Börn og menning - 01.09.2009, Side 12
12
Börn og menning
finnst það skemmtilegt sjálfum og þess vegna
hittir það í mark. Þegar sagan var gefin út var
hann höfundureins metsöluverks (Hobbitans)
og gat því leyft sér ýmislegt. Strax á bls. 12
er sagt frá framhlaðningi og fyrirspurn sem
send vartil „vitringanna þriggja i Öxnafurðu"
sem svara með spaklegri orðabókaskýringu.
Sjálfur hafði Tolkien unnið við hina miklu
orðabók Oxfordháskóla (The Oxford English
Dictionary) sem kom út árin 1888-1928, og
vísar hér greinilega til þeirrar reynslu.
Önnur tegund gamansemi í bókinni er af
félagslegra tagi og má líka finna í Hobbitanum
(og í stöku kafla í Hringadróttinssögu). Þannig
er Gvendur bóndi hluti af smábæjarsamfélagi
sem eggjar hann til dáða. Malarinn er þar
fremstur í flokki því að hann er fjandvinur
Gvendar en presturinn, lærdómsmaður
þorpsins, er þó allra snjallastur við að etja
Gvendi áfram og markmið hans er öllu
göfugra því að hann sér í Gvendi mann
sem getur staðið vörð um Svínafell. Önnur
aukapersóna sögunnar er járnsmiðurinn
„silalegur fýlupoki, sem hét Fabricius
Cunctator, þó að allir kölluðu hann Brosmilda
Bjarna [Sunny Sam á frummálinu]. Flann
flautaði aldrei við vinnu sína, nema slys kæmi
fyrir eða óárán yrði [...], sem hann hafði sagt
fyrir um. Það urðu fá slys eða ólán, sem hann
spáði ekki fyrir, því að daglega ógnaði hann
mönnum með óáran og illviðrum. Þetta var
einkaskemmtun hans og auðvitað vildi hann
ógjarnan gera eitthvað til að hindra slys."
Þetta er býsna haganleg mannlýsing
dregin upp í fáum dráttum og eftir það
getur lesandinn ekki annað en brosað þegar
þórðargleði járnsmiðsins fær útrás eins
og þegar drekinn lofar að borga þorpinu
skaðabætur og snúa aftur á Hilaríusarmessu.
Þá líst smiðnum ekkert á nafnið Hilaríus;
í frummálinu er messan raunar tileinkuð
bæði Hilarius and Felix en þessi nöfn merkja
'glaðvær' og 'hamingjusamur' og því enginn
furða að járnsmiðnum súra lítist ekki á
þau. Hann tekur þó gleði sína á ný þegar
drekinn stendur ekki við eiða sína. Þá gengur
hann um flautandi og hlakkar yfir því að
hrakspárnar hafi gengið eftir.
Annars er gamansemi sögunnar ekki síst
á kostnað „almannarómsins" sem sveiflast
eins og lauf í vindi. Almannarómurinn er
jafn virkur í miðaldasamfélagi Tolkiens og
almenningsálitið í nútímanum og það er það
sem gerir Gvend að hetju, fyrst á Svínafelli
en að lokum í öllu konungsríkinu. Um leið
fer hann „að líta stórt á sig" og kemst upp
með. Eftir að hann hefur sigrast á risanum
og drekanum tekst hann á við sjálfan kóng
og sigrar hann Ifka, ekki í einvígi heldur með
því segja honum að fara heim til sín og neita
að borga honum skatt.
Þannig leysist saga sem í fyrstu virðist
fjalla um einvígi við yfirnáttúrulegar vættir
upp í pólitíska þrætu, eins og raunar
Hobbitinn líka. Tolkien var næmur fyrir
alvöru og hátíðleika miðaldanna en um leið
kunni hann að kippa sögunni niður á jörðina
- á miðöldum voru líka til huglausir hundar,
nágrannaerjur, fégráðugir konungar og
sjálfumglaðir riddarar sem hafa meiri áhuga
á hirðsiðum en hetjuskap. Ein af ástæðum
þess að riddararnir eru seinir til átaka þegar
dreki kemur í byggðarlagið er sú að þeir vilja
ekki móðga matsvein konungs sem hefur
náð mikilli færni í að elda „gervi-drekahala-
köku úr hnetum og möndludeigi, skreytta
glæsilegu hreisti úr sykurbráð" og þeir nenna
ekki á drekaveiðar rétt fyrir jólaburtreiðarnar.
