Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 24

Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 24
24 Börn og menning de Sade, en það lýsir vandkvæðunum við að setja upp leikrit þegar leikararnir eru veikir á geði. í bókinni, líkt og í leikriti Weiss, eru margar sögur sagðar samtímis. Lesendur lesa ekki aðeins hina kunnuglegu sögu um líf, dauða og upprisu Jesú, heldur einnig söguna af leikhópnum sjálfum, hvernig leikararnir rífast um hver skuli leika hvaða hlutverk, hafa áhyggjur af textanum, af leikstjórunum (guðspjallamönnunum fjórum) sem fylgjast með uppsetningunni og ræða saman um frammistöðu leikaranna og frásögnina sjálfa. Biblia Pauperum Nova eftir Oscar K. og Dorte Karrebæk er með vandaðri barnabókum sem ég hef lesið. Hún segir sögu sem við þekkjum öll, söguna af Jesú, en hún er sögð á nýjan hátt sem höfðar til bæði trúaðra og trúlausra. í bókinni er ekki gert grín að trúarbrögðum heldur er hið mannlega dregið fram í frásögninni og það er gert af svo mikilli kímni að jafnvel örgustu trúleysingjar geta skemmt sér við lestur hennar. Teiknaðar skáldsögur eða teiknimyndasögur? Eins og fyrr segir var teiknimyndasagan Fallteknikk eða Listin að detta eftir Ingu H. Sætre tilnefnd af Norðmönnum til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta er nokkuð hefðbundin myndskáldsaga sem ætluð er unglingum. Myndskáldsagnaformið er lítið þekkt hér á landi enda hefur enginn íslenskur myndhöfundur gefið út teiknaða skáldsögu. íslendingar eru vanir teiknimyndasögum, eins og sögunum um Sval og Val og Strumpana, en þær sögur eru styttri en teiknaðar skáldsögur eru almennt, ef til vill mætti kalla þær teiknaðar smásögur. Sætre er vanur teiknimyndahöfundur, en hún hefur áður sent frá sér þrjár styttri teiknimyndasögur, þríleikinn Mokkajentene sem ef til vill má útleggja á íslensku sem Skítastelpurnar. Listin að detta er mun lengri teiknimyndasaga en þessar fyrstu þrjár sögur Sætre, og segir frá Rakel, ungri menntaskólastúlku sem flytur að heiman í fyrsta skipti. Inga H. Sætre Úr Fallteknikk eftir Ingu H. Sætre (2011). Sætre segir frá daglegu lífi Rakelar, frá samskiptum hennar við vini og fjölskyldu, frá einmanaleika hennar og áhyggjum af fjármálum og frá áfallinu sem Rakel verður fyrir þegar hún kemst að því að hún er ólétt. Teikningar Sætre lýsa fullkomlega þessari einföldu en hugljúfu sögu, þær eru fínlegar, svart-hvítar, frjálslegar og endrum og eins gróteskar. í þeim finnst ekki ein einasta bein lína, að frátöldum sígildum, þráðbeinum römmum sem halda þeim f skefjum. Frásögnin er brotin upp af úrklippum úr dagbók Rakelar, úr listum sem hún skrifar og úr bókum sem hún les. Saga þjóðar teiknuð og túlkuð Með merkilegri bókum sem tilnefndar voru til Barna- og unglingabókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs í ár er Ukaliatslaq eða Hreysikötturinn eftir grænlenska myndsöguhöfundinn Nuka K. Godtfredsen. Godtfredsen er vinsæll teiknimyndahöfundur í heimalandi sínu, en hann öðlaðist frægð 1997 þegar grænlenska dagblaðið Sermitisiaq hóf að gefa út teiknimyndasögur hans um uppfinningamanninn Andala, sem birtust í hverri viku í fjögur ár. Árið 2009 kom út fyrsta bók Godtfredsens í fyrirætluðum fjögurra bóka flokki um sögu Grænlendinga. Bókaflokkurinn ber heitið Oqaluttuaq eða Sögur. Tvær bækur eru þegar komnar út, Fyrstu skrefin 2009 og Hreysikötturinn sem kom út 2012. Fyrstu skrefin segir frá því þegar fyrstu mennirnir námu land á Grænlandi eftir að hafa gengið yfir ísbreiðuna frá Norður- Ameríku. Önnur bókin, Hreysikötturinn, gerist á 12. öld og segir frá Inúítaþjóðinni sem festi rætur á Grænlandi og tók yfir landsvæði þjóðflokksins Túníta. Þriðja bókin mun fjalla um Grænland á 17. öld þegar hollenskir og breskir hvalveiðimenn sækja Inúíta heim og síðasta bókin í bókaflokknum mun gerast á 10. öld og segja frá því þegar norrænir menn reyna að byggja Grænland. Bókaflokkurinn er unninn í nánu samstarfi við Þjóðminjasöfn Grænlands og Danmerkur. Godtfredsen skrifar textann og teiknar myndirnar, en sögurnar byggjast á rannsóknarvinnu og hugmyndum fræðimanna. Bjarne Grönnow og Mikkel Sörensen lögðu til rannsóknarvinnu í fyrstu bókinni, en Martin Appelt á heiðurinn af rannsóknarvinnu og söguþræði seinni bókarinnar sem tilnefnd var til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013. Godtfredsen heimsótti Reykjavík á Bókmenntahátíð haustið 2013 og Börn og menning náði tali af honum þegar hann opnaði sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu. „Ég fékk hugmyndina að því að teikna þennan bókaflokk árið 2007 þegar ég var fenginn til að gera myndskreytingar fyrir Þjóðminjasafnið. Þá komst ég i kynni við fornleifafræðingana og sagnfræðingana sem þar unnu og sögurnar sem þeir sögðu vöktu áhuga minn." Mikill metnaður er lagður í bókaflokkinn, en honum er ætlað að auka áhuga og þekkingu barna á sögu Grænlendinga. Bækurnarsegjahversínasögu, en i lok hverrar bókar er kennslubókarkafli þar sem lesendur kynnast frásagnarheiminum nánar, lesa um sagnfræðirannsóknir á

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.