Jólablaðið - 20.12.1957, Page 6
6
J ÓLABLAÐIÐ
um útvegun lána og efnis til bygg-
ingarframkvæmdanna.
íshúsfélag Isfirðinga h.f. hefir á
líðandi ári haldið áfram nýbygg-
ingu, endurbótupm og breytingum
á hraðfrystihúsi sínu. Hefir af-
kastagetan meira en tvöfaldast og
útbúnaður og vinnuskilyrði batn-
að að sama skapi. Nokkurt at-
vinnubótafé hefir fengist til þess-
ara framkvæmda. Formaður fé-
lagsstjórnar er Ragnar Ásgeirs-
son, héraðslæknir. Framkvæmda-
stjóri er Baldur Jónsson.
Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f.
framkvæmdastjóri Ingólfur Árna-
son, framleiðir nú ís fyrir smærri
og stærri fiskiskip. Er þetta einn
þátturinn í því, að hér á ísafirði
séu jafnan fáanlegar allar nauð-
synjar fyrir fiskiskip. Áður þurfti
að sækja héðan ís að mestu tii
annara staða.
Með stækkun eldri hraðfrysti-
húsanna og nýbyggingu ísfirðings
h.f. er hér fenginn ágætur frysti-
húsakostur, sem getur afkastað
miklu meira aflamagni en nú er á
boðstólum. Verður það næsta spor-
ið að stækka fiskiflotann. Hefir
þegar verið sótt um tvo nýja tog-
ara. Er sennilegt eftir því sem nú
horfir að vélbátaútgerð ísfirðinga
eflist á næstu árum.
Opinberar framkvæmdir.
Hér á ísafirði hafa opinberar
framkvæmdir verið meiri á líðandi
ári en oftast áður. Má þar fyrst
nefna framkvæmdir hafnarsjóðs.
Á hans vegum var steyptur öflug-
ur veggur ofan á þann hluta stál-
þilsins framan við hafnaruppfyll-
inguna í Neðstakaupstað, sem
hafði sigið. Er veggur þessi mikið
mannvirki. Þá var nokkru ekið af
uppfyllingu fyrir ofan nýja garð-
inn. Með þessum framkvæmdum
má heita lokið byggingu hafnar-
innar í Neðstakaupstað. Geta þá
3—4 skip legið samtímis við hafn-
argarðinn til fermingar eða losun-
ar.
Þá lét hafnarsjóður nú í haust
gera rækilega við hafnarbryggj-
una í Hæztakaupstað. Hún er stöð-
ugt mikið notuð af fiskiskipum og
farþegaskipum, þar sem hún ligg-
ur miðsvæðis í bænum. Með aðgerð
bæjarbryggjunnar var bætt úr
brýnni þörf.
Rafveita Isafjarðar og Eyrar-
hrepps lét í sumar ljúka stækkun
stöðvarhússins að Fossum í Skut-
ulsfirði. Var þar sett upp 900
hestafla Dieselvél, sem verða á
vara- og toppstöð fyrir ísaf jörð og
nágrenni. Vélsmiðjan Þór h.f. ann-
aðist uppsetningu vélarinnar.
Mikil aðgerð fór fram á Sund-
höllinni og allri þeirri byggingu.
Einnig fór fram mikil aðgerð á
Húsmæðraskólanum Ósk.
Mjóar gangstéttir voru lagðar
sumstaðar við aðalgötur og breið
gangstétt við Túngötu. Götur voru
víða lagfærðar og haldið áfram
Engjavegi. Þar var erfið gatna-
gerð.
Þá voru gömlu Tangshúsin við
hafnarbryggjuna rifin. Verður þar
vonandi myndarlegt torg fljótlega.
Bæjarsjóður festi kaup á not-
uðum tækjum til grjótmulnings
og gatnagerðar. Þau hafa enn ekki
verið tekin í notkun hér. En öllum
má ljóst vera, að götumar í bæn-
um eru í ófremdarástandi, sem
nauðsyn rekur til að úr verði bætt
hið bráðasta.
Austurvöllur var í sumar
íklæddur fegursta blómaskrúði og
veitti mörgum ánægjustund. Bæj-
arstjóm lét einnig opna fyrir al-
menning hluta af Eyrartúninu
gamla (næst kirkjugarðinum).
Voru þarna settir nokkrir setu-
bekkir. Þarna var fjölsótt þegar
gott var veður. Þótti ungum og
gömlum gott að njóta þama sólar
og sumars með grænum grösum.
Fjöldi einstaklinga
í bænum lét laga hús sín og
mála. Fékk bærinn við það nýj-
an klæðnað og nýtt andlit. Var það
þörf og góð umbót. En betur má
ef duga skal, því helzt ættu allir
að vera eins hugar um að gera
sem fallegast og vistlegast við
heimili sín.
Eins og áður unnu margir bæj-
arbúar að því í sumar að græða tré
og blóm við heimili sín. Þetta
starf er enn ungt að ámm hér í
bæ, en víða vel á veg komið. Sum-
staðar ágætlega. Því sárara er að
minnast þess mikla ágangs og
eyðileggingar, sem sauðfé veldur á
þessum viðkvæma gróðri. Má sjá
sauðfé ganga sjálfala um götur
bæjarins allt sumarið. Bæjarstjórn
getur ekki lengur skotið sér und-
an því að veita þessu þýðingar-
mikla starfi nægilega vemd. Þeg-
ar hún kemur- og það má ekki
dragast verða áreiðanlega enn
fleiri bæjarbúar, sem taka þátt í
þessu gróður- og fegrunarstarfi.
