Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 11
BÖRN OC MENN|N6
Verða trúarbrögðin aðskilin frá öðrum mýtum?
Taka ekki allar þjóðir sínar mýtur og upphefja
þœr í trúarbriigð til að magna þau upp til
skilningsauka og huggunar?
Við stöndum nú gagnvart því að hér er komin löggilt
ásatrú í landinu. En mýtur, töfrahyggja og ýmis fjöl-
gyðistrú er allt annað en þau trúarbrögð sem byggjast,
eins og til dæmis kristin trú, á því kærleikssambandi
sem fólk hefúr við sinn guð. Það er geysilega mikill
munur á því. Hér er um að ræða mjög sterkar tilfinningar.
Við emm með þjóðkirkju og kristindómur er kenndur
í skólunum og samfélaginu. I sósíalísku ríkjunum var
trúarbrögðunum hafnað og þau kölluð ópíum fyrir fólkið.
Maður hélt að sósíalisminn, kommúnisminn, hefði átt að
geta mótað sitt fólk af svo sterku siðferði að nægði til að
allir „breyttu eins og menn“. En það virðist að upp komi
þvílíkur sori og skelfíng að ekki er hægt að hugsa það til
enda. Og hvers vegna? Af hverju er mönnum ekki nóg
að læra heimspeki og stjómmálakenningar? Það er eins
og þurfi eitthvað fleira.
Þú heldurþá ekki að siðfræðikennsla ískólum geti
komið ístað trúarbragðakennslu?
Marxísk díalektík og sú siðfræði sem þar var dugði
ekki. Auðvitað væri æskilegast að við hefðum samfélag
sem byggt væri á mannréttindasáttmálanum og þeim
sáttmálum sem Sameinuðu þjóðimar em búnar að koma
sér upp og síðan siðfræði sem byggist á þekkingu á sögu
mannkynsins. En við höfúm ekki enn þennan grundvöll.
Og börn hafa þörf fyrir huggun í sorg, öryggi í
bœn og helgisiði.. ?
Það er ekkert annað sem býður upp á það sem gerist
með kærleikssambandi við höfúnd allra hluta, hver sem
hann er, hvað sem hann heitir. Það veitir lotningu fyrir
sjálfu lífínu.
Það er eitt af því sem er svo erfitt: að horfa upp á
ungt fólk sem tekur líf sitt. Ég hef lent í því að ræða við
hópa sem halda því fram að fólk eigi rétt á því. Ef menn
vilji ekki lifa þá sé það þeirra mál. En ég hef spurt á
móti - það var strákahópur sem ég var að tala við -
hvenær gafst þú þér lífið? Þetta er ekki þitt líf, foreldrar
gefa þér lífið og síðan er þitt líf samspil allra þeirra sem
þú hefúr lifað með. Enginn á einn sitt líf. En auðvitað
finnst sumum að allir hafi hafnað þeim. Þetta eru af-
skaplega erfiðir hlutir en ég held að það sé haldreipi í því
að vekja hjá fólki lotningu fyrir því að lífið í sjálfú sér er
öllu æðra.
Hvað er best til þess fallið að vekja þessa lotn-
ingu?
Guð. Ég veit ekki hvað hann er en ég held að ef Guð
er til þá hljóti skepnan, þá á ég við allt sköpunarverkið,
að rata til hans. Það þarf ekki ótal milliliði.
Hvað hefur þú sjálflœrt aflöngum samvistum við
börn?
Einkum það hvað skiptir miklu máli að koma til dyr-
anna eins og maður er klæddur. Það á að segja bömum
satt, svara einlægum spurningum þeirra og tala við þau
í einlægni á móti. Ég hef lært hvað hægt er að hafa mik-
il og náin samskipti við börn, hvað þau em opin fyrir
því að deila reynslu með öðmm. Það er svo þakklátt starf
þegar manni tekst að hitta á þær óskastundir að geta sagt
þeim eitthvað sem skiptir þau máli.
Guðrún Hannesdóttir
Barnabœkur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur
Alli Nalli og tunglið. Myndskreytt af Sigríði
Bjömsdóttur. 1959
Sögur afAlla Nalla. Myndskreytt af Friðriku
Gestsdóttur. 1965
Sagan af Labba pabbakút. Myndskreytt af
höfundi. 1971
Alli Nalli og tunglið. 2. útg. Myndskreytt af Gylfa
Gíslasyni. 1976
Langsum og þversum. 1979 og 1982
Tvær sögur um tunglið. 1981
Sögusteinn : tekið saman, þýtt, endursagt og fmm-
samið af V. D. Myndskreytt af Önnu Cynthiu
Leplar. 1983
Bogga á Hjalla. Myndskreytt af Önnu Cynthiu
Leplar. 1984
Barnanna hátíð blíð : sögur, söngvar og fróðleikur
um jólin. Myndskreytt af Hlín Gunnarsdóttur.
1993
Vilborg hefur einnig þýtt fjölmargar bækur fyrir
böm, meðal annars eftir Astrid Lindgren og Mariu
Gripe.
9