað aftur, vegna þess að þeir trúðu ekki sínum eigin augum. En nið- urstaðan var alltaf hin sama. Mæðgurnar urðu að deila með sér efsta sætinu. Það er hins vegar ekki eins- dæmi, að saman fari flug og músík hjá ungu fólki héðan. Jóhannes Bjarni Guðmunds- son sjónvarpsfréttamaður („alveg svakalega fínn frétta- maður“, segir Hulda) er af- bragðs fiðluleikari og jafn- framt atvinnuflugmaður að mennt og fer senn að fljúga hingað til Ísafjarðar og reynd- ar hvert á land sem er. Enda þótt liðinn sé um áratugur frá því að Hulda Bragadóttir starfaði síðast sem flugfreyja, þá má spyrja hana hvort hún væri til í að bregða sér eina og eina ferð með Jóa Badda ef svo bæri undir... „Já, bara nefna það! En ég þyrfti sjálfsagt að læra á aðstæðurnar í nýju Fokkerun- um. Þessar vélar eru mjög breyttar frá því þegar ég var að fljúga og öryggistækin eru væntanlega á allt öðrum stöð- um. Jói Baddi ætti nú að þekkja aðstæðurnar hér. Ég man að flugstjórarnir töluðu um það með kvíða þegar verið var að raða niður á vikuna, hverjir myndu lenda í því að fara vestur. Verstu skilyrðin voru á Ísafirði.“ Flug og konsert – Þið Jóhannes Bjarni eigið kannski eftir bæði að fljúga saman og flytja saman konsert fyrir fiðlu og píanó... „Við höfum reyndar spilað saman. Við lékum saman eitt og annað við jarðarfarir hér í kapellunni á sínum tíma, áður en kirkjan var tekin í notkun.“ Hulda lærði píanóleik hjá Ragnari H. Ragnar frá 9 ára aldri og hélt því áfram með menntaskólanámi, þar sem hún var á tónlistarbraut ásamt því að vera á mála- og samfé- lagsbraut. Hér lauk hún 7. stigi en fór svo í Tónlistarskólann í Reykjavík til Halldórs Har- aldssonar píanóleikara, en þeir Ragnar H voru góðir vinir. Halldór er jafnframt mikill vinur Ísfirðinga yfirleitt og hefur starfað mikið sem próf- dómari við Tónlistarskóla Ísa- fjarðar og nemendur héðan hafa gjarnan farið til hans í framhaldsnám. Hjá Halldóri fór Hulda í 8. stigið í píanó- náminu, lauk því á einum vetri og tók bókleg fög með og var jafnframt í flugfreyjunámi. Kennarapróf og einleikarapróf Eftir það fór hún í kennara- deildina í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk kennara- prófi þremur árum síðar eða vorið 1990, og jafnframt ein- leikaraprófi um leið. Venju- lega er það tekið ári seinna en henni var boðið að taka ein- leikaradeildina samhliða síð- asta veturinn í kennaranám- inu. Einleikaraprófið felst í því að leika konsert með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og halda auk þess einleikstón- leika. – En hvernig atvikaðist að þú gerðist flugfreyja? „Ég hafði reyndar sótt um áður, en komst ekki að þá. Það var vorið 1985, ári áður en ég lauk stúdentsprófi, og þá hugsaði ég bara um sumar- vinnu. Það er alltaf gífurlegur fjöldi sem sækir um flug- freyjustörf, umsækjendurnir skipta hundruðum, og síðan minnkar sá hópur við hvert próf. Ég sótti um aftur og komst þá mjög auðveldlega inn og gekk í gegnum strangt og mikið nám. Það var vorið 1987 og ég starfaði sem flug- freyja tæpa fimm mánuði það árið og annað eins árið eftir.“ Gömlu Vestur- Íslendingarnir voru erfiðastir – Ég man eftir þér í flug- freyjustarfi í Fokker á leið til Ísafjarðar á þessum tíma. Varstu eingöngu á leiðum innanlands? „Nei, þetta er blandað og mest var ég í millilandaflugi, aðallega til Bandaríkjanna. Fimmtu hverja viku vorum við í innanlandsflugi. Þetta átti reyndar illa við mig á þess- um tíma og ég þoldi ekki álag- ið sem fylgdi starfinu. Ég fann til mikils léttis eftir hverja lendingu. Líkamlegt álag var mikið. Aðstæðurnar um borð hafa breyst mikið síðan. Þrengslin voru mikil. Við lent- um í alls konar ókyrrð í milli- landafluginu og jafnvel bein- um lífsháska. Það var oft mjög slæmt flugveður, eða það sem kallað er ókyrrð í heiðskíru lofti. Þegar flogið er mjög hátt og komið langt yfir veðrahvörf má búast við rafmögnuðum vindum, sem nefndir eru ýms- um nöfnum. Þetta var mikið næturflug og mér fannst ég ekki hafa nægan tíma til að æfa mig á píanóið, heldur svaf ég bara þegar ég var ekki að fljúga. Þetta fór alls ekki sam- an. En vissulega var þetta mik- ill og góður skóli.