Börn og menning - 01.09.2000, Page 39

Börn og menning - 01.09.2000, Page 39
BÖRN oc /v\ENN|N6 Það gekk illa að læra að lesa. Ég hafði litla trú á því að sögur í bókum væru eins skemmtilegar og þær sem afí sagði. Ég lét mig því einu gilda um námið og hafði löngum verið á flótta undan því. Afi tók mig stundum á hné sér og lét mig stafa. Það var mér verst við. Hann bað guð að hjálpa sér og var úr- kula vonar um að ég yrði annað en tossi. Mér var ekki vel ljóst hvað það þýddi, en þóttist skilja að ekki.væri það neitt sómaheiti. Amma fór hjá sér. Ég held hún hafí óttast að hann teldi gáfur mínar úr sinni ætt. Já, þetta var orðið áhyggjuefni. Ég var orðinn fullra sjö ára og varla stautandi og virtist engan áhuga hafa á bók til lestrar. En um vorið, þegar ég var á áttunda ári, var ég einn heima með afa og ömmu. Magnaðist þá með mér brennandi þrá að lesa Njálu. Ég þorði auðvitað ekki að biðja afa um bókina, vissi að hann mundi gera gys að mér og spyrja: „Hvað skal blindum bók?“ Ég hnuplaði Njálu, þó með vitund ömmu. Henni mátti treysta til að standa á verði um að þetta kæmist ekki upp - og ég fengi frið til að glíma við ofureflið. Glíman reyndist löng og ströng og var lengi ósýnt hvemig henni lyki. Ég hafði bókina undir höndum allt sumarið, en kom henni oftast á sinn stað á hillunni milli þess sem ég las. Fyrir vetur- nætur hafði ég lesið hana alla og suma kafla hennar mörgum sinnum. Um haustið kom Stefanía frænka mín úr kaupa- vinnu norðan úr landi. Ekki hafði hún lengi verið heima þegar hún einn daginn hafði orð á því að ekki mundi veita af að fara að láta mig lesa. Undir það var tekið af öllum... Þá gerðist undrið. Ég reyndist læs, reiprennandi læs, svo að ég mun litlu hafa bætt þar við síðan. Þetta vakti mikla furðu. Hvað hafði komið fyrir bamið? Amma þagði, en horfði á mig af stolti og sigurgleði. Afi kom ekki upp orði frekar en hann hefði séð dauðan upp rísa... Effir þetta lá ég öll- um frjálsum og stolnum stundum í bókum... Og nú gat það gerst að afi stæði allt í einu yfir mér, hristi höfuðið og segði: „Það held ég að þú lesir þig dauðan.“ Ég fór að gmfla út í hvemig sá dauðdagi mundi vera og komst að þeirri niðurstöðu að honum myndi fylgja hægt andlát. Það yrði mikil sorg og hlut- tekning á næstu bæjum. Þegar gestir langt að komnir spyrðu úr hveiju ég hefði dáið, mundi verða sogið upp í nefið, horft tárvotum augum út í bláinn og svarað: „Hann dó úr sinni veiki“. Lestrarbókin okkar. Greinasafn um lestur og læsi. Slitrur úr kaflanum Lœrt að lesa eftir Þórleif Bjarnason. Hjá afa og ömmu. Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1960. 37

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.