Börn og menning - 01.09.2000, Side 32

Börn og menning - 01.09.2000, Side 32
BÖRN 06 /v\ENN|N6 hættulegur. Myndir Áslaugar eru litríkar, einfaldar og sterkar. Áferð þeirra er náttúruleg og miðlar áþreifanleik sem svo aftur bendir á að myndir túlka veruleikann en spegla hann ekki. Eins er sparlega farið með myndimar sem eykur gildi hverrar og einnar. Úr álögum Fyrir tilviljun komast bömin að því hvaða verði þau hafa keypt skemmtunina. Þau höfðu einokað sólina og bömin hinum megin lifðu í stöðugu myrkri og neyð. Kynnin af bömunum hinum megin urðu ennfremur til þess að bömin sólarmegin fundu eigin neyð. Þau höfðu í öllu ijörinu næstum glatað því sem hin bömin áttu enn, vináttunni, samkenndinni og skapandi hugsun. Þau hlýða samvisku sinni, losa sig úr ósýnilegum álögum Gleði-Glaums, kasta af sér teflon-hjúpnum sem gerði þau lyktarlaus og ólíkamleg og njóta þess að snertast á ný. Þau hugsa fýrst og fremst um að bjarga bömunum hinum megin og með endurheimtri bamslegri sýn tekst þeim að afhjúpa Gleði-Glaum sem ein- mana mann, fullan af minnimáttar- kennd. Þau uppfýlla ósk hans um að verða kóngur, telja hann á að losa naglann í sólinni og skila þeim æsk- unni og það sem meira er, kenna honum að hamingjan felst ekki í því að láta aðra þjóna sér og skemmta heldur því að deila lífínu með öðmm. Ævintýrið endar því vel en ólíkt dæmigerðum ævin- týmm er það meðvitað um að heimurinn er ekki svart hvítur og ofbeldi ekki lausn. Úti er œvintýri? Böm em sérlega viðkvæm fyrir áreiti alls kyns markaðsafla og það hefúr sýnt sig að rneir og meir er reynt að höfða til þeirra með alls kyns gylliboðum. Hlutverk okkar hinna fullorðnu er að vita betur og reyna að verja æsku bamanna og okkar sjálfra. Mér tókst ekki að sannfæra fimm ára dóttur mína um að krakkamir ættu að hætta að fljúga svo bömin hinum megin gætu séð sólina. Fyrir henni var svarið ekki gefið. En mér fannst líka erfitt að segja henni hvernig hlutim- ir ættu að vera þegar ég vissi upp á mig sökina. Eg var lítið betri en Gleði-Glaumur sem reyndi að fá krakkana til að safna saman einhverjum teppum og mat. Þannig gætu þau bjargað bömunum án þess að missa neitt í staðinn: - Ef við hjálpumst öll að og sendum bömunum í myrkrinu mat og teppi og skó þá björgum við lífi þeirra en höldum naglanum í sólinni. Þá verða allir glaðir! - Vá, hvað Gleði-Glaumur er klár, sögðu böm- in og brostu. Brimir þurfti samt endilega að halda áfram að tuða. - En hvað gerist þegar þau em búin með allan matinn sem við sendum þeim? - Þá björgum við þeim aftur og aftur og aftur... - En sniðugt, sögðu bömin, þú ert ekki aðeins klár, þú ert líka rosalega góður. (Blái hnötturinn, bls. 72-73) Við vitum öll að við emm að eyðileggja náttúmna og að fólk annars staðar í heiminum býr við stríð, hungur og aðrar hörmungar. Susan Sontag sem hefúr fjallað mikið urn áhrif ímynda segir stöðugt fréttaflæði með tilheyr- andi myndum koma í veg fyrir að þær snerti okk- ur persónulega. Áhugi okkar á hörmungum annarra sé bund- inn þeirri tilfmningu að við sjálf séum undanþegin. Að hluta til er það vegna þess að hörmungamar gerast annars staðar og hluta til vegna þess að lýst er atburðum sem við teljum okkur þekkja af því við höfum séð þá óteljandi sinnum í svipaðri mynd. Sontag segir að við ímyndum okkur að hlutimir séu eins og þeir birtast í fréttum en í raun vitum við hvorki hvað sé að gerast í raun og vem í heiminum né hvað eigi eftir að eiga sér stað. (Bls. 168 On Phothogmphy, Penguin, 1977) Sagan af bláa hnettinum er fallegt, skemmtilegt og spennandi ævintýri sem fær okkur til að hugsa um hluti sem við vilj- um helst ekki vita af. Og það sem meira er, það sýnir þá frá nýju sjónarhomi. Emm við, sem emm „sólarmegin“, kannski ekki hólpin þrátt fýrir allt? Greinarhöfundur er kennari í Borgarholts- skóla. 30 j

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.