Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 5
BÖRN 06 /AEN|N|N6
Sigurbjörg Þrastardóttir:
Mér finnst...
...vænt um bækur því þær
er hægt að faðma. Ég faðma
stundum bækur og ég á
tveggja ára systurson sem
faðmar líka stundum bæk-
ur. Allir geta nefnilega verið með. Og bókum þykir gott
að vera knúsaðar.
Sá stutti, systursonurinn, er að læra að lesa en hann
veit það ekki sjálfur. Ekki ennþá. Eins og er hefur hann
mestan áhuga á myndunum en hann hefur líka áhuga á
bókunum sem slíkum. Sem hlutum. Bækur eru nefni-
lega þeirrar náttúru að þær þjálfa ekki bara lesskilning,
þær þjálfa líka form- og fegurðarskyn og kenna bömum
að fara með hluti. Fletta varlega, þreifa á homum,
banka í harðspjöld. Litli bókaormurinn var ekki gamall
þegar hann var farinn að fletta bókum gætilega með litlu
fmgmnum sínum og frá upphafi hefur honum verið inn-
rætt virðing fyrir bókum. Hann hefur lært að varðveita
bækumar sínar vel og veit hvar hægt er að ganga að
þeim vísum. Nýja heimilistölvan kann að vera í viðgerð
og sjónvarpið er stundum í fríi en bækumar eru alltaf á
sínum stað. Það er heldur ekki hægt að knúsa tuttugu og
ijögurra tommu skjá.
Svo er líka öðmvísi hljóð í bókum en í hinum af-
þreyingartækjunum á heimilinu. Bækumar hafa alvöm
rödd. Stundum er það röddin í mömmu eða pabba,
stundum rödd litla bókaormsins sem er samhliða að læra
að tala. Hann veit sennilega innst inni að prentið er fyrst
og fremst geymsluform hinnar munnlegu frásagnar og
þar er Nóbelshöfundurinn Gunter Grass honum sam-
mála. „Ég geng um gólf, mæli setningamar af munni
fram og móta þær þannig. Aðeins að því loknu em þær
þess verðar að vera settar á blað,“ sagði Grass á pallborði
í Norræna húsinu fyrir skömmu og minnti á að munnleg
sagnahefð væri hin sanna rót bókmenntanna.
Þannig kynna bækur margvíslega tjáningu fyrir litlu
bókafólki; skrif, tal og teikningu. Þessi tjáningarform
tekur smáfólkið svo sjálflt upp þegar fram líða stundir og
hjalið heyrir fortíðinni til. Eftir því sem lesandinn eldist
hallar að vísu smám saman á myndimar - þær eru sjald-
séðar í fagurbókmenntum fyrir fullorðna - en hlutur
þeirra virðist þó vera að vænkast með aukinni samvinnu
rithöfunda og listamanna. Þegar ég las til dæmis bókina
Klettur í hafi - ljóð Einars Más við myndir Tolla - leið
mér sem snöggvast eins og litlum krakka með Vísna-
bókina í höndunum. Falleg ljóð og fallegar myndir og
ég stalst til þess að faðma bókina.
Annars má jafnvel halda því fram að við séum öll
eins og böm þegar við lesum bækur. Við þreifúm á
homum, bönkum í harðspjöld og veltum fyrir okkur
bókinni sem fagurfræðilegum hlut. Svo opnum við bók-
ina gætilega í óþreytandi leit að uppgötvunum, félags-
skap, ævintýmm eða innblæstri, rétt eins og talandi eða
hjalandi böm. Því auðvitað er það lesturinn sjálfur sem
skiptir höfuðmáli, til viðbótar við annars konar gagn sem
af bókum má hafa. „I gegnum bækur get ég orðið þús-
und manns án þess að hætta að vera ég sjálfúr,“ sagði
C.S. Lewis um ímyndunaraflið en þáttur bóka í þjálfún
hugarflugs verður seint metinn til fulls.
í bæklingi sem mér áskotnaðist í vor á bamabóka-
messu á Ítalíu, vom sautján helstu ástæðumar fyrir út-
gáfu bamabóka raktar og skýrðar. Fyrsta ástæðan var
einmitt þjálfun ímyndunaraflsins en einnig var bent á
hvemig bækur geta kynnt ólíka menningarheima og
dregið úr fordómum, aukið vitneskju bama um heiminn,
þjálfað þau í að setja sig í annarra spor og æft þau í að
greina á milli góðs og ills. Fleira var tínt til en eitt áttu
allar sautján ástæðumar sameiginlegt. Þær gátu allar gilt
um bækur fýrir fullorðna líka og sýndu þannig ffam á
það sem ég hef lengi haff gmn urn: Bækur fyrir böm em
alveg eins og bækur fýrir fullorðna. Þær efla málvitund,
þjálfa ímyndunarafl, skerpa form- og fegurðarskyn og
segja okkur fleira um heiminn en okkur hefur dreymt
um að vita. Þær hafa alvöm rödd og hjálpa okkur að
finna okkar eigin rödd.
fnni í þykkum bókum má líka pressa fjögurra laufa
smára til þess að gefa minnstu lesendunum og leyfa
þeim að óska sér.
Bækur gera allt þetta og margt fleira. En fyrst og síð-
ast em þær vinir sem endast ævilangt og þótt ekki væri
nema þess vegna er ætíð ástæða til þess að knúsa þær.
Greinarhöfundur er skáld og blaðamaður.
3