Börn og menning - 01.09.2013, Blaðsíða 16

Börn og menning - 01.09.2013, Blaðsíða 16
16 Börn og menning vera „frystikistukona": Rauða Rósa er horfin, einungis blóðslettur marka stað hennar ( upphafi bókaflokksins. En Rauða Rósa reynist ekki vera dáin, hún birtist seinna í bókaflokknum sprelllifandi og margslungin kvenpersóna sem hefur látið sig hverfa í mikilli svikamyllu sem er sett á svið til að græða peninga. Annar skemmtilegur viðsnúningur á klisju úr teiknimyndasögum er hvernig dýrapersónurnar eru teiknaðar. Eitt sem almennt einkennir myndtúlkun kvendýra í teiknimyndasögum er hvernig þeim er gefið útlit sem samfélagið skilgreinir sem kvenlegt. Kvendýrin eru teiknuð með löng augnahár sem ramma inn lokkandi eða mild augu, sítt hár, brjóst og mitti, þau eru klædd í fallega kjóla, ganga á háum hælum og með hárslaufur í bleikum lit, rauðum eða öðrum pastellitum, hreyfingar þeirra eru tælandi og líkamsstaða kynþokkafull. Karldýr í teiknimyndasögum eru hins vegar dýr, þau eru ekki kyngerð. Teiknuð karldýr eru ekki „karlmannleg" á sama hátt og kvendýrin eru „kvenleg". Karldýrin eru skopstæling á dýrinu sjálfu á meðan kvendýrin eru skopstæling af dýrinu plús klisjukennd einkenni sem teljast kvenleg. Karldýrið mætti að þessu leyti skilgreina sem normið, viðmiðið sem kvenlæg gildin hlaðast svo ofan á. í Fables-bókaflokknum er kyngerving dýranna ekki með þessu móti, kvendýr eru teiknuð á raunsæjan hátt. Það er að segja, nokkurn veginn eins og karlkyns Ólíkt mörgum öörum myndhöfundum teiknar Bill Willingham ekki „kvenlegar" kvenkyns dýrapersónur, í lokkandi stellingum með brjóst og mitti. Karlbangsar og kvenbangsar eru jafn bangsalegir I Fables: Legends in Exile (2003). dýr. Kvendýr og karldýr í náttúrunni eru nefnilega ekki eins ólík og teiknimyndasögur vilja gefa til kynna. Kynjaímyndir í Strumpunum og Ástríki gallvaska Strumparnir er frægur flokkur teiknimynda- sagna eftir belgíska teiknarann Peyo sem segir frá bláum furðudýrum í Strumpalandi. Fyrsta sagan í bókaflokknum kom út 1958 en síðan hefur komið út fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og tölvuleikja um þessi bláu dýr. I Strumpalandi er aðeins eitt kvendýr, Strympa. Strympa er með fögur og löng augnahár, lokkandi augnaráð, hún er krúttlega kiðfætt, í háhæluðum skóm, Ijóshærð í fögrum kjól. Þegar ég las Strumpabækurnar sem barn gat ég ekki skilið af hverju hún var ein og ég var alltaf að bíða eftir að fleiri Strympur mættu á svæðið. Á fullorðinsárum lærði ég að Strympa greyið er ekki einu sinni alvöru Strumpur. Strympa birtist fyrst í teiknimyndasögu Peyo árið 1966. Galdrakarlinn Kjartan mótar hana úr leir og gæðir l(fi, til þess eins að skapa glundroða ( þorpi Strumpanna. Strympa er ekki fagurlega mótuð af Kjartani, heldur lítur hún út og karlstrumpur, með stutt svart hár en í kjól. Það er ekki fyrr en Aðalstrumpur byrlar henni lyf að Strympa læknast af Ijótleika sínum, fær fallegt Ijóst hár og kvenlegan vöxt. Að sjálfsögðu verða allir Strumparnir ástfangnir af Strympu og (lok bókarinnar þarf hún að yfirgefa þorpið til að allt falli í Ijúfa löð. Strympa birtist við og við í bókaflokknum næstu árin, veldur usla í karlasamfélagi Strumpaþorpsins, og hverfur svo ( lok hverrar sögu. Strympa varð ekki aðalsöguhetja fyrr en árið 1981, í sjónvarpsþáttaröð sem gerð var eftir bókaflokknum, og varð hún að aðalsöguhetju í Strumpabókunum í kjölfarið. Þegar Strumparnir fögnuðu hálfrar aldar afmæli sínu árið 2008 lýsti stjórnandi Studio Peyo yfir að næstu árin myndu fleiri kvenpersónur verða skapaðar, en þær hafa ekki enn litið dagsins Ijós. Kynjaímyndir í Strumpabókunum eru skelfilegar og bækurnar falla á hvaða jafnréttisprófi sem er. Það tekur því varla að ræða Strumpana frá jafnréttissjónarmiði, nema helst að vona að framleiðendur bókaflokksins standi við Strympa birtist fyrst á prenti í teiknimyndasögu Peyos 1966, hér sést hún i enskri þýðingu Papercutz frá 2011. Hún grætur hástöfum þvi henni finnst hún vera Ijót. Aðaistrumpur byrlar Strympu lyf til að lækna hana af „Ijótleika" sínum. Strympa fær Ijóst hár, brjóst og mitti.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.