“ – Voru farþegar oft erfiðir? „Nei. Allan þennan tíma fór ég aldrei í sólarlandaflug. Þau eru verst.“ – Maður les í blöðum um sífelldar uppákomur og vand- ræði vegna snarvitlausra far- þega á langleiðum hjá erlend- um flugfélögum... „Ég hygg að þetta hafi breyst til hins betra hvað Ís- lendinga snertir. Líklega eru Skandinavarnir einna verstir í þessum efnum. En eitt sinn fórum við og sóttum Vestur- Íslendinga til Kanada, og það er versta flug sem ég get hugs- að mér. Það drakk allt sem til var í vélinni og tók hreinlega völdin um borð, gamla fólkið! Við áttum fótum okkar fjör að launa.“ – Varla hafið þið getað hlaupið langt þarna í háloft- unum... „Nei, við gátum náttúrlega ekki farið út! Annars voru far- þegar yfirleitt alltaf mjög þægilegir.“ Kennarinn sat geispandi úti í horni Hulda kom vestur til Ísa- fjarðar vorið 1990 þegar hún var búin með einleikaraprófið. „Þá var ég ófrísk að Báru og var búin að fá alveg upp í háls af músík og var hér í róleg- heitum þá um veturinn og var hreinlega ekki að gera neitt. En síðan fór ég til Akureyrar og starfaði við Tónlistarskól- ann þar sem píanókennari í tvö ár. Ég hringdi í Roar Kwam, þáverandi skólastjóra, og fékk strax stöðu. Síðan ríkti mikil upplausn í skólanum og Roar var látinn fara og í staðinn var ráðinn Guðmund- ur Óli Gunnarsson, sem er nú stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands. Hingað vestur kom ég aftur vorið 1993 og var hér yfir sumarið og hélt tónleika, áður en ég hélt til Bandaríkjanna. Þá voru haldnir hér minningartónleik- ar um ömmu mína og tvíbura- systur hennar, Elísabetu og Kristínu Samúelsdætur, í til- efni þess að þær hefðu þá orð- ið áttræðar. Um haustið hélt ég til Bandaríkjanna í nám, þar sem ég fékk námsstyrk, og var þar einn vetur. Ég ætlaði mér upphaflega að vera tvo vetur vestra og ljúka master- sprófi, en mér líkaði mjög illa þar. Kennarinn sat bara geisp- andi úti í horni og mér fannst ég ekki fá neitt út úr þessu. Ég þurfti mikla hvatningu. Mér fannst ég ekki fá það út úr dvölinni vestra sem ég ætlað- ist til og taldi ekki ástæðu til að vera þar áfram.“ Af hótelinu í kirkjuna Vorið 1994 kom Hulda því heim aftur og fór að vinna á Hótel Ísafirði sem næturvörð- ur og í móttöku, þangað til hún sá auglýsingu um að það vantaði organista á Ísafirði. „Reyndar hafði ég áður verið beðin um að leysa af um jól og páska þegar ég hafði komið hingað heim. Ég lék við fyrstu messuna á gamlárskvöld nokkrum árum áður, þannig að ég hafði svolítið gripið í orgel. Og ég var ráðin og hef verið í þessu starfi síðan.“ – En þú ert líka að kenna við Tónlistarskóla Ísafjarðar... „Já, ég er þar í hálfu starfi. Ég er í 70% stöðu organista hér við kirkjuna og 30% í Hnífsdal, þannig að ég er sam- tals í 150% starfi.“ – Er það mikil rútínuvinna að vera organisti í kirkju? „Nei, alls ekki, sem betur fer. Það er mjög fjölbreytilegt, en reyndar fer það mjög eftir manni sjálfum. Vissulega er hugsanlegt að gera þetta með hangandi hendi og án þess að æfa sig nokkuð, en á hinn bóginn er hægt að stunda æf- ingar af kappi og láta kórana æfa einhver erfið verk fyrir sérstaka viðburði. Það eru ýmsir fastir liðir á hverju ári, svo sem aðventukvöldið og kirkjukvöld á föstudaginn langa. Um fermingarnar er mikil törn hjá okkur og svo auðvitað um jólin.