Börn og menning - 01.09.2013, Síða 15

Börn og menning - 01.09.2013, Síða 15
Kynjapróf í myndheimum 15 Aðalsöguhetja Fables teiknimyndasagnanna eftir Bill Willingham, Mjallhvít, öll lurkum lamin í fyrsta bindi bókaftokksins Legends in Exile (2003). Prófið dugar hins vegar skammt þegar bókmenntafræðingar vilja greina einstök bókmenntaverk. Að mínu mati þarf bókmenntaverk að standast fimm atriði til að geta talist „jafnréttissinnað": 1. Um helmingur sögupersóna er kvenkyns. 2. Kvenpersónur eru jafn fjölbreyttar söguhetjur og karlpersónur. Það er að segja, kvenpersónur eru ekki óígrundaðar staðalímyndir og/eða hver annarri líkar heldur liggur flókin persónusköpun að baki þeim. 3. Kvenkyns söguhetjur eru kynvæddar á sama hátt og karlhetjurnar. Það er að segja, þær eru ekki fyrst og fremst teiknaðar sem kyntákn sem freista karlhetjanna. 4. Samfélagsleg staða kven- og karl- hetja er sambærileg í frásögninni, kvenpersónur njóta sömu virðingar og karlar. 5. Sagan má ekki viðhalda mýtunni að konur séu konum verstar og að þær valdi uppnámi í samfélaginu með órökréttri og neikvæðri hegðun. Teiknimyndasögur segja oftar en ekki frá vöðvastæltum karlkyns ofurhetjum og þær örfáu kvenhetjur sem birtast á siðum teiknimyndasagna eru kynbombur, gjarnan í aukahlutverki. En þrátt fyrir að myndasögur geti verið með ólíkindum ójafnréttissinnaðar er ég einlægur aðdáandi myndrænna frásagna. Myndasögur sameina okkur sem búum á þessari jörð vegna þess að myndir eru alþjóðlegt tungumál sem tengir okkur saman. Alltof oft læt ég mig því hafa það að lesa sögur þar sem helmingur mannkynsins er hreinlega ekki til. Jafnrétti kynjanna í Fables, sígildri teiknaðri sögu á 21. öldinni Eaó/es-bókaflokkurinn er hugarsmíð bandaríska myndasöguhöfundarins Bill Willingham. Fables myndasögurnar hafa komið út mánaðarlega frá árinu 2002. Þetta eru dásamlegar bækur um ævintýrahetjur sem hafa flúið úr annarri vídd til New 'úork, flóttamenn sem fara huldu höfði einhvers staðar í miðri Brooklyn. Sagan hefst á glæp: Rauða Rósa er horfin, íbúðin hennar er í rúst og þakin blóði. Mjallhvít systir hennar og Bigby Úlfur reyna í sameiningu að komast að því hvað hefur orðið um hana. Söguhetjur bókaflokksins eru kunnuglegar úr ævintýraheimi Vesturlanda, við kynnumst til dæmis nöfnu minni Mjallhvíti, vonda úlfinum Bigby (gælunafn fyrir „the big bad wolf"), Jóa úr Baunagrasinu og Öskubusku. Við fyrstu sýn virðist staða kvenhetja í bókaflokknum nokkuð góð. Aðalkven- persónan, Mjallhvít, leikur stórt hlutverk í framvindu sögunnar og gegnir valdastöðu í samfélagi ævintýraflóttamannanna. En þegar betur er að gáð er langt frá því að kynjajafnrétti ríki í þessum sögum. Faó/es-bókaflokkurinn stenst Bechdel-prófið fræga, en kolfellur á prófinu mínu. Ef við skoðum flokkinn út frá þeim atriðum sem ég tel vera grunninn að jafnréttíssinnaðari sögu, er óhætt að segja að halli mjög á annað kynið. Kvenpersónur eru einsleitar og í miklum minnihluta. Þær eru ýmist dramadrottningar eða íðilfagrar prinsessur (jafnvel aðalsöguhetjan Mjallhvít á það til að vera móðursjúk). Karlarnir eru hins vegar fjölbreyttir bæði hvað varðar útlit og lundarfar: ungir, aldnir, skeggjaðir, feitir og með alls konar persónueinkenni. Kvenhetjurnar eru gjarnan teiknaðar í kynþokkafullum stellingum, fáklæddar, liggjandi uppi í rúmi eða sófa í nærbuxum og þröngum bol, eða sitjandi á hnjánum með bakið sperrt. Þetta er í mikilli mótsögn við teikningarnar af karlhetjunum. Þegar karlarnir eru teiknaðir fáklæddir eru þeir settir í valdmannslega stellingu, þeir standa keikir og horfa á fáklæddu konurnar fara í og úr fötunum. Lesandinn er settur í hlutverk gluggagægis sem starir á kvenpersónurnar ásamt karlhetjunni. Valdastaðan milli kynjanna er mjög óþægileg á köflum, aðalsöguhetjan Mjallhvít er fórnarlamb sem þarf að bjarga, hjálparvana og upp á karlpersónurnar komin. Undir lok fyrstu bókar í flokknum er bjargarleysi hennar orðið algjört - hún er sett í náttslopp og hjólastól. Þótt Faó/es-bókaflokkurinn falli ekki að skilgreiningum mínum um jafnréttissinnaðar bækur eru þar ýmis atriði sem koma skemmtilega á óvart og það er engin tilviljun að þessar sögur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Willingham leikur sér að því að afbyggja ýmsar klisjur um konur sem birtast sí og æ í heimi teiknimyndanna. Árið 1999 bjóteiknimyndahöfundurinn Gail Simone tíl hugtakið „women in refrigerators" eða frystikistukonurnar. Simone vísaði þar til illræmdrar teiknimyndasögu frá 1994, Green Lantern, þar sem titilhetja kemur heim og finnur þar kærustu sína myrta og hefur henni verið troðið inn í ísskápinn. Simone bjó til heimasíðu sem kallaðist Frystikistukonurnar og safnaði þar saman dæmum úr teiknimyndaheiminum þar sem dauði kvenna, meiðsli og niðurlæging drífur áfram framvindu sögunnar og er nýtt til að dýpka persónusköpun karlhetjunnar. Willingham leikur sér að þessari klisju teiknimyndasagnanna og snýr henni við. Drifkraftur sögunnar virðist við fyrstu sýn

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.