Börn og menning - 01.09.2009, Blaðsíða 16
Velkomin á fund Leynifélagins í hinum dularfulla Leynilundi, kæru Leynifélagar. Allir þeir sem hlusta á fundinn eru sjálfkrafa meðlimir í
Leynifélaginu, en við mælum með því að fullorðnir hlusti í fylgd barna, til að byrja með.
„Hvert er leyniorðið?"
Leynifélagið var stofnað sumarið 2007
af Brynhildi Björnsdóttur og Kristínu Evu
Þórhallsdóttur. Fyrsti fundurinn var haldinn
lO.september 2007 og þá bættust strax
leynifélagar í hópinn því allir sem hlusta
á fundina verða sjálfkrafa meðlimir í
Leynifélaginu. Fullorðnum er þó ráðlagt að
hlusta með börnum, fyrst í stað að minnsta
kosti. Fundir voru fyrsta veturinn sunnudaga,
mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga en
sunnudagsfundirnir fluttust yfir á föstudaga
haustið 2008. Þá bættist Leynifélaginu
einnig liðsaukinn Ævar Þór Benediktsson,
uppfinningamaður og viðtalari með meiru,
sem er nokkuð á sínum eigin vegum, fjallar
um uppfinningar og tekur viðtöl en mætir
ekki endilega á venjulega fundi. Uppbygging
fundanna er alltaf svipuð yfir vetrartímann,
aðeins öðruvísi á sumrin.
Hurð opnast og fótatak gefur gönguferð
til kynna, úlfur ýlfrar í fjarska og svo heyrist
kynningarstefið, lagið um Bleika pardusinn
og svo er beðið um leyniorð og -persónu.
Leyniorðið gefur oftast til kynna efni fundarins
og hver einasti fundur hefst á leyniorðinu.
Brynhildur og Kristín Eva stýra fundi saman
en Ævar Þór yfirleitt einn. Efni fundarins er af
ýmsum toga, upp úr hljóðskjóðu Leynilundar
eru dregin upp viðtöl við krakka sem eru
að gera eitthvað skemmtilegt, við flytjum
árstíðabundið efni, kynnumst tómstundum
barna, og ungir fréttaritarar Leynifélagsins
kynna sér störf fullorðinna með viðtölum.
Svo kynnum við auðvitað menningu fyrir
krakka, leikhús, tónlist og ekki síst bækur. Á
föstudagsfundum fræðumst við um heima og
geima eða hlustum á tónlist. Framhaldssaga
er lesin alla daga nema föstudaga og svo
er fundi slitið með því að farið er með
leynikveðjuna „Leynifélag alltaf leyndó alltaf
gaman."
„Hver ert þú?"
Við erum tvær konur á fertugsaldri, mæður
og blaðamenn. í raunveruleikanum. Á
Leynifélagsfundum erum við hinsvegar
á óræðum aldri, stelpukonur sem hafa
brennandi áhuga á öllu og göngum inn í
ákveðnar, en mjög lausmótaðar persónur
sem eru við en aðeins ýktari. Eina skilyrðið er
jákvæðni og glaðlyndi, án þess þó að það fari
út í öfgar. Við leggjum okkur líka allar fram
um að tala við Leynifélaga með virðingu, án
þess að verða of háfleygar eða settlegar.
Við hlustuðum báðar mikið á útvarp sem
börn og reynum að halda fundi sem við
hefðum sjálfar haft gaman af því að hlusta
á. Við spilum Ifka heilmikið af tónlist frá því
við vorum litlar og veljum gjarna bækur
sem okkur fannst skemmtilegar til að lesa
sem framhaldssögur. Þriðji fundarstjórinn,
Ævar Þór, er ólíkur okkur um margt, og
þessvegna svo bráðnauðsynleg viðbót við
Leynifélagið. Hann er kynslóð yngrí, meira
afmörkuð persóna, eilítið stórskrýtinn
uppfinningamaður, og svo, auðvitað,
strákur.
„Velkomin í Leynilund"
Leynilundur er félagsheimili Leynifélagsins
og þar eru fundirnir haldnir og þeim
útvarpað á Rás 1 fjórum sinnum í viku.
Leynilundur er galdrastaður þar sem allt
getur gerst, síbreytileg gagnvirk veröld þar