Börn og menning - 01.09.2000, Page 9

Börn og menning - 01.09.2000, Page 9
BÖRN 06 /v\ENN|N6 það sem hann var hræddur við var þegar komu klippt myndskeið og maður sá aðeins stækkaða hluta af mynd- inni, þá varð hann skelfíngu lostinn. En það sem litli sonur hans, sem vanur var tækninni, var hræddur við voru hlutir sem mann hefði ekki órað fyrir að böm gætu orðið hrædd við. Ég hef tekið eftir þessu með litla krakka. Einhvem tíma var afskaplega falleg mynd íyrir lítil böm í sjónvarpinu. Þá var hann um það bil tveggja ára. Myndin var um litla andarunga og hafði allt til að bera sem ætti að gleðja böm, lítill ungi var að synda á polli. Drengurinn verður svona skelfingu lostinn, rekur upp hljóð og fer að hágráta: Hvar er mamma hans? EFnginn var einn. Hann gat ekki horft á myndina og spurði í sí- fellu hvar mamma ungans væri. Hann varð svona hræddur og óhuggandi og það var ekki nokkur leið að reyna að sannfæra hann um að mamma ungans kæmi síðar, myndi koma. Þegar kominn var háttatími fór hann aftur að gráta yfír þessu. Á því skeiði sem böm byrja að samsama sig hlutun- um, geta þau orðið hrædd við allt annað en við ímyndum okkur að þau óttist. Þetta bam vildi aldrei sjá neitt ljótt. Hann sagði við mig: Ef ég sé það þá fer það inn í höfuðið á mér og verð- ur þar eftir. Þegar hann var fimm ára vora þessar pæl- ingar enn í gangi. Hann vildi aldrei sjá neitt ljótt. Ég vildi bjóða honum að sjá leikritið Gúmmítarzan .vcm þá var verið að sýna í Hafnarfirði. Hann spurði: Er eitthvað ljótt í því? Þegar ég svaraði neitandi sagði hann: Viltu lofa því að vera alveg tilbúin ef það kemur eitthvað ljótt að halda fyrir augun á mér? Hann vildi ekki sjá hluti sem hann gat svo ekki losnað við og hræddu hann á eftir. Heldur þú þá að böm geti ekki á eigin spýtur stjórnað því að hleypa ekki að sér ofhrœðilegum hlutum? Þurfaþau hjálp tilþess? Þegar böm era skilin eftir ein getur það einmitt gerst að þau sjá eða heyra hluti sem setjast að í þeim og sem er mjög erfítt að losa þau við. Þessi drengur spurði mig alltaf þegar ég sagði honum sögu: Endar hún vel? Sag- an varð að enda vel annars vildi hann ekki heyra hana. Hann vildi ekki heyra ljótar sögur eins og Týtuberja- Mæja sagði krökkunum í Kattholti. Hún var ein af þeim sem sögðu ljótar sögur sem fóm illa. Ida litla hafði svo gaman af svona sögum en Emil vildi aldrei hlusta á þær. Ég hef sjálf þýtt bók sem væri einmitt ágætt að ræða um. Hún heitir Græna höndin og er sænsk. Ulf Palmen- feldt safnaði sögunum í bókinni, þær em flökkusögur sem gengu milli skólabama í Svíþjóð. Þær em margar mjög hroðalegar og margar mjög íyndnar. En það má alls ekki lesa Grœnu höndina fyrir böm sem em of lítil. Þau verða alveg ofboðslega hrædd. En krökkum sem em á réttum aldri fmnst þetta einhver skemmtilegasta bók í heimi og geta hlustað á hana og tileinkað sér hana og lært af henni að búa til sögur. Þetta er þeim uppspretta mikillar spennu og ánægju. Það fylgdi þessari bók spóla sem ég las inná sem hét Barnagull og þetta var keypt meðal annars inn á bama- heimilin. Nú, einhvem tíma er ég úti í búð og þá vindur sér að mér kona og segir: Getur þú sagt mér, frú Vilborg hvað á ég að gera við bamið mitt sem þorir ekki eitt á klósett- ið af því að það var einhver sem lét það hlusta á spólu með sögum sem þú hafðir þýtt íyrir lítil böm. Hvemig á ég að lækna bamið þegar þú ert búin að hræða það svona? Ég sagði að mér þætti þetta nú leiðinlegt, að þetta væm ágætar sögur, en þær em alls ekki fyrir yngri börn en svona sjö ára. Þetta var nú flutt fyrir hann á bama- heimilinu sagði hún þá. Og einu sinni hringdi í mig ungur kennari sem kveið óskaplega fyrir yfírvofandi foreldradegi því hún hafði látið krakkana hlusta á Grœnu höndina og sum hefðu orðið svo óskaplega hrædd. Ég sagði henni að ef einhverjir foreldrar hefðu reiðst þessu skyldi hún segja þeim að hringja í mig. Það getur hver maður haldið að spóla með svona titli sem kennari hefur komið að því að 7

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.