Börn og menning - 01.09.2013, Blaðsíða 5

Börn og menning - 01.09.2013, Blaðsíða 5
Frá ritstjóra 5 1 þessu hefti tímaritsins Börn og menning er nokkuð ítarlega fjallað um eitt vinsælasta bókmenntaform síðustu ára, teiknimyndasöguna. Teiknimyndasögur hafa notið mikilla vinsælda hér á landi en fáir íslenskir listamenn hafa lagt stund á þetta bókmenntaform. Þetta kemur ekki á óvart Þer sem mikil vinna liggur að baki hverri sögu og markaðurinn á íslandi hefur reynst °f lítill til að standa undir slíkri útgáfu. Þó bafa komið út nokkrar íslenskar myndasögur síðustu þrjátíu árin eftir listamenn á borð við Bjarna Hinriksson, Kjartan Arnórsson (Kjarnó) °9 Hugleik Dagsson. Nokkur teiknimyndablöð hafa verið gefin uf síðustu áratugina hér á landi. Gisp! hefur komið út óreglulega allt frá árinu 1990 °9 kom 11. tölublaðið nú í ár. Uppistaðan 1 blaðinu eru íslenskar teiknimyndasögur. Teiknimyndablaðið NeoBlek hóf göngu sína 1996 og hefur komið út óslitið síðan en efni þess er oftar en ekki þýðingar á frönskum myndasögum fremur en frumsamdar íslenskar myndasögur. ÓkeiPiss! er teiknimyndablað sem kom út í fyrsta skipti 2011 og kemur nú út árlega. Uppistaðan í því eru íslenskar teiknimyndasögur. í þessu tölublaði Barna og menningar er að finna grein eftir Þórhall Björgvinsson, deildarstjóra teiknimyndasögudeildar verslunarinnar Nexus, þar sem hann fer yfir helstu tegundir teiknimyndasagna sem lesnar eru á íslandi í dag. Úlfhildur Dagsdóttir fjallar um fordóma gegn teiknimyndasögum og ritskoðun á þeim i gegnum tíðina. Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir veltir fyrir sér kynjaímyndum í teiknimyndasögum og Stefán Pálsson er höfundur greinar um belgísku teiknimyndasögurnar um Sval og Val sem flestir ættu að þekkja. Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson skrifa svo pistil um hvernig þau unnu teiknimyndasöguna Blóðregn, fyrstu bókina f flokki sem byggist á Brennu-Njálssögu. Helga Ferdinandsdóttir lét á þessu ári af störfum sem ritstjóri tímaritsins Börn og menning og þökkum við henni vel unnin störf fyrir IBBY á Islandi. Nýr ritstjóri tímaritsins hefur enn ekki verið fundinn, en i millitíðinni hef ég notið þess heiðurs að hafa umsjón með þessu nýjasta tölublaði Barna og menningar. Ég óska lesendum alls hins besta á komandi vetri. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.