Börn og menning - 01.09.2000, Side 29

Börn og menning - 01.09.2000, Side 29
BÖRN OG MENN|N6 Sölvi Sveinsson: Einu sinni var... Afhverju eiga (þurfa) börn að lesa ævintýri? I upphafi er rétt að skilgreina hvað mér finnst að prýða þurfi bók til þess að hún teljist góður lestur fyrir börn: I fyrsta lagi þarf hún að vera skemmtileg, sýna börnum veröldina og sig sjálf í nýju Ijósi, höfða til ímyndunarafls og vera á hæfilega ögrandi máli. I öðru lagi þarfhún að vera gefin út með reisn! Ævintýri er önnur höfiiðgrein þjóðsagna, sú sem ekki var ætlast til að menn tryðu. Þau eru óbundin í tíma og rúmi og ímyndunaraflið er í öndvegi. Þau fjalla um vandamál sem öllum mönnum eru sameiginleg, enda er sama ævintýrið til í fjölda landa, lagað eftir aðstæðum á hverjum stað; Mjallhvít heitir Vilfríður Völufegri hjá Jóni Ámasyni. Kannski hafa íslendingar þá sérstöðu að dýr em ógjarnan aðalpersóna nema ef vera skyldi Búkolla. Þjóðsögur, aðrar en ævintýri, gérast oft á kunnug- legum slóðum, persónur em gjaman nafnkunnar, en síð- an em aðrar sem lýsa alls konar vættum, skrímslum, draugum og ekki sízt útilegumönnum og huldufólki. Ekki skal sett á ræða um þessar bókmenntir hér, heldur einungis viðmð sú hugmynd hvort með sögum af þessu tagi hafi verið markaður leikvöllur bama, að hættur sem steðjuðu að í umhverfinu hafi verið persónugerðar: Ef þú ferð niður að vatni kemur nykurinn og tekur þig! í steini á gilbarmi býr álfurinn og hann er ekki kátur þegar hann er tmflaður með ærslum! Skessan er í Svartagili! Ef þú ferð lengra en að Hádegishóli gæti útilegumaður- inn hremmt þig! Þess vegna skaltu bara vera á túninu heima, gæzkan! En hvers vegna eiga eða jafnvel þurfa böm að lesa ævintýri? Svörin em af ýmsu tagi en í mínum huga em þessi atriði brýn: • Þessar bókmenntir em merkilegur menningararfúr. • Málfar er kjamyrt og þroskandi. • Ævintýri em lifandi þjóðlífsmyndir. • Hvarvetna em vekjandi umræðuefni í þessum bók- menntum. • Fjölbreytnin er óendanleg. • Boðskapur ævintýra er ætíð skýr. • Sögumar em að jafnaði stuttar og hnitmiðaðar. • Þetta em bráðskemmtilegar bókmenntir fyrir fólk á öllum aldri. Ölfþessi atriði vega þungt og ég held að allir kenn- arar hafi sömu sögu að segja: Ævintýri höfða til bama og unglinga, af því að þau em svo grípandi. Ofangreind atriði tvinnast saman í eina heild sem höfðar til lesend- anna, á hvaða aldri sem er. Orðfæri ævintýra er einkar fágað, enda mótuðust ævintýrin í munni manna unz all- ur óþarfí var á brott. Og ijölbreytni í máli og stíl er miklu meiri en tíðkast erlendis, því hér vom skrásetj- arar svo margir. Erlendis fóm skrásetjarar um byggðir og skrifúðu sögumar; orðalag og stíll em því með sama sniði í söfnum þeirra. Mannlýsingar ævintýra höfða sérstaklega til bama. Söguhetjan er góð, hið illa persónugerist á ýmsa lund og barátta góðs og ills knýr atburðarásina. Hið illa fær mak- leg málagjöld í sögulok og aðalpersónan fær verðlaun fyrir dyggðir sínar, sem em hófsemi, hjartans lítillæti, 27

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.