Börn og menning - 01.09.2009, Qupperneq 8
8
Börn og menning
mér ffinnst - - .
... heppilegt að börn fæðist ekki iæs, það
gefur okkur foreldrunum tækifæri til að lesa
skemmtilegarsögurúrokkareigin barnæsku
og kynnast nýjum barnabókahöfundum og
jafnvei spreyta okkur á að búa til okkar
eigin ævintýri og sögur.
í fyrsta sinn sem ég heyrði einhvern gera
tilraun til að skilgreina menningu var ég
um það bil átta ára, staddur fyrir utan stórt
hús í miðborg Stokkhóms og spurði foreldra
mina hvað orðið, Kulturhuset, þýddi. Þau
fóru að tala um menningu og þá lá beint
við að spyrja hvað menning væri. Ekki
man ég nákvæmlega hvaða útskýringa
þau gripu til við útskýringar á fyrirbærinu
menning og trúlegast hefur mér ekki þótt
þær fullnægjandi því allar götur síðar hef
ég verið að velta þessu fyrir mér.
Fetað út á menningarbrautina
Ein fyrstu kynni barna af menningu eru
trúlegast f gegnum bækur, það má vel
vera að ég hafi rangt fyrir mér í því og að
mann- og félagsfræðingar séu löngu búnir
að fylla heilu bókasöfnin með kenningum
um það hvernig menningin berist fyrst til
mannsungans er móðir syngur sefandi söngva
fyrir slefandi ungabarn, hvað veit ég. Ég og
sonur minn fetuðum okkur alla vegana út á
menningarbrautina saman með lestri bóka.
í fyrstu voru ritverkin með hörðum og helst
vatnsheldnum spjöldum sem á voru litríkar
myndir og einfaldar setningar og náðum
við feðgar fyrst saman á menningarlegum
grundvelli á þeim vettvangi. í okkar tilviki
var nánast hoppað yfir vögguvísutímabilið
og farið beint í mjúkan faðm bókmenntanna
en það skrifast að mestu eða öllu leyti á
lagleysi föðurins og næmt tóneyra sonarins.
Drengurinn var nánast ómálga er hann baðst
undan gaulinu í mér og mótmælti kröftulega
á sinn hátt er ég hóf upp raust í tilþrifamiklu
bíumbíumbambi, en sefaðist við að skoða
myndir og hlýddi hugfanginn á frásagnír
tengdar þeim og því eigum við okkar bóka-
og sögustundir.
Endurtekning og sköpun
Það kannast allir við að börn eru íhaldssamar
verur sem eru lítið fyrir breytingar en eru hins
vegar mjög hrifin af endurtekningu, sem er
skiljanlegt því það er erfitt að læra á heim sem
tekur sífelldum breytingum, og þegar allt er
nýtt fyrir manni þá er ekkert eðlilegra en að
halda fast í það sem maður telur sig hafa náð
tökum á. Því er það að góðar barnabækur
verða að þola mikla endurtekningu ef þær
eiga að ná vinsældum meðal foreldra. Það er
til dæmis dásamlegt að lesa skrímslabækur
Áslaugar Jónsdóttur og samrithöfunda
hennar og Sagan af undurfögru prinsessunni
og hugrakka prinsinum hennar, eftir Margréti
Tryggvadótturog HalldórBaldursson, þarsem
mynd- og lesmál stangast á í skemmtilegri
mótsögn og foreldrar fá blikk frá höfundum.
Sjálfum finnst mér skemmtílegast þegar
barnabókahöfundar leyfa hinum fullorðna
lesara að vera með og taka tillit til þess að
foreldrarnir taka þátt í því að miðla innihaldi
bókarinnar. Skáldskapur er einskisnýtur ef
enginn er lesandinn og nýlega heyrði ég
verðlaunaskáld halda því hikstalaust fram að
helmingur sköpunarferlisins ætti sér stað við
sjálfan lesturinn.
Leiðinlegir prentgripir
Sonur minn á það til að taka ástfóstri við
leiðinlegar bækur, þar er yfirleitt á ferðinni
einhver óútskýranlegur áhugi á tækjum á
borð við gröfur og þyrlur og það er lítið
sem maður getur gert annað en að bíta á