Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 44

Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 44
BÖRN 06 /v\ENN|N6 tröll, forynjur, huldufólk og allskyns önnur varasöm kvikindi. Og ekki verður það huggulegra þegar kemur að hetjum íslendingasagnanna, þar sem svívirðileg morð, limlestingar, svik og prettir spretta af síðunum. 1 Gamla testamenti Biblíunnar morar sömuleiðis allt í gegndarlausum óskapnaði en ekki minnist ég þess að sá gamli reyfari hafi verið bannaður innan sextán. Allt þótti þetta prýðilegt lesefni handa bömum og unglingum áður íyrr og þykir vonandi enn að einhverju leyti. Á undanfömum áratugum hafa þessi viðhorf þó verið á undanhaldi, í samræmi við sífellt aukna hólfa- skiptingu samfélagsins. Nú á dögum em sérstakar sögur fyrir böm og unglinga umfangsmikil starfsemi, hvort sem um ræðir bækur, kvikmyndir eða sjónvarpsefni og útgangspunkturinn sá að nálgun slíkra sagna þurfi að vera með viðeigandi hætti. Bamabókafræðingurinn Bar- bara Wall orðar það svona í bókinni Raddir barna- bókanna: „Það er ekki hvað sagt er heldur hvernig það er sagt og við hvern sem ákvarðar hvort bók er bamabók eða ekki“. Ekki skal ég mótmæla hinum pedagógísku fræðum að öðm leyti en því að vara við ofurtrúnni á hið jákvæða uppeldishlutverk. Það er ekki endilega hlutverk rithöf- unda, kvikmyndahöfunda eða annarra sagnamanna að vera meðvitaðir uppalendur og boða góða siði. Hinn kunni bamasálfræðingur Bruno Bettelheim fjallar um hið ómetanlega gildi ævintýra fyrir tilfinn- ingaheim bama í bók sinni The Uses of Enchantment. Þar segir á einum stað (í lauslegri þýðingu): „Hin ríkjandi menning kýs að láta sem skuggahliðar mannsins séu ekki fyrir hendi, sérstaklega þegar kemur að bömum...“ „Sú skoðun er útbreidd meðal foreldra að beina þurfí bömum frá því sem leitar mest á þau: hinum formlausa og óræða kvíða og hinum ráðvilltu ímyndunum þeirra sem oft einkennast af reiði og jafnvekofbeldi. Margir foreldrar telja að böm eigi aðeins að hafa aðgang að hin- um meðvitaða vemleika eða bjartri og fallegri sýn á til- vemna. En slík einhliða upplifún nærir aðeins hugann á einhliða máta og raunvemleikinn er ekki bara bjartur og fagur.“ Þau viðhorf sem Bettelheim talar um lýsa vantrú for- eldra á getu bama sinna til að vinna úr þeim áhrifúm sem sögur hafa á hugarheim þeirra. Vantrúin byggist á þeim ótta að þau nái ekki að skilja á milli vemleika og ímyndunar, auk þess sem hin djúpstæða þörf okkar fyr- ir að vemda afkvæmin frá vonsku heimsins spilar inní. Það segir svo sína sögu að ef foreldramir myndu rifja upp eigin æsku kæmi í ljós að bamið forðum taldi sig yfirleitt fært í flestan sjó og kallaði ekki allt ömmu sína. Silja Aðalsteinsdóttir heldur því fram í grein sinni „Bækur og bíó fyrir böm“ sem birtist í bókinni Heimur kvikmyndanna að „sögur handa bömum geta sagt frá grimmilegum hlutum, óréttlæti og ósanngimi foreldra, jafnvel ofbeldi og dauða, ef sambandið milli sögumanns og þess sem hann talar við í textanum er náið og einlægt“. Hún spyr einnig hvort hið sama gildi ekki um bíó- myndir fyrir börn. Eg er ekki viss. í sjálfu sér er ekkert rangt við að nálgast hlutina svona en á málinu em fleiri hliðar. Sú nálgun sem Silja talar um verður auðvitað að koma að innan, vera sannfæring þess sem segir söguna. Hins- vegar er ekki hægt að tala um þetta sem einhverskonar sjálfkrafa skyldu. Við þurfúm líka að gefa bömum kost á að synda yfír djúpu laugina án sundkútsins, glíma sjálf við bæði innri og ytri vanda án þess að horfa stöðugt yfir öxlina á þeim. Þama þarf auðvitað að þræða meðalveginn vandrataða en ábyrgð foreldra getur ekki falist í því að vemda böm sín frá öllu illu, heldur frekar að búa þau sem best undir að takast á við tilveruna eins og hún kemur fyrir. Líkt og gömlu ævintýrin er kvikmyndin fyrst og fremst staðgengill fyrir heim langana okkar og vænt- inga. Þessar langanir og væntingar em ekki endilega alltaf göfugar. Kvikmyndinni er skylt að sýna okkur hið innra landslag manneskjunnar, hvemig henni líður og hvað hún gerir til að komast af í tilvemnni. Kvikmyndir eiga fyrst og fremst erindi við það sem býr í hjartanu, drauma okkar en einnig martraðir, vonir okkar og ekki síður ótta. Annað atriði er það sem oft virðist þvælast fyrir mörgum og það er að gera samasem merki milli þess sem maður sér og þess sem er. Okkur hættir jú öllum til að trúa því sem við sjáum. Sérstaklega em böm talin ofur móttækileg fyrir þessu og því er afar áberandi krafan um að þeim sé sagt satt og rétt frá, bæði í siðferði-

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.