Börn og menning - 01.09.2000, Síða 13
BÖRN 06 MENN|N6
sínu, Noregi, þar sem þeim þótti þrengt að sér. Þeim er
síðan fylgt yfir hafíð til íslands en hingað fluttu þeir með
sér trúarbrögð og siðvenjur ásamt hinu foma norræna
máli.“ Óhætt er að segja að ætlunarverkið hafi tekist vel
og gott betur því auk þessa hefur bókin heilmikið
skemmtigildi. En með vísun í það sem segir aftan á
bókarkápunni hefði kannski mátt velja friðsamlegra
myndefni framan á kápuna en víkingahjálm og spjót!
Hvaðan komum við?
Landnámsmennimir okkar hefst á forsögu þar sem
raktar em ástæður þess að norskir bændur lögðust í vík-
ing og tóku síðan að nema
lönd á ijarlægum slóðum.
Fjallað er um skipasmíðar
Norðurlandabúa og hvemig
úthafsskipin opnuðu ungum
bændasonum nýjan heim,
enda vom framtíðarmögu-
leikar þeirra í Noregi litlir
sökum þröngbýlis. í öðmm
kafla víkur sögunni að ofríki
Flaralds hárfagra og hvemig
það varð til þess að þeir sem
hann var óvinveittur flúðu
með ljölskyldur sínar til ís-
lands sem þá var nýfundið
og óbyggt.
Áður en kemur að hinum
eiginlegu frásögnum af ein-
staka landnámsmönnum
íjallar Stefán einnig um
uppruna okkar íslendinga
og hvaða aðferðir hafa verið
notaðar til að kanna hann og einnig hvemig fomleifar
em rannsakaðar og aldursgreindar. Það hefúr lengi verið
mörgum hugleikið að vita sem gleggst um uppruna okk-
ar og hafa sumir viljað halda því fram að í okkur sé
meira írskt blóð en í fyrstu var talið. Stefán hefur hins-
vegar komist að gagnstæðri niðurstöðu og leggur sig í
íramkróka við að rökstyðja að landnámsfólkið hafi að
mestu komið frá Noregi. Þessi skoðun er þó alls ekki
óumdeild og umræðan um uppmna okkar íslendinga
sjálfsagt ekki til lykta leidd.
Stefán segir firá þessum landnámsmönnum: Ingólfí
Amarsyni, Skallagrími Kveldúlfssyni, Þórólfí Mostra-
skegg, Auði djúpúðgu, Gísla Súrssyni, Þórði hreðu, Ingi-
mundi gamla, Flelga magra, Ásbimi dettiás og Finn-
boga ramma og loks Katli þrym og Graut-Atla Þóris-
sonum, auk þess sem hann segir frá Hrafna-Flóka.
A ferð með víkingum
Sé horft á bókina í heild má segja að Stefán fari með
lesendur í einskonar hringferð um landið. Hann rekur
landnám þessa fólks frá Suðvesturlandi í landnámi Ing-
ólfs og fer vestur og norður um land og endar loks aust-
ur á Héraði. En þetta er ekki eina ferðalagið sem lesend-
ur takast á hendur því þeir fylgja líka hverjum land-
námsmanni í ferð sem oftast hefst í Noregi og lýkur hér
á landi þar sem hann sest að.
Frásagnimar af landnámsmönnunum er mislangar
og mismunandi umljöllunarefni verður fyrir valinu í
hverjum kafla. Gera má ráð fýrir að þetta helgist annars
vegar af því hvaða heimildir em tiltækar og að hinu
leytinu hafí Stefán valið það
efni sem hann taldi höfða
mest til bama. En þegar vel
er að gáð má líkja ffásögun-
um við myndbrot sem raðast
saman og gefa smátt og
smátt nokkuð glögga mynd
af lífi forfeðra okkar. Við
fáum að vita hvers vegna
þeir yfírgáfu ættjörðina og
freistuðu gæfunnar í ókunnu
landi. Við kynnumst stað-
háttum þar sem þeir námu
land, búskaparháttum,
átrúnaði, þjóðfélagsháttum í
landinu og þannig mætti
lengi telja. Ekki er ósenni-
legt að við val á efni hafí
verið stefnt að því að draga
upp skýra mynd en forðast
endurtekningar.
Einnig hefur skemmtigildið
áreiðanlega verið haft í huga því sumir kaflamir em
bráðskemmtilegir og vil ég þar sérstaklega nefna sög-
umar um Urðarkött og Þórð hreðu.
Til nánari skýringa
Stefáni tekst aðdáunarvel að gera þetta foma efni
læsilegt fyrir unga lesendur án þess þó að skrifa niður til
þeirra. Eins og nærri má geta þarfnast umfjöllunarefnið
oft nánari skýringa en í þeim efnum notar Stefán tvær
aðferðir. Hann fléttar orðskýringar lipurlega inn í megin-
málið þannig að þær verða eins og hluti af frásögninni.
Á bls. 53 segir til dæmis: „Bæimir Sæból og Hóll lágu
hvor við annan og vom sameiginlegir túngarðar, og
bjuggu þeir mágar þar nú í góðum vinskap. Þorgrímur
átti goðorð, en það merkti að hann var höfðingi yfír
ákveðnum mönnum sem vom þingmenn hans.“
11
IL