Börn og menning - 01.09.2000, Side 34
BÖRN 06 AAENN|N6
Einnig hafa komið inn í þetta japanskar myndasögur
sem hafa verið gífurlega áhrifaríkar og ná myndræn
áhrif þeirra jafnt yfír myndasögur sem kvikmyndir.
Þessi bylgja hefur orðið til þess að myndasögur fyrir
fullorðna, sem hafa kannski ekki verið sérlega áberandi í
enskumælandi hefðinni, hafa orðið mun fyrirferðameiri,
jafnframt því sem borið hefur á ákveðinni kreppu í við-
teknum bama- og unglingaformum eins og hefðbundn-
um ofurhetjusögum.
Og myndasögudeild Borgarbókasafnsins hefur að
geyma allt þetta, allt frá Andrési önd og Rasmusi
klumpi (sem margir myndu nú illa viðurkenna sem
hreint bamaefni) til róttækra framúrstefhulegra mynda-
sagna sem em ætlaðar fúllorðnum en em alls ekki við
bama hæfi. Þar er stigið fyrsta skrefíð í því að kynna fyr-
ir fólki þessa ágætu bókmenntategund.
Nokkur dœmi
Ég ætla að taka nokkur dæmi og reyna með því að út-
skýra muninn á myndasögum fyrir böm og fullorðna.
Þetta geri ég með nokkmm fyrirvara, þarsem hér getur
aldrei verið um skýrar markalínur að ræða: að margra
mati er Tinni til dæmis ekki síður fúllorðinsefni en
bamafóður og það sama má segja um Andrés önd. En ég
ætla sumsé að lýsa nokkmm sögum í von um að gefa
innsýn í þennan heim.
Tinn abœkurn ar
Tinni er rannsóknarblaðamaður sem er hvað eftir
annað flæktur í pólitík og flókin milliríkjamál. Hann
leggur metnað sinn í að fletta ofan af svikum og prett-
um. Tinni er upphaflega belgískur og tilheyrir evrópsku
myndasöguhefðinni sem er gerólík þeirri bandarísku.
Þrátt fyrir að allir þekki Tinna myndu flestir nefna ofúr-
hetjur eins og Súperman og Batman þegar þeir em
spurðir um myndasögur og því virðist svo vera að
bandaríska hefðin sé sterkari í hugum fólks. Einkenni
evrópsku hefðarinnar koma vel fram í Tinna, söguþráð-
urinn er raunsæislegur og myndmálið tiltölulega að-
gengilegt: rammamir vel afmarkaðir, þeim skipulega
uppraðað og snúa yfirleitt ‘rétt’, öfugt við rammanotkun-
ina í bandarískum og sérstaklega japönskum sögum,
sem einkennist í ríkari mæli af allskyns snúningum og
sveiflum.
í franskri sögu fyrir fúllorðna, sem þýdd hefúr verið
á íslensku, Vegur Dixie, er mikil áhersla á að nota
tækni sem minnir á víkkað/þrengt sjónop í kvikmynd-
um; þarsem sama senan er sýnd ýmist mjög nálægt eða
úr mikilli fjarlægö en síðan er sviðið víkkað eða þrengt til
að ná fram áhrifum. Með þessu em til dæmis tilfínn-
ingar persóna undirstrikaðar. Eins og áður sagði er Tinni
ýmist álitinn bamaefni eða fyrir fúllorðna, sem þýðir
einfaldlega að bæði fúllorðnir og böm geta notið þessara
dásamlegu bóka. Vegur Dixie er hinsvegar frekar ætluð
fúllorðnum en bömum, enda þar á ferðinni dramatísk
raunsæissaga sem er alls ekki víst að böm myndu hafa
áhuga eða skilning á?
Daredevil
Daredevil er ein af þessum
klassísku bandarísku ofúrhetju-
sögum. Daredevil er í raun
blindur lögfræðingur, sem varð
fyrir því óláni að missa sjónina
vegna geislunar. Þetta olli því
jafnframt að önnur skilningarvit
hans mögnuðust upp, svo hann
hreyfír sig líkt og hann væri
sjáandi vegna ofúrheymar og
einskonar leðurblökulegrar rat-
sjár.
Almennt má álíta að ofur-
hetjusögur eins og Daredevil
séu ætlaðar bömum og ungling-
um en sagan sem ég hef í huga
Daredevil: Gangwar (skrifúð af
Frank Miller, 1981-2), er
áhugaverð fyrir það að hún
stendur á mörkum hinna hefð-
bundnu ofurhetjusagna og
þeirrar gerbreytingar sem varð
á þeim á níunda áratugnum. Þá
komu fram höfundar eins og
Frank Miller og Alan Moore
sem, eftir að hafa skrifað nokkr-
ar tiltölulega hefðbundnar ofur-
hetjusögur, tóku sig til og ger-
breyttu forminu, gerðu það