Börn og menning - 01.09.2000, Page 46
BÖRN 06 /v\ENN[N6
verknaði. Jaínvel Clinton Bandaríkjaforseti slóst í þennan
hóp vandlætara þegar hann hélt því fram að auk þess að
merkja þyrfti hverja myndbandsspólu við hæfí að utan-
verðu, skipti innihald myndbandsins miklu máli sem og
þau áhrif sem það hefur á innviði bama okkar. Forsetinn
var vissulega að vísa til þeirrar ábyrgðar sem kvik-
myndagerðarmenn bera gagnvart samfélagi sínu en um
leið virtist hann velta upp þeim möguleika að beint sam-
hengi gæti verið milli áhorfs og hegðunar, að óþroskuð
böm og ungmenni túlki ofbeldisverk á tjaldi og skjá
sem hvatningu til að gera slíkt hið sama.
Kvikmyndin Basketball Diaries með Leonardo Di
Caprio frá árinu 1995 dróst inní þessa umræðu vegna
atriðis sem í henni er að finna, þar sem Di Caprio slátrar
skólafélögum sínum í draumi. Aðstandendur myndar-
innar eiga einnig í málaferlum við ljölskyldur þriggja
ungmenna sem myrt voru af 14 ára pilti í Kentucky árið
1997. Fjölskyldumar halda því fram að myndin hafí
orðið piltinum innblástur til morðanna.
Þegar hinn tæplega þriggja ára gamli James Bulger
var myrtur af tveimur strákum í Bretlandi árið 1993 var
mikið gert úr því að strákamir hefðu sótt sitt andlega fóð-
ur í hryllingsmyndir á borð við Child 's Play seríuna þar
sem sála raðmorðingja flyst yfir í saklausa drengjabrúðu
og tekur uppá óskunda. Fljótlega hurfu þessar myndir
úr hillum myndbandaleiga og í Bretlandi verða þær um
langan aldur tengdar órjúfanlega við hið hryllilega morð.
Þegar harmleikir á borð við fyrmefnda eiga sér stað
spyr fólk sig fyrst af öllu; hversvegna? Og ljölmiðlar
telja það auðvitað hlutverk sitt að veita einhver svör,
helst skjótt og ömgglega. Ofbeldiskvikmyndir em auð-
veldur skotspónn. Oft virðast fréttaskýrendur og álits-
gjafar leyfa sér að halda að þær verði til í tómarúmi; ein-
hverskonar uppfmning óvandaðra manna til að inn-
prenta æskulýðnum vonda siði og græða á öllu saman.
Þó að eitthvert sannleikskom megi í því finna á köflum
og vissulega geti kvikmyndagerðarmenn ekki skorast
undan sinni ábyrgð, em hlutimir því miður ekki svona
einfaldir. Þessar myndir em skilgetið afsprengi þeirrar
menningar sem getur þær af sér. Það verður nefnilega
ekki undan því vikist að horfast í augu við þá staðreynd
að þær svala þörfum fjöldans sem fer að sjá þær, það er
eitthvað í þeim sem á samhljóm djúpt í sálum svo
margra okkar.
Sé þetta tekið með í reikninginn neyðist fólk til að
horfast í augu við eigið upplegg, sem er auðvitað frekar
óþægilegt. Það er svo miklu þægilegra að fínna blóra-
böggul. Flest viljum við forðast að horfast í augu við eig-
ið djúp því þá um leið horfist djúpið í augu við þig. En
þegar betur er að gáð er þar þá ekki í ráúninni ýmislegt
að finna sem illa samræmist almennum boðorðum um
guðsótta og góða siði?
Við verðum að kannast við þessa þætti í fari okkar
allra, líka bamanna okkar, líkt og Bmno Bettelheim
bendir á. í kvikmyndunum, sem í öðmm frásagnar-
formum, fínnum við farveg fyrir hinar margvíslegu og
mótsagnakenndu tilfínningar okkar. Eða snýst ekki til-
veran um leit og val? Því hljótum við að vilja rækta með
bömum okkar þann hæfileika að kunna að leita, velja og
hafna og sem mest á eigin forsendum.
En kannski, ég segi bara kannski, hafa siðapostul-
amir rétt fyrir sér. Vegna hinnar afdráttarlausu náttúm
miðilsins hættir okkur svo oft til að taka hann „bókstaf-
lega“. Fyrir nokkmm ámm var ég einmitt viðstaddur
sýningu á fyrmefndri kvikmynd Friðrik Þórs Friðriks-
sonar, Bíódagar, í kvikmyndahúsi hér í bæ. Um mynd-
ina miðja er atriði þar sem ungir bíógestir horfa á Roy
Rogers á bíótjaldinu. Upptökur þessa atriðis fóm fram í
Gamla bíói. Þetta fór fyrir brjóstið á miðaldra bíógesti
sem sat fyrir aftan mig og fussaði: Iss, Roy Rogers var
aldrei sýndur í Gamla bíói, hann var alltaf í Austur-
bæjarbíói!
Hvað á maður að gera við svona fólk?
Greinarhöfundur er kvikmyndargerðarmaður.
44