Börn og menning - 01.09.2000, Side 6
BÖRN OC ^ENN|N6
Um bækur og listina að lifa
(Eða: Alvarlegt samtal við káta konu, Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáld.)
í vor sem leið hlaut Vilborg Dagbjartsdóttir viðurkenningu Barna og bóka fyrir störf sín og
skáldskap íþágu barna. Afþessu tilefni spjallaði Guðrún Hannesdóttir við hana um ótta, ör-
yggi, œvintýri ogfleira.
Hræðslan við myrkrið í heiminum sprettur Hvað telurþú aðfenginni langri reynslu að styrki
snemma upp í barnssálinni. Hvernig má stemma börn best og hvað eykur þeim færni og lífsþrótt
stigu við henni? síðar á œvinni?
Ég minnist þess af sjálfri mér, hvað ég kveið fyrir
vetrarmyrkrinu. Það voru bara lampaljós og kertaljós
heima, þar var aldrei rafmagn. Vetumir vom langir því
Seyðisfjörður er þröngur, sólin hvarf og það varð ákaf-
lega dimmt. Á haustin þegar fór að rökkva á kvöldin þá
man ég eftir þessum kvíða og óttanum við myrkrið. Ég
man eftir tilfinningunni þegar maður rétti fótinn fram
yfir rúmstokkinn og var hræddur við eitthvað undir rúm-
inu. Þetta er svo ríkt í
öllum litlum krökkum, að
vera óömgg og hrædd.
Nú til dags em böm mik-
ið ein, það em ekki mörg
börn nema á örfáum
heimilum. Ég var sjálf í
stórum systkinahópi en
eigi að síður minnist ég
sérstaklega myrkfæln-
innar og ég get alveg gert
þá játningu að ég hef
aldrei losnað við hana.
Það er meðal annars vegna þess að þegar ég var að alast
upp var það enn svo að margt fúllorðna fólkið var líka
hrætt. Ottinn við drauga og forynjur var sterkur í menn-
ingunni. Allar fmmstæðar þjóðir hræða böm með Grýl-
um því það er margt sem þarf að passa sig á. Vandinn er
að ganga ekki of langt í því.
Bókmenntimar koma okkur oft til hjálpar. Margar
sögur og ævintýri eiga sér rætur langt aftur í fortíðinni,
jafnvel aftur í forsögulegum tíma og em sérstaklega til
þess gerðar að þjálfa mannfólkið í að ráða við ótta sinn.
Mörg ævintýrin eru alveg hrottaleg og lýsa píslum og
andstyggilegum hlutum en svo endar alltaf allt vel. Hið
góða sigrar og vitneskjan um það gefúr baminu öryggi.
Skáldskapurinn og bókmenntimar em lífsnauðsyn
og það að kenna bömum að tala, hugsa og njóta hlutanna
gerist best gegnum bókmenntimar.
Böm fá mjög snemma mikla þörf fyrir að tjá sig og
að þeim sé sagt frá hlutunum vegna þess að allt er þeim
nýtt. Það er hægt að sýna mjög litlu bami bók og segja
því sögur strax á fyrsta ári. Það er ekkert sem gefúr
bami meira öryggi en að taka það í fangið, sýna því bók
og segja sögu. Það lærir að þekkja orðin og hlutina.
Mörg böm vilja ekki vera skilin eftir ein og liggja í
rúminu sínu og fara að sofa þótt þeim þyki vænt um
rúmið sitt þegar þau em pínulítil. Að sitja hjá þeim,
segja þeim einfalda sögu og syngja fyrir þau eða fara
með vísu, gefur þeim öryggi sem fer með þeim inn í
svefninn. Þetta myndar öryggisvenjur sem em þeim
mikils virði. Margt fólk, jafnvel það sem er ekki mjög
trúað, fer með bænir með bömunum fýrir svefninn til að
skapa þeim öryggi. Eftir því sem bömin stækka og öðl-
ast dýpri skilning og geta betur meðtekið sögur er mikil-
vægara að þau fái stöðugt andlegt fóður, því öll okkar
hugsun byggist í raun og vem á því sem við heyrum í
æsku. Það em hlutir sem við gleymum aldrei. Öll hugs-
un og sköpun veltur á því að við höfúm verið byggð upp
á þennan hátt. Mannkynið hefúr þróað með sér aðferðir
til að koma samhenginu í heimsmynd sinni til skila til
næstu kynslóðar í gegnum goðsögur og ævintýri. Við
eigum auðvitað okkar sérstaka arf, norræna menningar-
arfinn sem er ótrúlega merkilegur einmitt af því hve
tungumálið er gamalt. Þessum arfi getum við ausið af í
goðsögum og fáum síðan sögur úr öðmm menningar-
heimi með kristninni, úr Biblíunni.
4