Jólablaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 3

Jólablaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 3
3 JOLABLAÐIÐ ,Dýrð sé guði í upphæðum ogfriður ájörðu‘. Jólahugleiðing, eftir sr. Sigurg. Sigurðsson. Jólin eru að korna. Bráðum kalla, kirkjuklukkur víSsvegar um hinn kristna heim mennina til þess aö fagna komu Krists — fæðingu hans í þenna heim. Dýrðarkveðjan mikla, sem himnesku sendiboðarnir forð- um fluttu, hljómar enn á meðal manuanna. „Dýrð sé guði í upp- hæSum og friSur á jörðu“. Þessi fagra kveSja á sinn þátt í því að setja dýrðarblæ yfir jólin. Svo hefir honum fundist íslenzka rit- höfundinum og skáldinu, scm sagSi: „Hiin titrar í blænum, hún glitrar í hrímkristöllunum, hún mætir þér í ilm blómanna í stofunni þinni, hvin glampar í auga barnsins þíns, hún endurómar í hug þínum — í sál þinni.“ Þessi fögi’u orð minna oss fyrst, og fremst á það, að fjarlægSin milli heimanná, milli jaiðheimsins og hins æðra himneska heims, hvarf hina helgu jólanótt. DjúpiS var brúað. DýrS himinsins ljómaði inn í skugga- og reynsludal jai’ðlífsins. Æðri verur vitjuðu mannanna barna og fluttu þeim boð lians, sem í hæðum býr. Koma þeirra er dýrðarviðburður í fsögu mansand- ans, scm frá öndverðu hefir veriS að leita að æðra ijósi, leita vit- neskju, um þaS hvort æði’a og full- komnara líf er til en þetta, sem hér á jörðu birtist og sýnist svo hverfult og sorgarfult. Svarið við þessari djúpu þrá mansandans kom. Dýrðarverur frá heimi guðs komu með boðin. Ljóminn á Betle- 'hemsvöllum er tákn blessunar guðs og jafnframt tákn handleiðslu lians og náðar af mönnunum. Ég veit að þú, sem lest þessar línur, munir oft hafa reynt, já þreifað á kærleika guðs. Hann liefir, í ástriki sínu, gefið flestum oss gjafir, sem voru þess eSlis, að vér hlutum aS veita því athygli. Og jólin eiga mátt til að vekja með- vitundina um þaS, ef hxin sefur. Yinir þínir ei’u gjafir guSs, gleði- bros þín eru gjafir frá honum. Lán þitt og hamingja er frá hans hendi. En jarðnesk gæfa, jafnvel þótt þii sért svo settur í lífinu að vera gæfumegin, er ekki eitt og alt.. Boðskapur jólanna á eigi að síður ei’indi til þín. ÞaS, sem jarð- neskt er, varir aðeins um stund. Sérhvert heimili á jörðu, hversu bjart, sem yfir því kann að vera, á sína takmörkuðu sögu, og svo er um jarðlíf þitt. Alt breytist. Börn- in vaxa upp á heimilunum, og þau hverfa burt. Yegir skilja og „vin- ir bei’ast bui’t með tímans straumi“. Það er ekki ofsögum af því sagt, að þaS er margt um reynslu og þraut í mannlífinu. Þar eru mörg sár og þar falla möi’g tár. En jaínvel þótt manssálin þekkti ekki annað en hamingju og unað hér í lífi, mundi hún ekki geta sætt sig við það. Hún mundi þrátt fyrir jai’Sneskan unaS bei’a hina djúpu þi’ái eftir opinberun um framtíðina, % þá framtíð er tekur við, þegar öllu er lokið á jörðu. Jólaboðskapurinn felur í sér ‘ þá opinberun. En það eru margir, sem fara á mis við gæfuna í jarðlífinu. Ef til vill sakna þeir alls þess, sem vér nefnum gæði lífsins. Ef til vill eiga þeir ekkert heimili eða þeim finst það tómlegt og kalt, fáir vinirnir, fátt liið ytra, sem unað og lífsgleði getur vakiS. Þeim finst