Börn og menning - 01.09.2013, Side 26
26
Börn og menning
úr s
^ 0RÆI7URWIR A ~
06RSÞÓRSHVOUI! ÞEIR
6RU Af7 KOMA!
WJAUSSyMIR?
HIUOAP?
WUMA?
\KV/CS//
Blóðregn
Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson
Þó að það hljómi ótrúlega þá urðum við
óvart barnabókahöfundar. Ekki óvart, eins
og við hefðum ekkert gert til að verðskuida
þessa nafnbót, eða þá að við hefðum fyrir
einhvern misskilning fengið þann titil. En
við lögðum aldrei upp með draum eða
metnað sem höfundar bóka fyrir yngri
iesendur. I upphafi var það sem færði
okkur þetta göfuga starfsheiti einfaldlega
löngun, eða þrá, til þess að segja lesendum
á öllum aldri sögu. Myndasögu.
Vorið 2001 höfðum við (þá) hjónaleysin
ákveðið að taka okkur ærlegt frí frá vinnu
og dveljast í nokkrar vikur hjá vinkonu
okkar í Barcelona. Við vorum vön að vinna
okkar átta tíma vinnudag eða rúmlega það,
höfðum fáum öðrum skyldum að gegna og
því þótti okkur þessar vikur ákaflega langur
tlmi og þess verður að nýta hann til góðra
verka. Ekki gæti maður hangið alla daga á
ströndinni eða á kaffihúsum (héldum við).
Hvernig væri að byrja á þessari myndasögu
sem við höfum svo oft talað um að gera?
Alla tíð síðan Ingólfur las fyrst Brennu-Njáls
sögu sem unglingur í menntaskóla hafði
hann séð hana fyrir sér sem myndasögu;
margar lýsingar í Njálu eins og þegar Kári
sleppur úr þrennunni á Bergþórshvoli og
felur sig í reyknum birtust honum lifandi fyrir
hugskotssjónum í myndrömmum. Þau voru
ófá íslensku vetrarkvöldin sem höfðu farið í
að ræða um hvort og hvernig hægt væri að
færa Njálu I myndasögubúning. í raun snerust
hugleiðingar okkar um hvort hægt væri að
búa til íslenska myndasögu og hvort hún
ætti yfirhöfuð einhverja tilvist. Því varð þessi
hornsteinn íslenskrar menningar og djásn
bókmenntasögunnar fyrir valinu. Nú skyldi
reyna á hvort sagan þyldi nútímamiðlun og
efnistök í formi myndasögunnar. Það eina
sem þurfti var að gera þetta. Og nú var
tækifærið!
í upphafi var þó hugmyndin aldrei sú
að glíma við Njálu alla heldur einfaldlega
að sækja efni í síðasta hluta hennar og
segja sögu Kára Sölmundarsonar. Kára saga
átti hún að heita og standa sem sjálfstætt
verk. Hrein endursögn var að okkar mati
uppskrift að slæmri myndasögu. Við gáfum
okkur frelsi til að fara með „staðreyndir"
sögunnar eins og okkur þótti henta til þess
að segja góða sögu. Hugmyndavinnan
var því komin á góðan skrið þegar við
héldum utan. Við Miðjarðarhafið hófst
handritsgerðin fyrir alvöru, með hæfilegum
skammti af strandferðum, matarboðum
og öðru letilífi sem tilheyrir listamannslífi á
suðrænum slóðum. Ekki leið á löngu þangað
til borgin náði tangarhaldi á okkur og við
tókum að ráðgera lengra frí frá störfum,
flytja þangað í eitt ár og klára bókina. Okkur