Börn og menning - 01.09.2013, Blaðsíða 18

Börn og menning - 01.09.2013, Blaðsíða 18
 75 ára vikapiltur á hóteli - sitthvað um Sval, Val og sjálfan mig Stefán Pálsson Síðastliðið vor hélt ég þrettán og hálfrar klukkustundar ræðu um Svals og Vals- teiknimyndasögurnar. Meginástæðan var hégómagirnd-mig langaði að komastað því hversu langa ræðu ég gæti haldið og helst setja met í leiðinni. Valið á viðfangsefninu var hins vegar ekki tilviljun, heldur vildi ég votta virðingu mína sagnaflokki sem ég velti mér upp úr sem krakki og hafði mjög mótandi áhrif á mig. Ég tilheyri frönsku teiknimyndasögu- kynslóðinni. Hún er líklega ekkert frá- brugðin þeirri kynslóð sem lá í amerískum hasarblöðum og dönskum Andrésblöðum tuttugu árum fyrr eða krökkunum sem síðar héngu í Nexus, rifu í sig japanskt manga og blóði drifnar póstmódernískar sögur um bandarískar andhetjur. Menningin er ( grunninn sú sama. Franska teiknimyndasagan (eða öllu heldur sú fransk-belgíska, því veigamestu höfundarnir og útgefendurnir komu flestir frá frönskumælandi hluta Belgíu) átti sítt blómaskeið á íslandi á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar og fram undir lok þess níunda. Þetta var blómaskeið samprentsins og á fáeinum árum var gríðarlegur fjöldi titla gefinn út á íslensku. Titlar á færibandi Þegar best lét komu allt að fjórar bækur út á ári í vinsælustu ritröðunum og seldust í upplögum sem enginn útgefandi gæti látið sig dreyma um í dag. Iðunn og Fjölvi voru afkastamestu forlögin og munu tekjurnar af teiknimyndasögunum hafa staðið undir öðrum útgáfuverkefnum sem talin voru listrænni og metnaðarfyllri. Þessi tími er löngu liðinn. Ef Andrés önd er undanskilinn er útgáfa á þýddum teiknimyndasögum nú um stundir varla skugginn af því sem var fyrir aldarfjórðungi síðan. Það litla sem kemur út er á vegum Iftilla forlaga eða einyrkja sem reknir eru áfram af hugsjón og hagnaðarvonin er alltof lítil til að freista rótgrónari forlaga. Sama staða er uppi í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku, þar sem fransk-belgíska teiknimyndasagan hefur látið mjög undan síga. Þessi þróun er vitaskuld ergileg fyrir okkur gömlu teiknimyndasögunirðina sem söfnum gömlu bókunum af ástríðu og þræðum fornbókasölurnar, nytjamarkaðina og sölusíðurnar á netinu. En það var svo sem ekki við því að búast að krakkar sem fæddust í kringum aldamót myndu drekka í sig sömu

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.