Börn og menning - 01.09.2000, Síða 41
BÖRN oc mENN|N6
Þórarinn Eldjárn
(f.1949)
Þórarinn Eldjám er fæddur
í Reykjavík 22. ágúst
1949.
Hann gekk í skóla að hefð-
bundnum Vesturbæjarhætti:
Tjamarborg 1953-56,
Melaskóli 1956-62, Haga-
skóli 1962-65, Mennta-
skólinn í Reykjavík 1965-
69, stúdentspróf vorið 1969
frá máladeild.
Nam bókmenntir og heimspeki við Háskólann í
Lundi 1969-72, íslensku við Háskóla íslands 1972-73,
bókmenntir í Lundi 1973-75 og lauk þaðan fil kand
prófivorið 1975.
Búsettur í Stokkhólmi 1975-79 en frá 1980 í
Reykjavík. Dvaldist rúmt ár í Kantaraborg 1988-89.
Rithöfundur og þýðandi að aðalstarfi frá 1975. Hefur
setið í stjóm Rithöfundasambands íslands, Bandalags
íslenskra listamanna og Foreldra- og vinafélags Kópa-
vogshælis. Fulltrúi RSÍ í íslenskri málnefnd. í ritnefnd
Þroskahjálpar, tímarits Landssamtakanna Þroskahjálpar.
„Mestu skiptir að börn verði lesendur, ánetjist
bókum, heltekin af lestrarþörf. Þar skiptir magnið
mestu, (gæðin geta svo komið síðar ef verkast vill).
Til að þetta megi verða þarf að lesa af kappi fyrir
ólæs börn og nýlæs, eða alveg þangað til þau segja:
nú get ég. Og þau verða að finna að okkur þyki bæk-
urnar skemmtilegar. Þess vegna er brýnt að svokall-
aðar barnabækur séu einnig við hæfi fullorðinna.
Annars lendir allt í ólestri.“
Útgefin verk:
Ljóðabœkur handa börnum, myndskreyttar af
Sigrúnu Eldjárn:
Óðfluga (1991, 2. útg. 2000)
Heimskringla (1992)
Halastjarna (1997)
Ljóðaskreytingar við myndabœkur eftir Sigrúnu
Eldjárn:
Gleymmérei (1981, endurbætt 1996)
Stafrófskver (1993)
Talnakver (1994)
Asamt Brian Pilkington:
Jólasveinaheimilið (1982)
Asamt Tryggva Ólafssyni:
Litarím (1992)
Leikrit:
Völuspá (Möguleikhúsið 2000)
Auk þess fjöldi fullorðinsbóka og engin þeirra bönnuð
bömum.
Viðurkenningar fyrir barnabœkur:
Sérstök viðurkenning Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar
1992 fyrir Óðflugu (ásamt Sigrúnu Eldjám).
IBBY-viðurkenning 1993.
Verðlaun Reykjavíkurborgar 1998 fyrir Halastjörnu
(ásamt Sigrúnu Eldjám).
Auk þess verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi ís-
lenskrar tungu 1998.
Óðfluga, Heimskringla og Halastjarna tilnefndar af
íslands hálfu til norrænu bamabókaverðlaunanna 1998
og 1999, lagðar fram í danskri þýðingu Bjöms Sigur-
björnssonar.
39