Lindin

Årgang

Lindin - 01.04.2011, Side 14

Lindin - 01.04.2011, Side 14
Að öðlast trú d sjálfan sig Við Skógarmenn eigum okkur skýrt markmið, sem er að leiða fólk til trúar á Jesú Krist og vinna að útbreiðslu ríkis hans. Við viljum að ungt fólk á íslandi kynnist frelsaranum Jesú Kristi og það er mikilvægasta framlag okkar til íslenskrar æsku. Ég var á námskeiði á dögunum fyrir verðandi foreldra. Á námskeiðinu voru þeir beðnir um að ræða sínar hugmyndir um uppeldi og að tilgreina hvaða eina atriði þeir töldu mikilvægast að barnið fengi út úr uppeldinu. Ýmislegt kom upp í umræðunum og allt var það mjög gott. Eitt foreldrið taldi mikilvægast að barnið myndi öðlast trú á sjálft sig, annað foreldri vildi að barnið vissi að það væri elskað af foreldrum sínum. Við hjónin vorum sammála um að fyrrnefnd atriði væru ákaflega mikilvæg en komumst samt sem áður að þeirri niðurstöðu það væri mikilvægast að barnið okkar myndi eignast trú á frelsarann Jesú Krist. í Rómverjabréfinu skrifar Páll postuli: „Þvíað ég erþess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum. “ Allt annað bliknar í samanburði við það að eiga Jesú Krist að vin og bróður. Að eiga hann sem stöðugan grundvöll í lífi okkar bæði þegar lífið brosir við okkur og þegar ekkert virðist ætla að ganga upp. Ó, vef mig vængjum þínum, til verndar, Jesú, hér. Og Ijúfa hvíld mér Ijáðu, þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki’ og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa’ af hreinni náð. Lina Sandell - Magnús Runólfsson

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.