Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 45

Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 45
BÖRN OG MENN|NG legum efnum, en ekki síður þegar kemur að efni sem byggir á sögulegum heimildum. „Kvikmyndin er sann- leikur 24 ramma á sekúndu“ sagði Godard einhvemtím- ann en þessi ögrandi staðhæfing er ekki öll þar sem hún er séð. Hún er fyrst og fremst tilfínningalegs eðlis, enda hitta lifandir myndir okkur yfirleitt þar fyrir. Þess vegna er krafan um sannsögli í kvikmyndum svolítið ankannaleg. Fyrir þremur árum varpaði forseti íslands fram þeirri hugmynd að gera kvikmynd um Vínlands- fund íslenskra víkinga í stíl við Disneymyndina Pocahontas. Varð þetta til þess að draga fram þann alltof algenga misskilning inní opinbera umræðu að kvik- myndir og veruleikinn hafi eitthvað með hvort annað að gera. Þannig fundu menn að þeirri hugmynd forsetans að láta Snorra Þorfmnsson gegna hlutverki aðalsöguhetj- unnar því hann hafi ekki verið nema nokkurra vetra þegar víkingamir snem heim á leið og pössuðu sig á segja engum hvað þeir fundu. Illugi Jökulsson, pistla- höfundur á Rás 2 Útvarpsins, blandaði sér í umræðuna á þessum tíma og benti á að samjöfnuður við Disney- myndina Pocahontas væri vægast sagt óheppilegur því sú mæta kona hafí verið lítil, sköllótt og ófríð en ekki sú fegurðardís sem birtist í samnefndri mynd. Ennfremur hafi John Smith verið hinn versti fantur og illmenni í raunveruleikanum en alls ekki eðalmenni bíómyndar- innar. Mátti skilja á pistlahöfundinum að þessar grófu afbakanir afhjúpuðu blekkingarvef Hollywood og að forða bæri íslenskri menningararfleifð frá vanhelgun í höndum slíkra trúleysingja. Nú er kvikmyndin Pocahontas ekkert sérstaklega vel heppnuð en ástæðan er ekki skeytingarleysi um „sann- leikann“, heldur einfaldlega sú að hún er frekar daufleg. Hún er gerð í anda hins pólitíska rétttrúnaðar sem nú er áberandi í hugmyndaheimi Vesturlanda og verður stund- um til að gera lítið úr þeim málstað sem barist er fyrir, með kjánalegri upphafhingu. Pocahontas er engu að síð- ur ágæt heimild - kannski ekki um landnám Ameríku heldur frekar um ákveðna hugmyndastrauma í okkar samtíma. Fyrir höfundum myndarinnar vakti ekki að segja kórrétt frá atburðum löngu liðinna tíma heldur að skemmta áhorfendum með því að höfða til tilfinninga þeirra. Á nákvæmlega sömu forsendum ber að skoða hina ágætu hugmynd forsetans. Auðveldlega er hægt að sjá fyrir sér gott kvikmyndarefni í leiðangri íslenskra víkinga til Vínlands. En ef mynd þessi ætti að vekja áhuga nokkurs manns yrði hún að sjálfsögðu að lúta dramatískum lögmálum en ekki sagnfræðilegum „stað- reyndum“. Gildir þá ekki lögmál Ara ffóða um að hafa skuli það sem sannara reynist, heldur frekar hitt - að láta „staðreyndimar“ ekki þvælast fyrir góðri sögu. Megin- tilgangurinn með gerð svona myndar getur aldrei falist í „landkynningu“ eða „sögufræðslu" eins og ýmsir héldu fram í umræðunum sem fram fóm um þessa hugmynd, heldur aðeins í skemmtilegri og spennandi frásögn sem á erindi við fólk vegna þeirra eiginleika sinna. Þetta með muninn á hinum rituðu heimildum og Hollywoodmyndinni er sjálfsagt hárrétt hjá Illuga Jökulssyni en samanburður hans var einfaldlega útí hött og kom málinu alls ekkert við. í orðum hans felst nefnilega sú þreytulega forsjárhyggja að kvikmyndir eigi að gegna einhverskonar sagnlfæðilegu og mórölsku uppeldishlutverki gagnvart börnum og fákunnandi. Þetta er því miður landlæg plága hér sem víðar. Af sama meiði er hið lífseiga nöldur um tengsl milli ofbeldis í kvikmyndum og aukinnar ofbeldistíðni hjá bömum og unglingum. Aflurhaldssinnaðir stjómmálamenn og svip- að þenkjandi álitsgjafar hafa spilað þá slitnu plötu lengi, gjaman til að forðast að tala um það sem máli skiptir, þ.e. ábyrgð þeirra sjálfra og uppalenda. Kvikmyndir em þeim stundum hentugur blóraböggull, nokkurskonar tálbeita til að draga athygli almennings frá hinum raun- verulegu orsökum. Þessi viðhorf, um tengsl ofbeldis og ofbeldismynda, krauma stöðugt undir niðri og blossa upp með reglulegu millibili. Nú síðast fyrir um ári síðan, í kjölfar voðaverk- anna í smábænum Littleton í Colorado þar sem tveir piltar myrtu fjölda skólasystkina sinna. Beindu þá margir ljölmiðlar, stjómmálamenn og aðrir álitsgjafar ásökunarfingri að ofbeldiskvikmyndum og gáfu í skyn að þær hefðu verið undirrótin að hinum hrottalega 43

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.