Börn og menning - 01.09.2009, Side 6

Börn og menning - 01.09.2009, Side 6
6 Börn og mennmg enda menntaður listmálari. Sú flökkusaga gengur víða að Bragolin hafi flúið til Spánar eftir stríð og málað myndir af börnum á munaðarleysingjahæli sér til viðurværis, en sagan sú er líklega ósönn. í fyrra birtist stutt grein í sænsku dagblaði eftir listamanninn Carl Johan De Geer þar sem fjallað er um fjöldaframleidda list á borð við myndirnar af grátandi börnunum. Þar segir að Bruno Amadio hafi verið ítali en að nafnið sem sett er á flestar rhyndanna, G. Bragolin, hafi verið nafn frænda Amadios, sem kom myndunum ekkert við. Amadio var, samkvæmt De Geer, sérvitringur sem menntaði sig í myndlist í Feneyjum. Listfræðingurinn Marta Flolkers, sem vann að ritgerð um verk og viðtökur Amadios, fann og hitti málarann árið 1979 eftir mikla eftirgrennslan. Flún segir að hann hafi sagst hafa verið lagður í einelti þegar hann stundaði myndlistarnám vegna þess að hann neitaði að fylgja samtímastraumum og nýtísku-ismum í listinni. Amadio mun allt sitt líf hafa lifað í fátækt, hann var gabbaður af gráðugum umboðsmönnum sem létu fjöldaframleiða myndirnar og listamaðurinn fékk lítið í sinn hlut. Álög og dularfullir atburðir Eftir dauða Brunos Amadios árið 1981 fóru einkennilegar flökkusagnir um myndir hans af stað. í Bretlandi fór sú saga á kreik að álög hvíldu á myndunum. Fleimili, þar sem grátandi börn Amadios héngu uppi við, urðu samkvæmt sögunum gjarna eldi að bráð. Breskum slökkviliðismönnum var ráðið frá að hengja skiliríin á veggina hjá sér. Sú saga gekk að í rústum brunninna húsa fyndust myndirnar gjarnan heilar og óskaddaðar þó að allt annað innbú væri í kalda kolum. í breskum slúðurblöðum var því haldið fram að tár barnanna orsökuðust af því að þau hefðu verið pyntuð. Málarinn átti að hafa beitt börnin ofbeldi svo þau færu að gráta og síðan málað myndirnar. Hræðileg meðferð á saklausum börnum, meðal þeirra áttu að hafa verið synir málarans sem hétu Bertilo og Eddie, átti að hafa valdið álögunum. Þessi orðrómur gekk á endanum svo langt að dagblaðið The Sun skipulagði uppákomur í breskum bæjum þar sem kveikt var f eftirprentunum af málverkum Amadios. Orðrómurinn náði mér vitanlega ekki til íslands en á YouTube má finna sjónvarpsþátt um flökkusagnir og fréttir gulu pressunnar um meint álög á myndunum. í fyrrnefndri ritgerð listfræðingsins Mártu Holkers mun hins vegar koma fram að Amadio hafði ekki lifandi fyrirmyndir þegar hann málaði börnin. Hann átti stóra dúkku sem hann klæddi í mismunandi föt og andlitin málaði hann eftir andlitum á myndurm af listaverkum eftir frægan sænskan málara, Anders Zorn, en þau verk voru máluð á 9. áratug 19. aldar. Tárin málaði Amadio upp úr sér og var mjög stoltur af leikninni sem hann náði við að mála eðlileg tár. Lágmenning og tilfinningaklám eða alþýðleg krúttlist? Fjöldaframleiddar myndir af grátandi börnum hafa áratugum saman verið seldar í póstkröfu, á mörkuðum og í ódýrum búðum og hafa aldrei þótt merkileg listaverk af þeim sem telja sig hafa næmar fagurfræðitaugar. Líklega hafa umræddar myndir alltaf verið bæði elskaðar og hataðar af ástríðu, en nú hafa þær náð því sem kalla má kitsch-stöðu, þær þykja eiginlega fallega ósmekklegar. Á erlendum listasöfnum, t.d. í Hollandi og Svíþjóð, hafa verið haldnar sýningar með myndunum og þeim sem áður varð flökurt yfir ósmekklegheitunum sem myndir Bruno Amadios og annarra álíka listamanna þóttu endurspegla, finnst myndirnar nú krúttlegar og skemmtilegar, en ég hef líka heyrt af fólki sem finnst þessar myndir beinlínis óhugnanlegar. Til er fólk sem safnar

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.