Börn og menning - 01.09.2009, Qupperneq 22

Börn og menning - 01.09.2009, Qupperneq 22
Börn og menning sjónarhorni. Hér ber að þakka þýðingunni sem er óvenjulega lifandi og kraftmikil, ég hef of oft lesið þýddar barnabækur þar sem málið verður fremur flatt og einkennist af stöðluðum orðasamböndum. Það sem í fyrstu virðist vera skaðræðisskepna (og væri í Disney-heimum ekkert annað en það) fær líka samúð: Kyrkislangan Anna Konda vaknaði skyndilega. Hana hafði dreymt sama drauminn og hana dreymdi ævinlega. Um það hvernig hún synti með mömmu sinni í yndislegu og hlýju Amazon-fljótinu innan um pírana-fiska, krókódtla, eiturslöngur og aðra góða vini, og var kát og glöð. Og það hvernig hún var veidd í net eina nóttina, dregin upp úr vatninu og flutt til annars lands þar sem alltaf var ískalt og þar sem hún hafnaði í gæludýraverslun. (bls. 149). Sá sem eignast slönguna svo er versti óþokkinn í bókinni (en hún sleppur frá honum niður í klóakið), herra Þráinn, sem er milljónamæringur eftir að hafa stolið uppfinningu frá einhverjum aumingjans uppfinningamanni. Hann ekur um á Hummer-jeppa og minnir mjög á íslenskan útrásarvíking. Fyrir peningana sem herra Þráinn hafði grætt á uppfinningunni byggði hann stóra húsið með bílskúrunum þremur og keypti sér Hummer. Hummer er breiður og grimmilegur bíll sem var framleiddur til notkunar í stríðum, og þegar herra Þráinn kom akandi upp Fallbyssustíginn náði bílinn næstum þvert yfir báðar akreinarnar. Auk þess menga Hummerar alveg hryllilega mikið. En herra Þráni hefði ekki getað verið meira sama, því hann kunni vel við breiða, grimmilega bíla. (bls. 8). Gegn græðgi í barnabókum er auðvitað yfirleitt einhvers konar siðferðisboðskapur, þó að hann geti stundum verið margslunginn. Það er augljóst í þessari bók að hið vonda er fyrst og fremst græðgin, sem er raungerð í herra Þráni og spikfeitum sonum hans, Þrymi og Þresti. Þetta er ekki fyrsta bókin þar sem græðgi kemur illa út. Ekki er vanþörf á gæti maður sagt, en því miður er eins og boðskapur bókanna megi síns lítils gegn andrúmslofti auðsöfnunnar sem gegnsýrir allt samfélag okkar. í þessu Ijósi er sérlega áhugavert að höfundurinn, Jo Nesbo, er hagfræðimenntaður, en innan þeirra fræða hefur löngum þótt bæði eðlilegt og gott að megin markmið hverrar manneskju - ef ekki meðvitað þá ómeðvitað - sé að hámarka eigin auð. Og síðan hvenær var eitthvað rangt við það á íslandi að keyra um á Hummer? í heild má segja að sagan sé fremur hefðbundin; Ktil hetja lendir í vandræðum með óþokka sem virðast ætla að hafa betur. En hetjan sigrar, illmennin hljóta makleg málagjöld og Norðmenn geta haldið upp á þjóðhátíðardaginn 17. maí með viðeigandi hætti. Höfundur kryddar söguna vissulega með ýmis konar óvæntum vendingum og gríni og vekur athygli lesenda á ýmsu sem ekki er rætt í dauðhreinsuðu barnaefni. Kannski má segja að þrátt fyrir almennt lipurlegan og ferskan texta sé sumt grínið dálítið þvingað og þreytt og það er lítil tilfinningaleg dýpt (eða annars konar vitsmunaleg dýpt) í bókinni. Það er sjálfsagt heldur ekki ætlunin, og er svosem ekki venja að barnabækur leggi á djúpið. Bókin virðist ætluð börnum um og yfir átta ára (hún er merkt 8+ á kápu), en ég held að börn á aldrinum sex til tfu ára geti haft af henni gaman. Höfundur er stærðfræðingur

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.