Börn og menning - 01.09.2000, Page 18

Börn og menning - 01.09.2000, Page 18
BÖRN 06 mENN|N6 Andri Snær Magnason: „Únglingabækur" geta verið stórskaðlegar Á bókakaffi sem Börn og bœkur og SÍUNG héldu á Súfistanum 27. janúar síðastliðinn sagði Andri Snœr Magnason viðstöddum frá því hvers vegna hann hefði bullandi fordóma gagnvart ,, Únglingabókum “ (með stóru Ú-i). Hann veitti okkur góðfúslega leyfi til að birta erindi sitt. Um daginn var forlagið mitt að semja kynningarefni íyrir mig og þar var meðal annars sagt að ég hefði samið ýmiss konar skáldskap, meðal annars fyrir unglinga. Eg neitaði því og var þá spurður hvort MH leikritið hefði ekki verið leikið af unglingum og fyrir unglinga. Ég gat ekki neitað því, vissulega var leikhópurinn skipaður fólki frá 16-20 ára en ég áttaði mig á því að ég hafði ein- hverja bullandi fordóma gagnvart unglingabókum svo ég fór aðeins að rannsaka þá. Ég komst að því með örfáum undantekningum að mér fannst næstum allt að Unglingabókum en þá er ég að tala um unglingabækur með stóru Ui og einkum þær sem hafa orðið metsölubækur. A meðan flestur skáldskapur endist sæmilega, bæði umbúðir og innihald þá er unglingabók eins og mynd af fermingarbami, hún er orðin hallærisleg áður en hún kemur úr framköll- un. Og það er sama hvemig litið er á þessar bækur; framsetningu, graflska hönnun, tungumálið, frumleika, umljöllunarefnin eða til dæmis á plottið, allt svo rígbundið tíðar- andanum eða réttara sagt ofhlaðið af tíðar- andanum. Höfundur reynir að yngja sig upp með því að vísa í hluti sem hann þekkir úr auglýsingum og nálgast í rauninni lesendur sína á svipaðan hátt og auglýsinga- maður markhóp: Það á að höfða til unglinganna og skrifa það sem unglingar „vilja lesa um“ og það sem unglingamir „vilja lesa um“ er svo auðvitað það sama og markaðsstjórar beina að þeim vegna þess að hugmyndir höfundanna um líf unglinganna virðist komið frá markaðsstjórunum. Hversu oft hefði Jón Oddur og Jón Bjarni verið endurprentuð ef bókin hefði verið unglinga- bók „í takt við tíðarandann“ og heitið „Algjörir hippar“ eða „Mergjaðir tvíbbar“, Litliprinsinn væri „Ýkti prins- inn“? Hvemig fýndist mönnum Ronja rœningjadóttir ef hún væri ótrúlega vel vaxin með sítt ljóst hár og þrýstin brjóst eins og allar aðalpæjur unglingabókanna? Ég fór að pæla í því hvemig á þessu gæti staðið, hvers vegna bamabækur og fúllorðinsbækur virðast geta enst endalaust og dugað hverri kynslóðinni á fætur annarri en unglingabækur em eins og grænmetið í Bón- us, ónýtar áður en maður kemur heim úr búð- inni. Og svo er það önnur þversögn í málinu, unglingabækur em yfirleitt ekki lesnar af unglingum heldur af krökkum á aldrinum 11 - 14 ára. Það þykir ekki gæfúlegt að vera 16 ára og eiga „gmnsamlega nýjar“ unglingabækur. En nú gæti einhver sagt, jú unglingabækur em nauðsynlegar vegna þess að krakkar lesa aðeins upp fyrir sig, þeir em forvitnir og vilja fræðast um hvemig það er að verða unglingur, um ástina, kynlífið, drykkjuna og annað „sígilt“ um- fjöllunarefúi bókanna og það er eitthvað sem menn hafa einfaldlega ekki áhuga á eftir að á aldurinn er komið. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að margar þessar bækur geti hreinlega verið stórskaðlegar. I stað þess að opna fyrir manni heim unglingsáranna og ótæmandi möguleika framtíðarinnar og frelsið sem mað- 16

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.