Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 20

Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 20
BÖRN oc /'AENNiNG uppíyllir sagan kynóra unglings sem lætur sig dreyma um að gröð stelpa guði á gluggann. En ef maður hefur í huga að bókin er einkum lesin af 11 -13 ára krökkum þá fer maður að efast. Og það er freistandi að spyrja, hvaða máli skiptir þessi texti? Skiptir hann nokkuð meira máli og er hann nokkuð mikilvægari en annar texti sem hellt er yfir ung- lingana í blöðum, sjónvarpi, útvarpi og spjallrásum? Er ekki alveg eins gott að fá orðaforðann úr Mogganum og kynörvun á netinu eða símasexinu? Er kannski svo komið að menn eru fegnir að unglingar skuli yfírleitt lesa? Er eitthvað æskilegt í sjálfú sér að þrýsta þrýstnum brjóstum á allar fjórtán bráðum fimmtán ára söguhetj- umar og festa þannig minnimáttarkenndina í sessi? Markaðslega em unglingabækur fastar í ákveðnu fari. Meginstraumurinn er fastur í klisjunum og ef höf- undur vill gera eða tekst að gera vandaða og góða ung- lingabók þá verður hann að ganga inn í þessa hefð og vera stillt upp við hlið þess sem hann vill ekki vera í samhengi við. ímyndið ykkur ef ástarsögur væm megin- straumur í skáldsagnabransanum. Þeir sem skrifa skáld- sögu þyrftu að vera í samhengi við Rauðu seríuna og Barböm Cartland, vera pakkað í svipaðar umbúðir og sömu kröfúr væm gerðar til bókanna. En hvemig ættu raun- vemlegar unglingabækur að vera? Ættu þær ekki að minnsta kosti að vera lesnar af unglingum, 14 - 19 ára en helst af öllum eins og allar góðar bækur? Ef bók er samin þannig að hún móðgar ekki 19 ára manneskju vitsmunalega þá hlýtur hún að teljast alvöm skáldverk. Er ekki betra að menn lesi bók 14 ára og uppgötvi síðan einhverja dýpt í því þegar menn eldast í stað þess að fýllast skömm á bókunum með aldrinum. Heima á ég plötur með U2, Pixies og Public Enimy, allt sveitir sem maður hlustaði á í 10. bekk og vom vin- sælar. Þessi tónlist hefur öll staðist tímans tönn, um- gjörðin var hönnuð af fremstu hönnuðum þess tíma og hún stendur algerlega sem vandað verk, nákvæmlega eins og flest skáldverk em í fullu gildi frá þessum tíma og bamabækumar líka. Hvers vegna ekki unglinga- bækur? Getur ástæðan legið í því að þetta var ekki ung- lingatónlist sem maður hlustaði á, heldur tónlist sem menn vom að skapa fýrir sig sjálfa og þar af leiðandi varð hlustendahópurinn frá 14 ára til þrítugs? Þetta voru ekki menn sem vom að hugsa hvað ætli 14 ára unglingur vilji hlusta á og þetta vom ekki tónlistarmenn sem vom ofúmppteknir af útliti sínu. Það var aftur á móti til tón- list sem reyndi að höfða sérstaklega til unglinganna og hún hefur enst jafn illa og unglingabækur. Ég er að spá í hvort unglingabækur sem samheiti séu ekki einhver misskilningur, leifar frá þeim tíma þegar unglingurinn var sæmilega vel skilgreindur undir lög- aldri en eftir það varstu fullorðinn. Mér finnst eins og mynstrið hljóti að vera gjörbreytt síðan menn fundu upp „viltu byrja með mér“ konseptið, að minnsta kosti markaðslega. Ung- lingar em einn stærsti neytendahópurinn en hann virðist ekki kaupa bækur nema tilneyddur á haustin og kannski er það vegna þess að menn hafa ekki reynt að selja þeim sjálfum bækur eins og hljómsveit reynir að seljaþeim tónlist. Ég er að spá í hvort hinn raunvemlegi unglingur sé ekki á aldrinum 13-25 og því sé í rauninni fráleitt að skrifa niður fyrir sig fyrir þennan aldur eða eftir ákveð- inni formúlu. Hvort hann sé ekki nákvæmlega jafn þyrstur í eitthvað vandað og fmmlegt eins og hver annar og að bækur fyrir þetta fólk geti menn alveg eins lesið sem em þrettán og tjórtán ára. Menn þurfa bara að finna leiðir til að vekja áhuga þeirra án þess að veikja áhuga hinna fullorðnu. Höfundur er rithöfundur 18

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.