Börn og menning - 01.09.2000, Síða 30
BÖRN 06 /v\ENN|N6
hugrekki og staðfesta.
Ekki má gleyma því að í ævintýrum og þjóðsögum
birtast þjóðlífsmyndir sem sýna forna hætti af ýmsu
tagi: bóndasonur slær, konan spinnur, Signý sækir eldi-
við, uppeldisleg harðneskja blasir víða við, lestarferðir
yfir fjöll að sækja fisk og svo mætti lengi telja.
Ævintýri eru skyld goðsögnum, sem eiga raunar
ótrúlega margt sameiginlegt með ævintýrum en helstu
einkenni þeirra eru eftirfarandi:
• Ótrúleg (en samt svo sönn!)
• Óbundin tíma og rúmi
• Imyndunarafl í öndvegi
• Vandamál eru leyst
• Alþjóðleg minni
Það sem hér hefúr verið sagt um ævintýri gildir
einnig um goðsagnir. Böm og unglingar njóta þeirra en
lesa ekki nógu mikið af þeim; ætli goðsagnir Gamla
testamentisins fái ekki meiri tíma en menningararfleifð
okkar á þessu sviði?
Niðurstaðan er þessi. Böm og unglingar eiga að lesa
sem mest af þjóðsögum, ævintýmm og goðsögum, því
þar er málfarslegur fjársjóður, lifandi ímyndunarafl,
boðskapur og skemmtun.
Greinarhöfundur er skólameistari í Fjöl-
brautaskólanum við Armúla.
r
"\
Börn og bækur - Islandsdeild IBBY
Ef þið viljið gerast meðlimir í Bömum og bókum, eða fáið góðar hugmyndir og viljið leggja eitthvað af
mörkum til starfseminnar eða tímaritsins, þá hafið samband!
Þið getið sent okkur línu:
Börn og bœkur - íslandsdeild IBBY
Pósthólf7191, Reykjavík
Einnig getið þið hingt í fonnanninn, IðunniSteinsdóttur, í síma 553 2804
eða ritstjórann, Kristínu Birgisdóttur, í síma 696 3714.
V
28