“ – Þú stjórnar líka kirkju- kórunum... „Já, bæði hér á Ísafirði og í Hnífsdal. Að jafnaði eru kór- æfingar einu sinni í viku á hvorum stað.“ Eins og Hulda nefndi áður var hún ófrísk þegar hún kom til Ísafjarðar árið 1990. Börnin hennar eru nú orðin tvö, Bára sem er átta ára og Hálfdán sem er tveggja ára. Þau eru samfeðra og faðir þeirra býr fyrir sunnan, en þau Hulda hafa aldrei verið í sambúð. Dúxarnir tveir í MÍ 1986 – Við skulum snúa okkur að Menntaskólanum á Ísafirði og þessu einstæða tilviki að þið mæðgurnar skylduð vera dúxar á stúdentsprófi sama vorið og með nákvæmlega sömu einkunn upp á tvo auka- stafi. Var samkeppni og met- ingur á milli ykkar? „Áreiðanlega að einhverju marki. Við lærðum nokkuð mikið saman og ég naut góðs af því, ég viðurkenni það. Það eru ekki allir sem búa við það að móðirin sé að læra sama námsefni og maður sjálfur.“ – Ætli hún hafi ekki notið góðs af þessu líka? „Ég veit það ekki! Vonandi! Það er oft sagt að maður læri mest af því að kenna öðrum, þannig að ef til vill hefur hún þurft að leggja hart að sér til að kenna mér. Mamma er mik- il námsmanneskja. En ég var með fleiri einingar en hún á stúdentsprófi. Öldungadeildin var með allt öðru skipulagi, bæði mismunandi greinar og annað mat, þannig að við gátum ekki lært nærri allar greinar saman. Það kom okkur báðum afskaplega mikið á óvart að verða efstar á stúd- entsprófinu. Þessi árgangur var mjög duglegur í námi og margir mjög góðir nemendur í skólanum, þannig að okkur fannst það alls ekki koma til greina að verða hæstar og höfðum hreinlega ekkert hugsað út í það. Ég held bara að við höfum ekki áttað okkur á því ennþá! En það skemmtilegasta við þetta var hvernig við fengum að vita það. Ég gleymi því aldrei og ekki mamma heldur. Björn Teitsson er mjög snið- ugur og við hittum hann í stig- anum upp á efri hæðina í Bók- hlöðunni. Það var mjög þröngt þarna upp og hann króaði okk- ur af þar á sinn einstaka hátt. Björn er ekki mjög stór vexti en hann gat króað okkur af með því að breiða út faðminn. Hann var mjög leyndardóms- fullur og talaði í lágum hljóð- um eins og enginn annar mætti heyra, og tilkynnti okkur úr- slitin úr stúdentsprófinu og hvað okkar biði af því tilefni. Við urðum að semja ræðu til að flytja við brautskráninguna og þurftum að vita allan gang mála þar, vegna þess að sá sem er efstur hverju sinni þarf að gegna ýmsum hlutverkum við þá athöfn og við borð- haldið um kvöldið. Það fór svo, að mamma samdi ræðuna en ég flutti hana. Það var ef til vill nokkuð dæmigert fyrir skólagönguna og samstarfið hjá okkur.“ – Og þessi frásögn af sam- fundum ykkar mæðgna við meistara Björn má líka teljast nokkuð dæmigerð – þessi útsmogni og fíngerði húmor... „Já, ég er alveg sammála því! Ég á ekkert nema góðar minningar frá Menntaskólan- um á Ísafirði. Þar var alltaf mikið að gerast og mikill lær- dómur.“ Sterkur árgangur – Nú eru komin í skólana tölvukerfi sem sjá um alla út- reikninga. Undirritaður minn- ist þess vel þegar kennarar sátu daglangt og náttlangt vorið 1986 í handavinnu við að reikna út meðaleinkunnir. Þetta var svo einstök tilviljun að þið mæðgurnar skylduð vera með sömu meðaleinkunn upp á tvo aukastafi, að menn trúðu því naumast og það var reiknað aftur og aftur og yfir- farið enn á ný. Þar að auki voru aðrir úrvalsnemendur þarna alveg rétt á eftir ykkur, fólk eins og Jón Áki Leifsson og Unnur Árnadóttir, þannig að engu mátti skeika... „Það var mjög mikill metn- aður í þessum árgangi og mik- ið lært. Minningar mínar úr

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.