Börn og menning - 01.09.2013, Síða 19

Börn og menning - 01.09.2013, Síða 19
75 ára vikapiltur á hóteli - sitthvað um Sval, Val og sjálfan mig 19 Úr nýútkominni islenskri þýðingu á Le Savant Fou, sögu um Sval og Val frá 1948. Vitskerti prófessorinn er meðal fyrstu sagna sem Franquin teiknaði um félagana tvo. ©Dupuisl Froskur útgáfa teiknimyndabækur og foreldrarnir, í sumum tilvikum sagnaflokka sem hófu göngu sína fyrir seinni heimsstyrjöld. Stórafmæli Teiknimyndapersónan Svalur varð 75 ára á þessu ári. Hún var kynnt til sögunnar vorið 1938 þegar belgíska útgáfufyrírtækið Dupuis ákvað að hleypa af stokkunum nýju barnablaðí. Blaðið fékk nafnið Spirou og var því einkum ætlað að birta þýddar bandarískar teiknimyndasögur, auk frumsamins efnis. Með tímanum fór vegur hins síðarnefnda þó vaxandi. Einn af teiknurum útgáfunnar, Frakkinn Robert Velter eða Rob-Vel, fékk það verkefni að skapa persónu sem bæri sama nafn og hið fyrirhugaða blað og yrði táknmynd þess. Þetta uppátæki átti eftir að setja mark sitt á þróun sagnaflokksins. Spirou eða Svalur var þannig frá upphafi eign fyrirtækisins Dupuis en ekki skráð höfundarverk tiltekins listamanns. Þar sem Svalur var titilpersóna og helsta vörumerki útbreidds barnablaðs, þurfti útlit hans og viðfangsefni að þróast í takt við tfmann. Við það bættist að sögurnar um Sval hafa alltaf gerst í samtíma sínum, öfugt við til dæmis sögurnar um Strumpana, Ástrík eða Lukku-Láka sem gerast í eigin óbreytanlegum sagnaheimi. Þetta flókna verkefni, að rita sagnaflokk með sömu aðalpersónum sem eldast þó aldrei á margra áratuga tímabili með tilheyrandi tæknibreytingum án þess að bækurnar verði fullar af innri mótsögnum, er einmitt eitt af því sem gerir bókaflokkinn svo heillandi. Sá Svalur sem birtist ( blöðunum fyrir 75 árum á þó lítið skylt við söguhetjuna eins og við þekkjum hana f dag. I fyrstu var um að ræða stakar skrítlur upp á fáeina myndaramma frekar en samhangandi sögur. Ærslagrínið var allsráðandi og þegar atburðarásin teygðist milli vikna var þess gætt að enda hvern vikuskammt á brandara. Með tímanum fóru sögurnar að lengjast en þær studdust þó aldrei við handrit heldur spunnu teiknararnir söguþráðinn frá einni viku til annarrar og hikuðu ekki við að láta ævintýrin taka óvænta stefnu. Þannig var Svalur einn mánuðinn þjálfari þeldökks hnefaleikakappa en þann næsta kominn til Mars að slást við geimverur. Fáir njóta eldanna... Þótt Rob-Vel megi með sönnu teljast faðir Svals skildu leiðir þeirra snemma. Þegar heimsstyrjöldin braust út var listamaðurinn kvaddur í franska herinn. Erfiðar samgöngur stríðsáranna gerðu það loks að verkum að honum reyndist ómögulegt að senda teikningar sínar póstleiðina til Belgíu og öðrum teiknara var falið verkið. Rob-Vel lifði til ársins 1991 og mátti horfa upp á sköpunarverk sitt vaxa og mala gull fyrir útgefandann. Sjálfur naut hann einskis af þeim hagnaði og þótt hann héldi áfram að gera teiknimyndir næstu áratugina áttu engar þeirra viðlíka vinsældum að fagna og Svalur. Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem erfingjar listamannsins hafa fengið eitthvað í sinn hlut þar sem allra elstu teikningarnar hafa öðlast gildi fyrir safnara. Nýverið kom til að mynda út heildarútgáfa allra Svals- teikninga Rob-Vel á frönsku. Frakkinn hlunnfarni mótaði ekki aðeins útlit Svals, sem smávaxins, rauðhærðs pilts á óræðum aldri, heldur skapaði hann elsta vin teiknimyndahetjunnar - íkornann Pésa. Gæluíkorninn var kynntur til sögunnar á fyrstu vikum sagnaflokksins. Upp frá því hafa allir höfundar Svals og Vals haldið tryggð við Pésa - þótt hlutverk hans sé misstórt. Hjá Fournier á áttunda áratugnum var þáttur íkornans stærstur, þar sem hann er hin bölsýna rödd skynseminnar með hugsanablöðrum sínum og rýfur stundum fjórða vegginn með því að ávarpa lesendur. Á allra seinustu árum hefur Pési stigið til hliðar á nýjan leik og skiptir sjaldnast miklu máli fyrir framvindu sögunnar. En valdi gæluíkorni aðalsöguhetju nútímateiknurum vandræðum, þá er það hjóm eitt miðað við þá klemmu sem Rob- Vel kom eftirmönnum sínum í með því að gera Sval að lyftuþjóni. Þótt Svalur yfirgæfi hótelið innan fáeinna vikna fyrir fjörlegra sögusvið, hefur rauði vikapiltsbúningurinn með kaskeitinu fylgt honum alla tíð. Pikkaló bjargar heiminum Langt mál mætti rita um þróun vikapiltsbúningsins í Svals og Vals-bókunum. Fyrstu áratugi sagnaflokksins virðist það ekki hafa valdið útgefendum eða lesendum sérstöku hugarangri að aðalsöguhetjan væri klædd eins og lyftuvörður frá milli- stríðsárunum þrátt fyrir að vera sjálfstætt starfandi hetja eða einhvers konar blaðamaður. Þegar komið var fram á níunda áratuginn virðist sérviskulegur klæðaburðurinn farinn að vefjast fyrir höfundunum. Látúnshnapparnir á jakka Svals minnkuðu frá einni bók til annarrar, jakkinn sjálfur varð fráhnepptur og minnti raunar frekar á íþróttagalla, húfan var æ oftar látin hverfa og í hvert sinn sem söguþráðurinn dró félagana í nýjar aðstæður var Svalur fljótur að klæða sig í hentugri flfkur. Á niðurlægingartíma Svals og Vals, í meðförum þeirra Nic og Cauvin í upphafi níunda áratugarins, var lyftuvarðarhúfan horfin og jakkinn raunar líka. Það eina sem minnti á arfleifðina voru skringilegar rauðar buxur með svörtum hliðarröndum. Seinni tíma höfundar hafa tekið annan pól í hæðina og í stað þess að fela lyftu- varðarbúninginn leika þeir sér með hann og

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.