Bardagaleikirnirvirðastþeim mun mikilvægari
en raunverulegir bardagar, vísbending um að
riddaramennskan snúist fremur en leiktjöld
en veruleika. Og þegar konungurinn heldur
uppskrúfaða ræðu um kjark og dirfsku
Svínafells og Gvendar ræða riddararnir
„nýjustu hattatískuna í sínum hópi."
IV
Lykilpersóna sögunnar auk Gvendar bónda
er drekinn Chrysophylax Dives (nafnið
merkir 'ríki gullvörslumaðurinn'). Drekar
eru vitaskuld fyrst og fremst ófreskjur sem
kappar glíma við til að reyna hugrekki
sitt. Fram kemur í sögunni að þeir séu
svikulir og samviskulausir með öllu. Enn
fremur stunda þeir mannát og Chrysophylax
snæðir prestinn í Eikarlundi, næsta þorpi við
Svínafell.
Samt er allnokkur sögusamúð með
drekanum; lesendum getur varla annað en
látið sér líka vel við hann enda verður
hann að lokum lykillinn að frægð og frama
Gvendar. Eins og segir í sögunni: „allir
bera virðingu fyrir manni, sem á taminn
dreka." Milli Gvends og drekans verður líka
sérstakt tilfinningasamband: „Drekanum var
jafnhlýtt til Gvendar og dreka getur orðið
til nokkurs manns, þótt vondur væri." Það
stafar af því að Gvendur hafði fyrr í sögunni
sýnt drekanum sanngirni og leyft honum að
halda eftir hluta af illa fengnum auð sínum.
Það reynist heillaráð því að þar með nær
hann samkomulagi við dýrið sem kemur
þeim báðum vel.
Drekar eru vitaskuld dýrslegir. Talandi
dreki eins og Chrysophylax er þó ævinlega
hálfur í mannheimi. Drekinn er enn fremur
bæði slóttugur og kurteis; fyrstu orðin sem
hann segir við Gvend eru: „Góðan daginn!"
og síðan bætir hann við: „Afsakaðu, að
ég spyr, en varstu kannski að leita að
mér". Síðar í sögunni verður drekinn
„áhyggjufullur" þegar Gvendur minnir hann
á svikið loforð um að færa Svínafelli auð
sinn. Áhyggjur tengjum við frekar við okkur
sjálf en hættuleg skrímsl, en þetta tiltekna
skrímsl er ansi mennskt þó að illt sé og
svikult.
Niðurstaðan er líka sú að drekinn reynist
ekki höfuðandstæðingur bóndans í sögunni.
Höfuðandstæðingurinn er konungurinn
sem vill hirða auðæfi drekans fyrir sig og
metur Gvend ekki að verðleikum. Sagan
snýst þannig ekki um baráttu hetjunnar
við yfirnáttúrulega óvætti heldur fremur
um stöðu hins frjálsa bónda gagnvart
sjálfselsku yfirvaldi. f þeim átökum er hinn
yfirnáttúrulegi andstæðingur réttum megin,
hann stendur með Gvendi og verður hans
helsta hald og traust. Sögunni lýkur svo á
að hann hlýtur frelsi sitt, snýr aftur í hellinn
og segir risanum heimska til syndanna fyrir
að hafa vakið falsvonir drekanna um að
mannfólkið væri hættulaust.
Gvendur bóndi á Svinafelli er nefnilega
ekkert ævintýri eða rómansa. Þvert á móti
er hún góðlátleg satíra, full af lærðum
einkahúmor höfundarins. En það vildi svo
vel til með Tolkien að einkaskemmtun hans
reyndist höfða furðu vel til fjöldans.
Höfundur kennir við Háskóla íslands