Börn og menning - 01.09.2000, Page 17
BÖRN 06 MENN|N6
Vorvindar - viðurkenningar Barna og bóka
Viðurkenningar Bama og bóka voru veittar að venju
síðastliðið vor í ijórtánda sinn. I stað þess að halda sam-
komu í Norræna húsinu á Sumardaginn fyrsta eins og
tíðkast hefur fór athöfnin fram 10. maí fyrir hádegi.
Ástæðan fyrir því að breytt var út af venjunni var sú að
stjómin taldi vera svo margar samkomur á boðstólum
fyrir böm og fullorðna á Sumardeginum fyrsta að fáir
væm líklegir til að koma í Norræna húsið. Stjóm Bama
og bóka hefúr ákveðið að gefa viðurkenningunum nafnið
Vorvindar. Að þessu sinni hlutu þrír rithöfundar Vor-
vinda - viðurkenningu Bama og bóka: Vilborg Dag-
bjartsdóttir, sem nú stendur á sjötugu og er að ljúka síð-
asta starfsári sínu sem kennari við Austurbæjarskóla.
Hlaut hún viðurkenningu fyrir störf sín og skáldskap í
þágu barna. Stefán Aðalsteinsson hlaut viðurkenningu
fyrir bók sína Landnámsmennirnir okkar (Mál og
menning 1999) og Yrsa Sigurðardóttir fyrir bók sína,
Við viljum jólin í júlí (Mál og menning 1999). Öllum
nemendum í bekk Vilborgar var boðið á samkomuna
ásamt tónmenntakennara og tóku þau lagið fyrir og með
gestum. í tilefni af viðurkenningunum er viðtal við Vil-
borgu Dagbjartsdóttur í þessu blaði og umljöllun um
bók Stefáns Aðalsteinssonar. Grein um bók Yrsu bíður
birtingar í næsta blaði.
Bókakaffi Barna og bóka
Annað bókakaffi Bama og bóka var haldið á Súfist-
anum 27. janúar síðastliðinn. Andri Snær Magnason, rit-
höfundur fjallaði um „Únglingabækur“ og er erindi
hans birt í þessu blaði. Anna Heiða Pálsdóttir, bók-
menntafræðingur sagði frá hinum geysivinsæla Harry
Potter en heilmikinn fróðleik er að finna um hann á
heimasíðu Önnu Heiðu, www.mmedia.is/ah/
Þriðja bókakaffi Bama og bóka var haldið á Sólon ís-
landus 24. maí. Þar fjölluð Guðrún Helgadóttir rithöf-
undur, Gunnar Helgason leikari og Pétur Eggerz frá
Möguleikhúsinu um leikhús fyrir börn og ýmislegt
annað sem varðar bamamenningu.
Ráðstefna í Gerðubergi
25. mars síðastliðinn var haldin ráðstefha í Gerðubergi
undir yfírskriftinni „Galdrar, goðsagnir og fantasía í
bamabókmenntum“. Á ráðstefnunni vom haldin fróð-
leg erindi og spunnust út frá þeim ijömgar umræður.
Erindin voru þess:
Frá goðsögnum til œvintýra, Sölvi Sveinsson, skóla-
meistari í Fjölbrautarskólanum Ármúla
Aðrir heimar, Anna Heiða Pálsdóttir, bókmenntafræð-
ingur
Börn, fantasía og veruleiki, Sigríður Albertsdóttir,
bókmenntafræðingur
Að horfa framan í heiminn, Ásgrímur Sverrisson, kvik-
inyndagerðarmaður.
Erindi Sölva og Ásgríms eru birt í þessu blaði. Aðráð-
stefnunni stóðu Menninganniðstöðin Gerðuberg, Böm
og bækur, Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsinga-
ffæða, Félag skólasafnskennara, Skólasafnamiðstöð
Reykjavíkur og SÍUNG, samtök bamabókahöfunda.
Norrœnt samstarf
Stjórnir IBBY-samtakanna á Norðurlöndum hafa
með sér nokkuð náið samband. Einu sinni á ári er hald-
inn sameiginlegur fundur norrænu deildanna með full-
trúum frá hverju landi og á þeim em kynnt staða félag-
anna og framkvæmdir á liðnu ári og lagt er á ráðin um
sameiginleg áhugamál. Menntamálaráðuneytið hefur
jafnan greitt fyrir þessar fúndarferðir íslenska fulltrúans
og er sá stuðningur hér með þakkaður.
Síðasti samnorræni fúndurinn var haldinn i Fred-
rikstad í Noregi í apríl síðastliðnum. Fundinn sótti nor-
rænn tengiliður Bama og bóka, Guðrún Hannesdóttir.
Norrænu félögin standa einnig saman að útgáfú Nordisk
blad einu sinni á ári. Blaðinu er dreift til allra félags-
manna Bama og bóka. Nordisk blad 2000 mun fjalla
um verðlaun og verðlaunabækur síðustu þriggja ára á
Norðurlöndum.
15