Börn og menning - 01.09.2009, Blaðsíða 10
Armann Jakobsson
Munkalatína fyrir byrjendur
Gvendur bóndi á Svínafelli 30 ára á íslensku
Skáldsagan Gvendur bóndi á Svinafelli
eftir J.R.R. Tolkien (1892-1973) kom út á
íslensku fyrir réttum 30 árum, árið 1979.
Hún er þýðing á ensku sögunni Farmer
Giles of Ham sem kom fyrst út fyrir 60
árum, árið 1949. Til eru fjögur vélrituð
uppköst af sögunni og eitt handrit en hún
mun fyrst hafa verið flutt munnlega milli
1926 og 1930. Ef árið 1929 væri valið ætti
hún þrefalt afmæli í ár og það er í sjálfu sér
ástæða til að leiða hugann að henni núna.
I
Þegar Tolkien setti þessa sögu upphaflega
saman hafði hann ennþá ekki gefið út
skáldsögu; vinsældir Hobbitans (1937) gerðu
það aftur á móti að verkum að markaður var
fyrir verk hans og Gvendur bóndi kom út á
meðan útgefandi Tolkiens og lesendur biðu
langeygireftirframhaldi Hobbitans sem síðan
varð að skáldsögunni Hringadróttinssaga
(1954-1955). Á íslensku kom bókin síðan út
um svipað leyti og íslensk þýðing Hobbitans.
Gvendur bóndi hefur aldrei náð viðlíka
vinsældum og Miðgarðssögur Tolkiens en
samt er hún vel þess virði að henni sé
gaumur gefinn.
Sá er þetta ritar var barn árið 1979 og
hefur líklega eignast íslensku þýðinguna
það ár eða nokkru síðar. Ingibjörg Jónsdóttir
þýddi Gvend en í bókinni voru myndir eftir
Pauline Baynes (1922-2008) sem einnig
myndskreytti Narníubækur C.S. Lewis (sem
komu út á íslensku nokkrum árum sfðar).
Tolkien hafði mikið dálæti á myndum Baynes.
Hún hafði fremur einfaldan stíl sem stundum
minnir á teiknisnillinginn Aubrey Beardsley
(1872-1898) og er að hluta til innblásinn af
miðaldalist.
Ekki minnist ég þess að Gvendur bóndi á
Svinafelli hafi verið eftirlætisbók en þó hafði
ég nokkurt dálæti á henni, eins og á ýmsum
bókum. Kannski hafði hún sín áhrif á það að
ég fékk síðar áhuga á miðaldabókmenntum,
þó að raunar væru miðaldir býsna algengt
sögusvið í bókum handa börnum á þeim
tíma. Gvendurbóndi skarsig þó úr; almenna
reglan var sú að bækur sem gerðust á
fyrri öldum væru fremur alvarlegar, jafnvel
hátíðlegar. Við slíkan hátíðleika var Gvendur
bóndi á hinn bóginn alveg laus og meðal
annars þess vegna var hún framandleg og
svolítið torskilin
II
Gvendur bóndi grundvallast á fremur
einfaldri formúlu. Söguhetjan er það sem
kalla mætti andhetju, maður sem við
fyrstu sýn virðast ekki hafa neina af þeim
eiginleikum sem prýða hefðbundnar hetjur.
Gvendur bóndi sækist ekki eftir ævintýrum;
hann er feitur, sjálfumglaður og latur. Þessi
skortur á metnaði er ekki óalgengur í hetjum
20. aldar bókmennta; okkur virðist falla
hann vel. Gvendur er hversdagsmaður en