Börn og menning - 01.09.2009, Side 9

Börn og menning - 01.09.2009, Side 9
Mér finnst ... 9 jaxlinn og reyna að búa til áhugaverða sögu í kringum myndirnar. Það má líka reyna að fela óhroðann og vona að hann gleymist en það gengur ekki alltaf upp. Það er stórundarlegt hvernig leiðinlegir prentgripir lauma sér inn á heimilið og særa fegurðarskyn foreldranna sem sitja eftir í endurtekningarsúpunni. Ný útgáfa af Dodda í Leikfangalandi er þar á meðal, ekki þannig að sögurnar séu eitthvað verri en hvað annað en myndirnar eru fengnar úr fremur lélegri tölvuteiknaðri sjónvarpsseríu sem er svo áferðaljót og leiðinleg að mig langar ekki að fræðast um hina sótthreinsuðu og nýju útgáfu af Leikfangalandi. Enn sem komið er hefur sonurinn ekki ánetjast afurðum Magnúsar Scheving úr Latabæ en ég ber létt snobbaðan kvíðboga fyrir þeim degi er hann fer fram á að ganga um eins og brimbrettagaur frá Kaliforníu með efnisstroffu sem kölluð er buff á höfðinu og meðtaka hinn flatneskjulega leikfimi- og hollustufasisma Sollu stirðu og félaga. f þeim ævintýraheimi eru það einungis íþróttir og hollt mataræði sem er af hinu góða. Má ég þá frekar biðja um Línu Langsokk sem setur egg í hárið og lyftir hestinum sínum til að liðka sig. Þreyttir foreldrar og syfjuð börn Mér finnst það reyndar hrein snilld að barnabækur skuli oftar en ekki enda á því að aðalhetjurnar leggjast sælar og glaðar til svefns og tunglið og stjörnurnar gægjast fram. Þannig snúast höfundarnir á sveif með þreyttum foreldrum sem nota bókmenntirnar til að bæla ungviðið að loknum vinnudegi. Eftir lestur nokkurra góðra bóka er þannig búið að læða þeirri hugmynd að syni mínum að það séu allir í heiminum að fara að lúlla og því sé það í besta lagi fyrir hann að gera slíkt hið sama. Höfundur er Ijósmyndarí og blaðamaður Gríptu bók! •Manga •Myndasögur •Tölvuleikir •Tímarit •DVD myndir •Tónlist o.fl. Opiö alla daga Hamraborg 6a S: 570-0450 Núpalind 7 S:564-0621 Bókasafn

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.