Jólablaðið - 20.12.1952, Side 9

Jólablaðið - 20.12.1952, Side 9
JÓLABLAÐIÐ 9 II lllllllll llll IIIIIIIIIIIIIII lllll IIII1J4J1IIIIIIIIIIII1111111111IIIIIIIIIIIIIIIII IIIIIIIIIHIIIIIII llllll 111II1 IHII!IIII IIIIIHllillll 111111111111111IH | S e I j u m | sparneytnustu miðstöðvarkatla, | olíu- eða kolakynta, | vönduðustu olíugeymana. | VÉLSMIÐJAN ÞÓR H.F. I Isafirði. Einarsson skósmiður og skírði hann Geir. Hann var lengi póst- bátur. Fyrst um Eyjafjörð, tvö sumur, og síðan nokkur ár hér um ísafjarðardjúp. Vélbátaútgerð í Patreksfirði varð aldrei jafn al- menn og á hinum f jörðunum. Hér að framan er stuttlega rak- in útbreiðsla vélbáta á fyrsta tíma bili þeirra. Næst verður sagt nokk- uð frá stærri vélbátunum hér vestra. Pyrstu vélsmiðjur á Vestfjörðum. Þess er áður getið, að J. H. Jessen kom hingað í nóv. 1902, og stofnsetti snemma næsta árs vél- smiðju á ísafirði. Var þar ærið verk að vinna, að setja nýjar vélar í báta, en vélbilanir voru furðu fá- tíðar fyrstu árin, þótt vélgæzlan væri höfð sem hjáverk formanns- ins. Vélarnar voru sterkar og gangvissar, ef þær fengu næga olíu og smuming. Þó breyttist þetta nokkuð þegar vélategundum f jölgaði, þótti þá bera meira á bil- unum. Mörgum formanninum þótti mikið ef aðgerðir eða annar kostn- aður við motorvélina nam 50 kr. á ári. Fyrstu motorvélarnar hér á ísa- firði og nágrenni vom frá Molle- rupsverksmiðjunni í Esbjerg. Munu samtals 30—40 motorvélar hafa verið pantaðar þaðan. Brátt komu Danmotorar til sögunnar. Þeir þóttu mjög gangvissir, enda var Dan elzta verksmiðjan í Dan- mörku og hafði mesta reynslu. Svo komu Alphamotorar, smíðaðir af bræðrunum Houmöller í Friðriks- höfn, og smátt og smátt komu nýjar og nýjar vélategundir, sem sennilega fer enn fjölgandi. Vélsmiðja J.H. Jessen er fyrsta og elzta vélsmiðja á íslandi. Hún var fyrst til húsa í kjallara hús- eignar Guðmundar Guðmundsson- ar, skipasmiðs. Síðar keypti Jess- en húseign Ásmundar Sigurðsson- ar og byggði þar skúrbyggða vél- smiðju, húsið er nú nr. 3 við Norð- urveg, en vélsmiðjan var flutt burtu og breytt í íbúðarhúsið Nýjabæ við Seljalandsveg, eign Sveins Jónssonar. Margir lærðu vélsmíði hjá Jessen, t.d. Gunnlaug- ur Fossberg, Gísli Jónsson, alþm., Hallgrímur Jónsson, yfirvélstjóri, Þorsteinn Ámason o.fl.o.fl. Jessen kvæntist Sigþrúði Guðmundsdótt- ur, skipasmiðs. Hann var talinn góður vélsmiður, vinsæll og virtur mjög. Það var fyrir frumkvæði ísfirzkra útgerðarmanna, að Jess- en hóf vélsmiðjurekstur strax. Gengu 15 þeirra í ábyrgð fyrir stofnláni. I Hnífsdal rak J. P. Clausen vélsmiðju um tíma. Hann hafði áður starfað við hvalveiðistöðina á Dvergasteini í Álftafirði. I Bolungarvík hóf Th. Thomsen vélsmiðjurekstur. Hann flutti síð- ar til Vestmannaeyja og hóf vél- smiðjurekstur þar. Við brottför Thomsens tók Friðrik Teitsson, sem lærði hjá Thomsen, við vél- smiðjunni, og rak hana mörg ár. Nú reka útgerðarmenn í Bolung- arvík vélsmiðjuna sem hlutafélag. Forstjóri er Bernódus Halldórsson. Á Suðureyri í Súgandafirði hef- ir Guðjón Halldórsson, jámsmið- ur, rekið litla vélsmiðju síðustu áratugi, og annast ýmsar vélaað- gerðir. Á Flateyri í önundarfirði önn- uðust þeir Svendsensfeðgar ýmsar vélaviðgerðir, en mörg undanfarin ár hefir Vilberg Jónsson rekið þar vélsmiðju og annast vélaaðgerðir fyrir heimaflotann og aðkomuskip. Á Þingeyri í Dýrafirði er hin landsþekkta vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. Guðmund- ur er fæddur þjóðhagi, og hefir