mennirnir óvingjarnleg- ir og að þeir séu einskonar oln- bogaböi’n lífsins, sem hrekist fyrir óþektu afli hnldra örlaga fráeinni reynslu til annarar. Jólaboðskap- urinn, boðskapurinn um kærleika guðs, á erindi til þeirra, sem svo er ástatt um. Hann flytur Ijós og birtu inn í döpur hjörtu. Sendi- böði Di’ottinsj sem birtist hina helgu jólanótt á Betlehemsvöllum, fæi’ir oss sönnun þess, að guð elsk- ar mannkyniö. Það er barniS, sem lagt var í jöiu — Kristur — sem birti oss afstöðu guðs til vor mann- anna, Kristur, sem birti oss föð- urkærleika guðs. Þar sem Kristur kom, hui’fu nátt- skuggar i’eynslu og mótlætis. Ki’ist- ur er enn kominn til að láta birta upp meðal allra þeirra er skugga. megin fara. Hann er kominn til að hjálpa og líkna líðandi mannkyni. Eins og guð brúaði djúpið milli heimanna, eins vill hann brúa djúpið milli mannanna sjálfra. Vandræði heimsins stafa fyrst og fremst af rangi’i breytni manna. Sf oss gæti lairsL að breyta í sam- ræmi við orð meistarans: „Alt, sem þér því viljiö, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. (Matt. 7, 12), þá væri tilganginum með komu Krists í þenna heim að miklu leyti náð. Mennirnir eru íjarlægir hver öðrum af þvi, að þeir lúta ekki rödd kærleikskon- ungsins, Jólin eru friðarhátíð. A vor- um dögum er ef til vill meiri á- stæða til þess en nokkru sinni áð- ur, að sem flestir fáist til að taka undir með skáklinu, sem bað guð að senda sér kraft til að „syngja, frið á jöröu“. Fjarlægðin milli vor hverfur, er vór samkvæmt vísbendingu eng» ilsins förum, í anda, að jötunni, þar sem Kristur hvílir, Haon, á mátt til að sameina. Meðal þeirra, sem geta í einlægni fagnað komu Krist og glaðst yfis opinberun lians er andi tvídrægniog úlfúðar burturekinn.Eining oggleði skipar þar öndvegi. Yið íhugun þeirrar opinberunar og fyrix’mýnd- ar Krists og kærleik finuum vér hina sönnu jólagleði. Ef slík íhug- un fer ekki fram í huga manna, þá eru þar engin jól. Þá eru jólin haldin af aldagömlum vana. En það er tilgangslítið og óviturlegt að halda jól aöeins af gömlum vana. Þá hafa jólin ekkert andlegt gildi fyrir’ einstaklinginn. HöfnSmark- mið með jólahátíðahöldunum er að andleg blessun geti af þeim hlotist. Allt, sem gjört er hið yti’a til til þess að klæða þau hátíðleikanum, á að benda oss á það sém æðra er. Ljósin sem blika umhverfis oss og fylla húsin skínandi birtu, éiga að minna oss á dýrð di’ottins, sem ljómaði um fjárhirðan forðum. Gjöfin, sem þú gefur barni þínu eða vini þínum, á að vera þiggjand- anum tákn kærleika guðs, sem gaf mannkyninu hinaxlýrmætustu gjöf — Jesú Krist. Þétta jþurfa börnin að fá að vita. Hjálpumst að því að gera jólin andlegri Það sem mestu máli skiftir á jólahátíöinni, sem nú fer í liönd, er að vér opnum hugi vora og til- einkum oss fagnaðarboðskapinn, sem fluttur er. Aö barnið sem fæddist á jólunum fái rúm í hjört- um vorum, að andi Krists og á- hrif fái þar yfirráöin. Það er tak- markið. Og 'þar sem því takmarki verður náð, þar birtir. Mætti slík birta færast yfir Isafjarðarkaup- stað, yfiir heimili vor og hugi, yfir land vort og þjóð. GLEÐILEG JÓL.

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.