Börn og menning - 01.09.2009, Side 13

Börn og menning - 01.09.2009, Side 13
Fíasól og fjölskyldan í Grasabæ 13 Þorgerður E. Sigurðardóttir Fíasól og fjölskyldan í Grasabæ Varla þarf að kynna skáldsagnapersónuna Fíusól fyrir lesendum, enda hefur hún verið með vinsælli hetjum íslenskra bókmennta á undanförnum árum. Fíasól er níu ára stelpa sem Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur skrifað fjórar bækur um og einnig hefur komið út þrautabókin Ferðabók Fiusólar, sem hefur þann tilgang að stytta börnum stundirnar á ferðalögum. Bækurnar fjórar komu út á árunum 2004-2008 og heita Fiasól í fínum málum, Fiasól í Hosíló, Fiasól á flandri og Fiasól er flottust. I Fíasól býr með foreldrum sínum, stóru systrunum Pippu og Biddu og hundunum Plansínu og Jensínu í Grænalundi í Grasabæ. Mamman vinnur heima á daginn í tölvunni og er því eðli málsins samkvæmt meira áberandi í sögunum en pabbinn. Einnig koma afi og amma þó nokkuð við sögu og það sama má segja um vini og nágranna f Grasabæ. Flver bók skiptist í nokkra kafla og má segja að hver kafli geti staðið nokkurn veginn sjálfstæður ef lesandi þekkir til persónanna. Kaflarnir hverfast undantekningarlaust um einn atburð í lífi Fíusólar og fjölskyldu hennar. Allar eru bækurnar byggðar upp á svipaðan hátt, fyrst kemur inngangskafli þar sem fjölskylda, nágrannar og umhverfi eru kynnt til sögunnar og jafnframt fær lesandinn tilfinningu fyrir því hvað er að gerast í fjölskyldulífinu á þeirri stundu sem sagan hefst. Við tekur síðan röð atburða sem tengjast sjaldnast með hefðbundnum söguþræði. Framvinda er því í raun ekki mikil, Fíasól og systur hennar eldast jú og það má sjá ákveðin þroskamerki í fari Fíusólar, í síðustu bókinni Fiasól er flottust er það til dæmis tekið fram í upphafi að hún sé hætt að hafa miklar áhyggjur af peningum, en hún varð fyrir því óhappi að týna buddunni sinni með öllum peningunum sem hún hafði safnað til að kaupa sér krossara (torfærumótorhjól) og ákveður eftir þónokkrar svekkingar að leggja peningasöfnun til hliðar í augnablikinu. Það er sjaldnast neitt sem gefur til kynna að sögurnar séu endilega sagðar í tímaröð og því má frekar segja að um sagnasöfn sé að ræða en skáldsögur í eiginlegum skilningi.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.