Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 21
BÖRN 06 MENN|N6
Anna Heiða Pálsdóttir, bókmenntafrœðingur:
„Hvað er með ásum?
Hvað er með álfum?"
Norræn goðafrœði í íslenskum barnabókum
Þessi grein er byggð á fyrirlestri sem greinarhöfundur flutti á fundi íslandsdeildar IBBY og
SIUNG (Samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda) í Gunnarshúsi haustið 1999 en
þar var jjallað um hlut norrænnar goðafræði í íslenskum barnabókum. Fyrst var rætt um hlut-
verk goðsagna yfirleitt og þátt þeirra í mótun sjálfsvitundar, síðan voru athugaðar nokkrar
bœkur eftir íslenska og erlenda höfunda sem hafa norrœna goðafræði að viðfangsefni. Þá voru
rakin ýmis ajbrigði norrænnar goðafræði og hvernigþau koma fram í íslenskum barnabókum.
Að lokum voru skoðaðar nokkrar hugsanlegar ástœður fyrir því að íslenskir barnabóka-
höfundar leituðu ekki í ríkari mœli til þessa sagnabrunns - sem er þó svo samojinn íslenskri
menni ngarvi tund.
Bækur, myndasögur og tölvuleikir með hetjum úr
norrænni goðafræði hafa að sögn bókavarða notið mikilla
vinsælda hjá íslenskum bömum og unglingum á undan-
fömum ámm. Böm heillast af ævintýrum goðanna og
viðskiptum þeirra við jötna og dverga; þau hlæja að
klækjunum sem Loki beitti goðin og þeim úrræðum sem
goðin beittu á móti. Um leið og þau njóta skemmtunar-
innar em þau að eignast hlutdeild í þeirri aldagömlu
hefð að hlusta á goðsögur. Sögumar um Óðin, Þór og
Freyju og átök þeirra við umhverfið eru þær goðsagnir
sem fyrstu íslensku landnemamir höfðu í farteskinu og
þær áttu sinn þátt í að móta upphaf íslenskrar menn-
ingar. Á Eddukvæðunum og Snorra-Eddu, sem eru
helstu heimildir heimsbyggðarinnar um norræna goða-
fræði og lífssýn manna í heiðni, hvílir gmnnurinn að ís-
lenskri sjálfsvitund. Þannig er norræn goðafræði að
miklu leyti samtvinnuð okkar menningarvitund þó svo
að meginhluti þjóðarinnar aðhyllist nú kristna trú. Því
kemur ekki á óvart að íslensk böm skuli njóta þess að
heyra sögur sem em byggðar á norrænni goðafræði. Hitt
kemur meira á óvart þegar litið er á höfundamöfn þess-
ara verka að þau em flest erlend að uppmna. Af ein-
hverjum ástæðum hafa íslenskir barnabókahöfundar
ekki nýtt sér þennan menningararf okkar sem skyldi,
þannig að til þess að íslensk böm fái notið hans þarf að
þýða verk erlendra höfunda yfír á íslensku.
Goðsagnir
Goðsagnir (eða mýtur eins og sumir vilja kalla þær)
hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára og þær eiga ríkan
þátt í menningarsögu heimsins. Þær hafa verið notaðar í
ýmsum menningarsamfélögum til að hjálpa mönnum að
útskýra samband sitt við umhverfið, tilgang lífsins og
óumflýjanleika dauðans. Goðsagnir eiga ríkan þátt í að
halda menningarsamfélagi saman, ásamt tungumáli og
hefðum. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir skilgreindi
hlutverk goðsagna þannig í hringborðsumræðum um
þjóðemi við H.Í., sem Þorvarður Ámason stýrði:
í mannfræðinni fáumst við við mýtur, eða goð-
sögur, og höfum tvær meginaðferðir til að skoða
þær. Annars vegar að líta á goðsögur sem
nokkurs konar réttlætingu fyrir status quo,
þ.e. að goðsagan útskýri af hverju samfélagið
og menningin em eins og þau em, af hverju
þetta er svona og ekki öðruvísi. Mýtan verður
þannig nokkurs konar grundvallarlög eða
stjómarskrá samfélagsins...
Og svo er hin aðferðin, kennd við Lévi-Strauss
19