Börn og menning - 01.09.2009, Blaðsíða 21
Prumpað í Óslo
Ingólfur Gíslason
Prumpað í Osló
'\jr
Doktor Proktor og prumpuduftið eftir Jo Nesbo í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl
í gamla daga var ekki mikið fjallað um líkamlegar þarfir i barnabókum. Ómar Ragnarsson söng að vísu um mismunandi gerðir hláturs
en nær okkur í tíma eru prumpulag doktors Gunna, bókin um moldvörpuna sem vildi vita hver skeit á hausinn á sér og fleiri verk ætluð
börnum. Þetta er til marks um aukið frjálsræði og viðurkenningu á líkamleika manneskjunnar. Engu að síður þykir ennþá hvorki snoturt
né snyrtilegt að tala mikið um hluti eins og prump eða kúk, og fremur dónalegt að ropa hástöfum. Þess vegna er líka svona skemmtilegt
að gera það.
Hetjusaga af agnarlitlum strák
Þrátt fyrir titil bókarinnar þá er prump í sjálfu
sér ekkert aðalatriði í bókinni. Sagan er að
formi til hetjusaga af agnarlitla stráknum Búa.
( upphafi sögunnar flytur hann á Fallbyssustíg
í Osló. Hann kynnist nágrannastúlkunni Lísu
og brjálaða prófessornum doktor Proktor
sem finnur upp bæði venjulegt prumpuduft
og geimprumpuduft sem er svo öflugt að
það má nota til að prumpa sér til tunglsins.
Slík vara er augljóslega verðmæt og því verða
þrjótarnir, herra Þráinn og synir hans, að stela
því. Um tíma dúsa Búi og doktor Proktor
„í öruggasta fangelsi í Norður-Evrópu að
Finnlandi undanskildu." En þó að Búi sé
alveg óvenjulega lítill er hann hugrakkur,
orðheppinn og útsjónarsamur og hann kann
að nýta sér smæð sína til að sigrast á erfiðum
aðstæðum.
Við lesum í leiðinni um glæpi og refsingu
og undirheima klóakröranna fyrir neðan Osló,
þar sem skíturinn flæðir, túrtappar fljóta um
og rottur mega vara sig á kyrkislöngu með
flugbeittar tennur. Litli strákurinn Búi er
hugprúður, lífsglaður og fullur af húmor,
en allt um kring eru hinir ýmsu sígildu lestir
mannkynsins að verki. Gráðugur og tillitslaus
vondikarl, kennari sem er fastur í formi
og reglum, hégómlegur hljómsveitarstjóri,
fullorðið fólk sem tekur ekki mark á
börnum, heimskir lögregluþjónar. Kannski
er það allt í lagi, og jafnvel nauðsynlegt, en
vísindamaðurinn (sem er mikilvæg persóna
í bókinni) er nokkuð staðalímyndaður sem
brjálaður prófessor, og þeir sem teljast vondir
eru líka feitir - ég veit ekki alveg hvað á að
segja um það.
Fyndin og spennandi
Ég las bókina fyrir son minn, sjö ára, og hann
segir að hún sé spennandi og skemmtileg.
Textinn er líka víða fyndinn, og sver sig í ætt
við stíl Ole Lunds Kirkegaards, að minnsta
kosti á köflum, þar sem lesanda er komið á
óvart með fáránlegum lýsingum eða óvæntu