Börn og menning - 01.09.2000, Page 12
BÖRN OC ^aEN|N|N6
í fótspor frumbyggjanna
Einn þeirra höfunda sem hlaut viðurkenningu Barna og bóka síðastliðið vor var Stefán Aðal-
steinsson fyrir bók sína Landnámsmennirnir okkar: Víkingar nema land sem gefin var út af
Máli og menningu 1999. Þegar nánar er að gáð hefði viðurkenningin fullt eins mátt vera fyrir
framlag Stefáns til útgáfu íslenskra frœðibókafyrir börn, svo stór er þáttur hans íþeim eyði-
lega afkima bókaútgáfunnar hér á landi.
Stefán Aðalsteinsson
er ættaður úr Norður-
Múlasýslu og lauk
stúdentsprófi frá MA
árið 1950. Hann er bú-
fræðingur frá Bænda-
skólanum á Hólum, bú-
fræðikandídat frá Land-
búnaðarháskóla í Nor-
egi og var í framhalds-
námi við ullarrannsókn-
ir, tölfræði og kynbóta-
fræði við háskólana í
Leeds, Edinborg og
Cambridge. Stefán lauk doktorsprófi frá tölfræðideild
Edinborgarháskóla 1969.
Stefán hefúr verið afkastamikill á ýmsum sviðum,
bæði í búfræði, erfðaífæði, tölffæði, náttúmffæði og ýmsu
öðru. Hann hefúr kennt við Bændaskólann á Hvanneyri,
Tækniskólann og Háskóla íslands og verið virkur í alls
konar félagsstörfúm. Stefán hefur einnig verið iðinn við
ritstörf. Eftir hann liggur fjöldi greina og ritgerða um
fræðileg efni, meðal annars um uppruna bæði íslensku
þjóðarinnar og húsdýranna sem hér hafa þreytt þorrann
í fleiri aldir ásamt mannfólkinu.
Það var þvi engin tilviljun að forstöðukonur bókaút-
gáfúnnar Bjöllunnar leituðu einmitt til Stefáns árið 1981
í þeim erindagjörðum að fá hann til að skrifa bók um
sauðfé sem átti að vera auðlæsileg fyrir böm og unglinga
og nýtast sem ítarefni í skólum. í kjölfarið kom frá Stef-
áni bókin Sauðkindin, landið og þjóðin. En þetta var að-
eins upphafið að gjöfúlu samstarfi Stefáns og Bjöllunnar
því á eftir fylgdu fleiri bækur um náttúru- og dýralíf:
Húsdýrin okkar (1982), Fuglarnir okkar (1985), Villtu
spendýrin okkar (1987) og Blómin okkar (1992). Fyrstu
þrjár bækumar hafa verið endurútgefnar á undanfömum
ámm eftir að bókaútgáfan Bjallan sameinaðist Máli og
menningu. Auk þess hefúr Stefán unnið að gerð ffæðslu-
myndbanda fyrir böm í samvinnu við Námsgagna-
stofnun.
Þá tengdi Stefán á skemmtilegan hátt borgarlíf og
sveitalíf í augum bams í bamabókinni Kappi á kross-
götum: af ævintýrum Jóa í borg og sveit, sem MM gaf
út 1997.
Víkingar nema land
1 bókinni Landnámsmennirnir okkar heldur Stefán
áfram að fræða bömin en nú er viðfangsefnið hvorki nátt-
úm- né dýralíf heldur upprunasaga okkar íslendinga.
Um efni bókarinnar segir svo aftan á bókarkápu:
„Þessari bók er ætlað að fræða unga lesendur um upphaf
byggðar á íslandi, hvaðan fólkið kom sem settist hér að,
og hvemig lífi það lifði. Á landnámsöld sigldu víkingar
víða um heiminn, oft fóm þeir með ófriði en hingað
komu þeir með friði til þess að nema óbyggt land. í bók-
inni em sögur af nokkmm forfeðrum okkar í heimalandi
10