um 40 ára skeið rekið vélsmiðju á Þingeyri með miklum myndar- skap. Fyrst í félagsskap við firm- að Bræðurnir Proppé, en lengst af á eigin spýtur. Vélsmiðja Guð- mundar mun hafa fjölbreyttasta nýsmíði á vélum og vélahlutum, aðallega fyrir vélbáta. En vél- smiðjan hefir einnig leyst af hendi vandasamar smíðar fyrir stærri, skip og getið sér gott orð fyrir vandaða vinnu. Á Bíldudal hefir Magnús Jóns- son, vélsmiður, rekið vélsmiðju í rúml 40 ár. Hann er Ámesingur að ætt og uppruna, en fluttist til Bíldudals að tilhlutan Péturs J. Thorsteinsson, sem lét sér annt um vöxt og viðgang vélbátaútvegs í Arnarfirði, sem aðrar fram- kvæmdir þar. I Patreksfirði gekkst Pétur A. Ólafsson fyrir því, að koma upp vélsmiðju á Geirseyri. Miljónafé- lagið svonefnda lét reisa vélsmiðju á Vatneyri, sem síðan var stækk- uð og endurbætt af Ólafi Jóhann- essyni consúl og sonum hans. Vélsmiðjan Þór h.f., sameign útgerðarmanna á ísafirði og ná- grenni, er stærsta vélsmiðjan ut- an Reykjavíkur, og hefir góð skil- yrði til þess að leysa af hendi margvíslegt nýsmíði og aðgerðir á vélum. Forstjóri Ólafur Guð- mundsson. --------o-------- HÁTIÐAMESSUR: Isafjörður: Aðfangadagskvöld kl. 8. Jóladag kl. 2 e.h. Á Sjúkrahús- inu kl. 3 e.h. Sunnudaginn milli jóla og ný- árs: Barnamessa kl. 11 f.h. Gamlárskvöld kl. 8 e.h. Nýársdag kl. 2 e.h. Sunnudaginn eftir nýár: Elli- heimilinu kl. 2 e.h. Hnífsdalur: Aðfangadagskvöld kl. 6 e.h. Annan jóladag kl. 2 e.h. Gamlárskvöld kl. 10 e.h. = j | GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT Á R! = Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. 1 Vélsmiðja Guðm. J. Sigurðssonar & Co., | Þingeyri. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllll IIIII1111111111111111111111111111111111111111111111111111IIIII llllllllll III llltlllllll III tJlllllllllllllllllllltllllllllllllllllltllllllllllllllilll Tilkynning | frá Bókaverzlun Jónasar Tómassonar, Isafirði. 1 Það tilkynnist hér með að frá 1. janúar 1953 hefi | ég selt Gunnlaugi Jónassyni verzlun mína á ísafirði | og tekur hann frá þeim tíma við öllum skuldum | hennar og innstæðum. = Frá þeim tíma tekur hann einnig við umboði því, | . sem ég hefi haft fyrir Bóksalafélag Islands og i Happdrætti Háskóla Islands. 1 Jafnframt því að tilkynna þetta, vil ég nota tæki- 1 færið og þakka öllum viðskiptavinum mínum nær 1 og f jær áratuga greið viðskipti og góð skil. Vona ég | að Gunnlaugur, sonur minn, njóti í framtíðinni | slíkra vinsemda, sem ég hefi notið hjá viðskipta- | mönnum mínum. | Isafirði, 15. desember 1952 | JÓNAS TÓMASSON. 1 Eins og sjá má á ofanritaðri auglýsingu hefi ég | keypt Bókaverzlun Jónasar Tómassonar frá 1. jan- 1 úar n.k., og mun frá þeim tíma reka hana á eigin | ábyrgð en undir sama nafni og áður. | Vona ég að verzlunin njóti áfram sama trausts | og vinsælda sem ávalt hingað til og mun ég leitast | við að hafa á boðstólum allar venjuleg ritföng og skólavörur auk innlendra og erlendra bóka og 1 blaða. | GLEÐILEGT NÝTT ÁR! | ísafirði, 15. desember 1952 I GUNNLAUGUR JÓNASSON. lllllllll|llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliill|||||llllllllll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||l|||||||||||||||||||||gi[|Illllll|llll|[|llllllllll[|ll|[||llllllllllllll|lllllllllllllllilllllllllllllUIIII - =||||||||||lll[lMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllll||||||||||||||||||||||[|||||U|||

x

Jólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.