Börn og menning - 01.09.2000, Side 38

Börn og menning - 01.09.2000, Side 38
BÖRN OG /v\ENN|N6 TIL HAMINGJU ! Islensku bókmenntaverðlaunin Þau tímamót urðu í ár að bamabók var í fyrsta sinn tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Það var bók Andra Snæs Magnasonar, Sagan af bláa hnettinum, og hlaut hún verðlaunin. Bókin er myndskreytt af Aslaugu Jónsdóttur og gefín út af Máli og menningu. Hún hefur þegar verið þýdd á norsku, dönsku, færeysku og eistnesku. Möguleikhúsið 10 ára Bamaleikhúsið Möguleikhúsið varð tíu ára á þessu ári og er elsta starfandi sjálfstæða leikhúsið á landinu og sennilega öflugasta ferðaleikhús landsins. Það var stofti- að af Pétri Eggerz, Bjama íngvarssyni og Grétari Skúla- syni og em þeir Pétur og Bjami enn höfuðpauramir í starfseminni. Möguleikhúsið leggjur áherslu á að sýna ný íslensk leikverk og em þau orðin 19 talsins. Allar sýningar Möguleikhússins em settar upp með það í huga að sýna einnig utan Reykjavíkur. Möguleikhúsið sýnir líka jólaleikrit fyrir bömin á hverri aðventu. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Til verðlaunanna vom tilnefndar bæði frumsamdar bækur og þýðingar. Bækumar vom: Grýlusaga eftir Gunnar Karlsson í útgáfu Skrípó, Kleinur og karrí eftir Kristínu Steins- dóttur í útgáfu Vöku-Helgafells, Landnámsmennirnir okkar eftir Stefán Aðalsteinsson gefín út af Máli og Menningu, Milljón steinar og Hrollur í dalnum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Sagan afbláa hnettin- um eftir Andra Snæ Magnason, báðar í útgáfu Máls og Menningar. Til verðlauna fyrir þýðingar vom tilnefndar: Harry Potter og viskusteinninn í þýðingu Helgu Haraldsdóttur gefin út af bókaútgáfunni Bjarti, Hvalir ogstórir kettir, fræðibókaflokkur í þýðingu Ömólfs Torlacius í útgáfu Skjaldborgar, Ógnarlangur krókódíll í þýðingu Hjör- leifs Hjartarsonar í útgáfu Máls og Menningar, Ógnaröfl, spennubókaflokkur í þýðingu Guðna Kol- beinssonar gefin út af Æskunni og Sannleikann eða áhættuna í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur einnig í út- gáfu Æskunnar. Verðlaunin hlutu Grýlusaga eftir Gunnar Karlsson og myndskreytt af honum og þýðingar Guðna Kol- beinssonar á Ógnaröflum. Sérstök verðlaun hlaut einnig Ragnheiður Gestsdótt- ir fyrir framlag sitt til bamabókmennta, bæði í máli og myndum. 36 Dómnefnd Bamabókaverðlauna Reykjavíkur skipa: Sigrún Elsa Smáradóttir, formaður; Guðrún Pétursdóttir og Kristrún Ólafsdóttir. íslensku barnabókaverðlaunin Á fimmta tug handrita kepptu til íslensku bama- bókaverðlaunanna í ár en þetta er í sextánda sinn sem þau em veitt. Að þeim standa útgáfufélagið Vaka-Helga- fell, fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, Bamavina- félagið Sumargjöf og Böm og bækur. 12. október vom úrslit tilkynnt og féllu verðlaunin í hlut Ragnheiðar Gestsdóttur fyrir bókina Leikur á borði. Ragnheiður hefur samið eða endursagt ellefu bækur fyrir böm og myndskreytt um tvo tugi bóka. Fyrr á þessu ári vom henni veitt Bamabókaverðlaun Reykja- víkurborgar fyrir framlag sitt til bamabóka. Janusz Korczak verðlaunin Börn og bækur tilnefndu bók Andra Snæs Magna- sonar, Sagan af bláa hnettinum, til Janusz Korczak verðlaunanna. Janusz Korczak var bamalæknir og þekktur rithöfundur í Póllandi. Hann var Gyðingur og lét lífíð í fangabúðum nasista í Treblinka ásamt 200 munaðarlausum bömum sem hann hafði stofnað heimili fyrir. Verðlaunin em veitt núlifandi rithöfundi fyrir bók sem stuðlar að skilningi og vináttu milli bama. IBBY deildum um allan heim er boðið að tilnefna bók til verð- launanna. Þær fréttir bámst nýverið að Andri Snær hefði hlotið verðlaunin og óskum við í Bömum og bókum honum innilega til hamingju. j

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.