Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 16
BÖRN o C /v\ENN|N6
Ana Maria Machado
Ana Maria Machado er fædd í Rio de Janeiro árið
1941 og hefiir skrifað 105 bækur, flestar fyrir böm og
unglinga. Auk þess hefur hún þýtt fjölmargar sígildar
bamabækur á portúgölsku þar á meðal Lísu í Undra-
landi, Pétur pan og Leynigarðinn.
Ana Maria stundaði tungumálanám í Bandaríkjunum
og á Ítalíu en tók að lokum doktorspróf í málvísindum í
París undir handleiðslu Roland Barthes. Hún bjó um
árabil á Englandi og hefur starfað sem blaðamaður og
háskólakennari en hóf að skrifa fyrir böm árið 1969
þegar herforingjastjóm var við völd í Brasilíu. Verk
hennar hefðu að öllum líkindum verið bönnuð af yfir-
völdum hefði þeim verið ljóst að í þessum meinleysis-
legu bamabókum var fólgin bæði þjóðfélagslegur og sið-
ferðislegur boðskapur.
Ana Maria hefur áunnið sér mikla virðingu fyrir
meistaralega meðhöndlun á portúgalskri tungu. Hún
hefur skrifað fjölmargar bækur fyrir byrjendur í lestri og
þannig lagt mikið af mörkum til að efla læsi meðal al-
mennings í Brasilíu.
Fmmleg notkun Önu Mariu á tungumálinu gerir það
að verkum að fantasíur hennar öðlast blæ raunveruleik-
ans og hefúr henni verið skipað á bekk með Gabriel
García Márquez, Jorge Luis Borges og öðmm suður-am-
erískum höfundum sem skrifa undir merkjum
töfraraunsæis. Þrátt fyrir það að verk Önu Mariu geti
ekki talist einföld hafa þau náð miklum vinsældum og
selst feikivel. Einnig hafa þau verið þýdd á ljölmörg
tungumál en fram að þessu hefur ekkert þeirra verið þýtt
á íslensku. Enda þótt Ana Maria hafi tekið virkan þátt í
að efla lestrarkunnáttu í heimalandi sínu telur hún lestur
ekki hafa gildi í sjálfu sér. Gildið felist í því sem lesið er.
Henni er í nöp við ógagnrýna notkun bamabóka í skóla-
starfi og telur að kennarar sem hvetja til lesturs létt-
vægra og jafnvel kjánalegra bóka eingöngu vegna þess
að krakkamir laðast að þeim séu um leið að kasta á glæ
tækifæmm til að víkka sjóndeildarhring bamanna og
birta þeim fegurð góðra bókmennta.
Anthony Browne
Anthony Browne er fæddur í Sheffíeld á Englandi
1946 og hefúr verið að myndskreyta bækur í aldarijórð-
ung. Hann hefur myndskreytt sögur annarra höfúnda en
þó einkum sínar eigin undanfarin ár. Fyrsta bók hans,
Through the Magic Mirror, kom út 1976 en sú nýjasta,
Voices in the Park, 1998. í þeirri síðamefndu hefúr Ant-
hony tekið annað verk sitt, A Walk in the Park, til endur-
skoðunar og breytt fúllorðna fólkinu í górillur en böm-
unum í simpansa. Segja má að þessi breyting á persón-
unum sé liður í þróun sem orðið hefur á persónum í bók-
um Anthonys og hófst með bókinni Górilla sem kom út
1983. Hún er jafnframt eina bók hans sem komið hefur
út í íslenskri þýðingu (1994, bókaútgáfan Himbrimi,
Kópavogi). Þessi árátta Anthonys að teikna menn sem
górillur (eða górillur sem hafa mannlega eiginleika) hef-
ur að vonum vakið spumingar og kallað á mismunandi
túlkanir. Sjálfur segir Anthony að sýn hans á górillur
tengist afstöðu hans til föður síns sem var atvinnuboxari
og virtist óbugandi í huga bamsins. Hann hvatti Ant-
hony og bróður hans til að taka þátt í íþróttum en gaf sér
jafnframt tíma til að yrkja með þeim ljóð og teikna
myndir. Það var kaldhæðni örlaganna að þessi líkamlega
sterki maður dó skyndilega úr hjartaslagi tiltölulega
ungur. Þessi lífsreynsla birtist hvað eftir annað í górill-
unum í bókum Anthonys sem em að sönnu stórar og
sterkar en líka tilfinninganæmar og viðkvæmar.
Sögur Anthonys gerast venjulega innan veggja
heimilisins og segja frá hverdagslífi fjölskyldna og at-
vikum sem margir þekkja af eigin raun, til dæmis
þeirri reynslu að eignast systkini eða vinna heimilisstörf.
En í hugarheimi Anthonys umbreytist þessi sameigin-
lega reynsla okkar fyrir áhrif súrrealískrar tækni og
absúrdisma. í myndum hans er þar að auki að finna fjöl-
margar vísanir í þekkt málverk, styttur, persónur úr
ævintýmm og persónur og atvik úr hans eigin bókum.
Allt þetta vekur sterk hughrif og dregur lesendur að
myndunum aftur og aftur.
Aðalfundur Barna og bóka
Aðalfundur Bama og bóka - íslandsdeildar IBBY
var haldinn í Lækjarbrekku 11. maí síðastliðinn. Auk
hefðbundinna aðalfundarstarfa var lögð fram tillaga að
breytingu á fyrirkomulagi við boðun aðalfundar. Aðal-
fundarboðið hefúr verið sent félagsmönnum í pósti ffam
að þessu en með tilliti til þess hve fáir mæta þykir þetta
fyrirkomulag of kostnaðarsamt. Samþykkt var að boða
framvegis aðalfúnd með tilkynningu í dagblöðum. Á
fúndinum var einnig samþykkt að bjóða Önnu Heiðu
Pálsdóttur setu í stjóm Bama og bóka og nú hefúr verið
ákveðið að að bjóða auk hennar Oddnýju Jónsdóttur,
bamabókaritstjóra hjá Vöku-Helgafelli sæti í stjóminni.
14