Miklar byggingar
hafa verið í sumar á Isafirði.
Lokið var að utan við nýtt Lands-
bankahús. Er það tveggja hæða
hús úr steinsteypu, og stendur við
Pólgötu og Hafnarstræti (horn-
hús). Þetta er myndarleg bygg-
ing, sem kemur til að setja svip
á bæinn.
Byggingarfélag sjómanna hefir
í sumar komið sex íbúðum undir
þak. Auk þess steypt grunn og
kjallara að öðrum sex íbúðum.
Byggingar þessar standa við Hlíð-
arveg, upp og inn af Gildrunesi,
eða nánar tiltekið rétt fyrir innan
hið gamla. Slunkaríki, sem eldri Is-
firðingar munu kannast við. Fag-
urt er þarna og víðsýnt út til Skut-
ulsfjarðarmynnis og inn til dala.
Áður var talið skriðuhætt þarna.
lllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllKlllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllll!
Sendum kærar kveðjur heim á fomar slóðir og
| óskum öllum fsfirðingum
= gleðilegra jóla og gæfuríkrar framtíðar.
| fsfirðingafélagið í Reykjavík.
-flllillliliillillllllllllllliilllliiiiliiiliilliliiliiliiliiiiilllliiliiiiiliiiiiiiiiiiiiilllliiliillliillllllllliliilliiniiii) i iini;iiiiii!iiiiiiii!i
Óskum félögum og öðrum iðnaðarmönnum
gleðilegra jóla og gæfuríkrar framtíðar.
Iðnaðarmannafélag fsfirðinga.
5!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiH]Hliiiliiiiniiiiiiiiiii[iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii:i:niiniiini:i'HiiiiiiiiiiniHMiiiiiiii!ii!iiiniiiiiiiiiiiiiiniin
| GLEÐILEG JÖL! GÆFURfKT NÝTT ÁR!
| Þökkum viðskipti á líðandi ári.
- H.f. Smjörlíkisgerð fsafjarðar.
r'iintiiiiiiiiiiinuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiuiiiiiiiiiiiniiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiiiiiiiiiiiinini
| GLEÐILEG JÓL! GÆFURfKT NÝTT ÁR!
| Samvinnufélag Isfirðinga.
^’IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIII
| GLEÐILEG JÖL! GÆFURIKT NÝTT ÁR!
Þökkuin viðskipti á líðandi ári.
Yacuum Oii Company.
| Aðalumboð: H. Benediktsson & Co.
Umboðið á fsafirði: Tr. Jóakimsson.
SlllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllinilllHllllllllllllllllllllllllllllillllll'llllllllllillllllllllllllblllllllllllllHIIIIIIIIIIIII
1 GLEÐILEG JÓL! GÆFURIKT NÝTT ÁR!
| Þökkum viðskipti á líðandi ári.
| Verzlun Matth. Sveinssonar.
1 Rakarastofa Áma Matthíassonar.
SlHIUlllIlllllllllllllllllllllllllHllllllllIIIIilllllllllHllllllllIIIIIIIIIlllIllllllllIlllllIIIIUIIIIIIlllllHlllllllllllllllIllllllllllIlllIllllllll
| GLEÐILEG JÓL! GÆFURfKT NÝTT ÁR!
[ Umboð Happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna
| Afgreiðsla Ríkisskip, fsafirði.
= fllllllllllllilllil!lllllliliIllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllll1llllllllilli1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIK!IKnilillllflKIIIillllllllillillllllll
I GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT NÝTT ÁR!
= Leikfélag Isafjarðar.
= 'IIIIIIIIÍIIIilllillillllllllilill!lllilllKilllllillllllllllllllllllllilllllllKIIIIIIIIII:llllillilllllllllllilllllillllllllllllIIIIKIIIIIIIIIillllllilli9
1 GLEÐILEG JÓL! GÆFURfKT NÝTT ÁR!
Þökkum viðskipti á líðandi ári.
| Guðmundur Sæmundsson og synir.
Í'iiii:iiniiii!iiiiiiiiii[!iiiiiniii]iiiiiiiiiiiiiii;iiiiiniiiin[|iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii]niii:niiiiiii:iiiiiiiiiiiiiiiiiiii!i
1 GLEÐILEG JÓL! GÆFURfKT NÝTT ÁR!
1 Beztu þakkir til starfsfólks okkar á liðnu ári.
1 Harðfiskstöðin h.f.
siinimiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiniiiimiiiiiMiiii
| GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT NÝTT ÁR!
| Þakka viðskiptin á líðandi ári.
- Helgi Þorbergsson, vélsmiður.
ininiiiininiiiiiiiiiiniiiuiiiiuiinHiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiinimiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmm
illllllllllllllllllllUlllllllllllllllinillllllllllllHllllllKnillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinilillllHKIIIlllllllllNI ;ilHIIIIIIIIIIIIIUIIII!IIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllli:illllllllllllllllllllllllllllllllllllllUIIUIIIIIIIIIII!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIIII”