Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 10
BÖRN oc /aEN|N|N6
þýða sé eitthvað gott fyrir bömin.
Það er óskaplega mikill vandi að velja rétt efni fyrir
réttan aldurshóp. Það verður líka að gæta sín á því að í
stómm hópi á sama aldri getur verið eitt bam, sem mun-
ar allt upp í tveimur, þremur ámm á í þroska. Þetta er
svo bundið við þroska. Það sem litla bamið hefur gaman
af er allt annað en það sem stærri krakkar og elstu
krakkamir hafa gaman af.
Segðu mér frá trúarbragðakennslu og reynslu
þinni af henni...
Bömum þykir óskaplega gaman að tala um Guð. Eg
kenndi kristinfræði og það mátti aldrei hrófla við kristin-
fræðitímanum, þeim fannst hann svo skemmtilegur.
Þau lærðu meðal annars boðorðin og við ræddum mikið
um þau. Ég kom með steintöflur, það var afgangur frá
því að verið var að gera gólfíð í húsinu hans Þorgeirs. Við
höfðum þær íyrir lögmálstöflur til að geta skrifað lög-
málið á steintöflur eins og Móses gerði forðum. Við
ræddum mikið um gildi lögmálsins, til dæmis um boð-
orðið að enginn geti gert mynd af Guði. Nú er sagt að
maðurinn sé skapaður í Guðs mynd og ég spurði þau
hvort ég gæti þá teiknað mynd af Guði á töfluna, Guð í
bláum kjól með svona trefil og gleraugu? Þeim fannst
það náttúrlega alveg fráleitt. Guð gat ekki verið eins og
ég - það var alveg óhugsandi! Hann var sko ekki eins og
ég og alls ekki í bláum kjól! Þau höfðu óljósa hugmynd
um það að Guð væri gamall maður, kannske með grátt
skegg og svona. Ég spurði þá: Hvar hafið þið séð mynd
af Guði? Er mynd af honum í kirkjunni? Nú skulið þið
bara fara og gá hvort þið finnið einhversstaðar mynd af
Guði og segja mér svo frá. 1 næsta tíma spurði ég svo
hvort þau hefðu fúndið mynd af Guði en þau höfðu þá
bara fundið mynd af Jesú í kirkjunni. Það er vegna þess,
sagði ég, að boðorðið segir að það megi ekki gera mynd af
Guði. Af því að Guð er óhugsanlegur og ef við gerum
mynd af honum þá erum við að gera mynd af einhverju
takmörkuðu. Guð er alls staðar. Hvemig gæti hann verið
það ef hann er bara eins og kona í bláum kjól? Og þau
skildu að Guði er miklu fremur hægt að líkja við and-
rúmsloftið, himin eða haf. Bömum finnst mjög merki-
legt að ræða svona hluti.
Þeim er þetta alvörumál...
Já. Ég var einu sinni klöguð fyrir að hafa kristnað
bam. Móðirin varð afskaplega reið yfir því og það vildi
enginn hlusta á hana. Hún fór til skólastjórans og hann
sagði að þetta væri ráðuneytismál. Hún fór niðrí ráðu-
neyti og þegar hún sagði hver kennarinn væri- það var
litið á mig sem ægilega kommakerlingu á þessum tíma -
þá fóm þeir að hlæja. En þannig var að þetta bam kom
frá útlöndum og var afskaplega hrætt og einmana. Við
vomm að læra kristinfræði eins og átti að gera og efhið
heillaði hana alveg og henni fannst það skemmtilegt.
Spumingin er þessi: Getum við sleppt því að kynna
bömum trúarbrögð? Ef við gemm það á hvaða grundvelli
á þá að byggja? Ef böm fá ekki fræðslu um trúarbrögð
geta þau líka hvenær sem er staðið berskjölduð gagnvart
því að lenda síðar í einhverjum söfnuði sem er stórhættu-
legur. Það hefúr oft gerst og það er mikið framboð af
ýmsum varasömum söfnuðum eins og til dæmis vís-
indakirkjunni og alls kyns heimsendasöfnuðum. Böm
verða að fá ffæðslu um trúarbrögðin. Þrá mannsins til að
skilja hvemig allt varð til og hvað verður, hún er rík.
Margir virðast beinlínis fá þessa trúarþörf í vöggugjöf.
8