Börn og menning - 01.09.2009, Page 18

Börn og menning - 01.09.2009, Page 18
18 Erla Elíasdóttir Bangsímon fyrir alla Bangsímon eftirA.A. Milne í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar „Bangsímon er fyrir smábörn", sagði tíu ára gömul vinkona mín þegar ég spurði hvort hún þekkti sögurnar um hann. Eins og aðrir sem lesið hafa upprunalegu Bangsimon-sögurnar veit ég að Bangsímon er fyrir alla, en grunar að alltof algengt sé að börn og fullorðnir afskrifi hann með þessum hætti. Verk A.A. Milne um bangsann góðkunna hafa enda helst verið áberandi í einfölduðum - mér liggur við að segja útþynntum - útgáfum hin síðari ár. Því ber að fagna að sögurnar tíu sem fyrsta Bangsímon-bókin samanstendur af hafa nýverið verið þýddar af Guðmundi Andra Thorssyni og þannig birst á íslensku í fyrsta skipti í fullri lengd, undir hinu einfalda en ágæta heiti Bangsimon. Töfrum gæddur einfaldleiki Fyrsta bókin um Bangsímon, Winnie- the-Pooh, kom út í Bretlandi árið 1926. Persónurnar sem þar koma fyrir- drengurinn Jakob Kristófer og leikfangadýrin hans - hafa lifað æ síðan, ekki síst fyrir tilstilli frábærra myndskreytinga E.H. Shepard. Hin síðari ár hafa sögurnar upprunalegu þó heldur fallið í skuggann af afurðum Disney-samsteypunnar, bæði í formi teiknimynda og myndabóka. Er þá byggt á upprunalegum teikningum og söguþræði en textinn einfaldaður. Það er hinsvegar einmitt í texta Milne sem galdur Bangsímons liggur: einföldustu athafnir lífsins, að rölta um skóginn eða lenda í rigningardembu, verða ævintýri líkastar. Einkenni persónanna eru sömuleiðis sterkust og litríkust í upprunalegu sögunum - hugmyndaauðgi Bangsímons, taugaveiklun Grislíngsins, röggsemi Kaninku, tilvistarkreppa Eyrnaslapa, besservisserháttur Uglu, umhyggjusemi Köngu fyrir Gúra sínum og óbrigðull hæfileiki Jakobs Kristófers til að koma jafnvægi aftur á í Hundraðmetraskógi.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.