Börn og menning - 01.09.2000, Síða 8

Börn og menning - 01.09.2000, Síða 8
BÖRN oc aaENN|N6 Mér detta í hug ýmis gömul ævintýri, margar ís- lensku þjóðsögumar. Og svo norrænu goðsögumar sem hafa verið sagðar bömum en fullorðnir hafa jafn gaman af og þau. Það er einmitt einkenni á öllum þessum sög- um að foreldrið, kennarinn, eða hver sem segir söguna hefur jaín gaman af henni og bamið þótt það sé á annan hátt. Ævintýri H. C. Andersen em dæmi um þetta og það gerir hann að heimsins besta ævintýraskáldi, enda notar hann kjama úr ýmsum ævafomum sögnum í ævintýrin. Honum tekst að segja sögur sínar þannig að þær em á mörgum plönum. Bamið nýtur sögunnar á sinn hátt og fær siðaboðskapinn tilreiddan við sitt hæfi en fullorðna manneskjan fær aðra hluti, algildan sann- leika, sem hún nemur og nýtur, af því að hann er sagður af slíkri list. Það er nefnilega þannig með ævintýrin að þeir sem hafa verið svo lánsamir að njóta þeirra í æsku njóta þeirra alla ævi. Er ekki nœðisstundin orðin ein mesta munaðar- vara nútímans? Það er hún sem er svo nauðsynlegt að skapa á heimil- um, bamaheimilum og í skólum og það er mikið reynt til þess. Reynt er að koma saman á ákveðnum tíma dags í algerri kyrrð og hlusta á sögu. Það em hafðir sérstakir sögukrókar á bamaheimilum og nestistíminn í skólan- um oft nýttur til að lesa fyrir börnin. Stundum tekst svo vel til að það skapast algert traust. Mér er minnistætt þegar ég las Elsku Míó minn fýrir bekkinn. Þau lifðu sig svo inn í þá sögu að þetta varð helgistund í hvert sinn. Áður fýrr vom ömmur, afar eða annað gamalt fólk, frænkur eða þjónustufólk á heimilum og hjá þeim gátu böm fundið öruggan stað, sest niður og hlustað á sögur eða vísur. Það er ómetanlegt fyrir bamið að fá tilfínningu fýrir því að sögumaður sé að gefa af sjálfúm sér dýrmæt- an kjama. Að finna mannlega návist, að vera svarað. Þegar verið er að segja sögu þá er ekki verið að nota bamið sem einhverja talþúfú, heldur verða til samskipti og hvenær sem þráðurinn slitnar þá er spurt og efnið ítrekað þangað til sambandið næst aftur og það hittir beint í mark. Þetta tekst oft afskaplega vel á heimilum. Fólk er að segja bömum frá hlutum sem það hefúr reynt í lífinu eða lært, foreldrar eða eldri systkini fara með vís- ur eða þulur. Hvað heldur þú unt gildi þess að þekkja sína eigin arfleifð, að þekkja sitt pláss í tilverunni? Það er afskaplega nauðsynlegt að gera sér grein fýrir því hver maður er, því ef maður ætlar að eiga sér framtíð verður maður að eiga fortíð. Ekki er hægt að sjá fýrir sér framtíð ef maður stendur hvergi! Það er nauðsynlegt að byggja upp þekkingu á sinni eigin menningu, sínu tungumáli og sínu nánasta umhverfi til að geta orðið ör- uggur í heiminum. Eins og Málfríður Einarsdóttir segir: „Einhvemveginn hef ég aldrei verið hvergi.“ Við verðum að eiga samastað í tilverunni. Og William Heinesen, hann leggur þetta svo skemmtilega fyrir: Þar sem við emm, hér og nú, í okkar fátæklega þorpi, þar er nafli heimins. Sjálf heimsmiðjan. Goðsögulegt efni er víða nýtt af miklum móð. Er það vegna þess hve það er auðvelt hráefni fyrir skemmtanaiðnaðinn, eða tengistþetta óöiyggi nú- tímamannsins og skorti á fótfestu? Heimsmyndin hefur alveg breyst og geimurinn hef- ur opnast. Fyrir um það bil 20-30 ámm síðan fór ég að taka eftir því að krakkamir vildu gjaman heyra öðmvísi sögur. Þeir vildu sögur um fljúgandi diska og ýmis fúrðufýrirbrigði sem tengjast geimöldinni. Þegar koma fram ný sannindi og ný vitneskja og vísindi í heiminum verður til þörf og gmndvöllur íýrir nýjar sögur. Það verða til sögur um fljúgandi diska og heimsóknir frá geimverum og þær sögur em afskaplega svipaðar alls staðar. Það er að verða til eins konar ný sammannleg vit- neskja sem er að síast inn og menn skynja þessi fýrir- bæri á svipaðan hátt. Þegar Orson Wells setti á svið Innrásina frá Mars fyrir útvarp og allir trylltust af skelfingu var það vegna þess að það var kominn inn í mannkynið ótti við innrás utan úr geimnum. Síðan hafa verið lfamleidd ósköpin öll af geimvísindaefni. Sjálfri finnst mér afskaplega gaman að lesa góðar og magnaðar geimvísindasögur, t.d. Svarta skýið og sjá kvikmyndir um þessi efni. Þetta var auðvitað ekki efni fýrir böm heldur fýrir mannkynið, því gagnvart þessum hlutum stóðum við öll sem böm og þurftum að finna okkur eitthvert haldreipi. Hvað heldur þú að börn hræöist helst? Ég hef átt því láni að fagna að umgangast böm mikið, sjálf á ég böm og bamaböm og hef passað mikið af bömum. Sonarsonur minn var á heimili hjá okkur þegar hann var mjög lítill, bjó í sama húsi. Þar kynnist ég bami sem fæðist inn í heim tækjanna, sjónvarps og myndbanda og inn í heim myndasögunnar. Ég hafði samanburð við son okkar, föður hans, og vissi hvemig hann óttaðist hluti. Við vomm einhverju sinni að sýna honum kvikmynd sem við vomm að skoða sjálf og var óskaplega falleg, hún var um myndlist. Þá kom í ljós að 6

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.