Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 29
Hugrekki og hættur í Huliðsdal
29
til þess eins að segja Bryngerði sögur fyrir
háttinn. Það er einungis hægt að komast frá
Huliðsdal á fimmtíu ára fresti um hlið sem er í
herbergi Eyju og þangað tekst Hrappi að flýja
en um leið nær hin illa Bryngerður afa Eyju
til sín. Eyja ákveður að leggja í þá háskaför
að bjarga afa sínum og koma honum aftur
til mannheima. Til þess hefur hún aðeins
nóttina, takist henni ekki ætlunarverkið fyrir
sólarupprás verður hún sjálf fangi í Huliðsdal
í fimmtíu ár. Til allrar hamingju ákveður
Hrappur að fara á eftir Eyju en það kemur
sér einkar vel því hann þekkir náttúru og
leyndarmál dalsins. Þau lenda í ýmsu og
þurfa á hugviti og hugrekki að halda til að
komast til baka í herbergi Eyju.
Að forminu til er Hættuför í Huliðsdal
hefðbundið ævintýri. Söguhetjan leggur af
stað að heiman og þarf að leysa verkefni tíl að
komast aftur heim, sem hún gerir, reynslunni
ríkari. Verkefni Eyju er hættulegt og takist
henni ekki að leysa það mun hún hljóta
sorgleg örlög sem Hrappur þekkir af eigin
raun. Þannig minnir Hættuför í Huliðsdal
á mörg ævintýri. (slensku þjóðsögurnar og
ævintýrin komu upp í hugann og nægir
að nefna karlsson sem lagði f ferð til að
bjarga Búkollu sinni. Mér varð einnig
hugsað til skáldsagnanna um Lísu í
Undralandi, Narníu og Harry Potter
þar sem söguhetjurnar ferðast á
vit hins óþekkta og oftar en ekki er
óvíst hvort þær komist aftur heim.
Líkindin við önnur ævintýri nefni
ég ekki til að gera lítið úr Hættuför
I Huliðsdal, síður en svo, miklu
frekar til að undirstrika að leikritið
svínvirkaði.
Áhorfendurnir í salnum lifðu sig
greinilega inn í örlög söguhetjunnar,
hlógu með henni og skulfu
á beinunum um leið og hún. í
verkinu skiptast á fjölbreyttar senur,
hættulegar, fyndnar og fjörugar.
Frásögnin á sviðinu er blæbrigðarík
og kraftmikil, enda skrifar Salka
Guðmundsdóttir lífandi og
skemmtileg samtöl þar sem hver og ein
persóna hefur sín sérkenni og áttu yngri
áhorfendur sérlega auðvelt með að samsama
sig söguhetjunní.
Leikararnir í sýningunni eru fjórir.
Aðalbjörg Árnadóttir leikur Eyju af fimi
og krafti. Hún náði strax í upphafi góðu
sambandi við áhorfendur. Áður en sýningin
hófst flatmagaði hún á sviðinu og teiknaði
og vakti samstundis athygli og forvitni.
Börnín í áhorfendahópnum velktust aldrei
í vafa um að Eyja væri hetjan þeirra, líka
þegar hún var hrædd og brá sér í hlutverk
teiknimyndapersónunnar Ögðu sem ekkert
óttast. Hinir leikararnir þrír leika allir fleiri en
eitt hlutverk. Hannes Óli Ágústsson leikur
Hrapp sem ekki hefur elst i hálfa öld en
hefur viðhaldið sínum raddaða þingeyska
framburði allan tímann. Það var skondið
að heyra hvað ungum áhorfendum þótti
framburðurinn fyndinn. Maríanna Clara
Lúthersdóttir beitti rödd og líkama á
fjörlegan hátt, í hlutverki Bryngerðar er hún
sannarlega ógnandi og hættuleg en að
sama skapi bráðfyndin þegar hún bregður
sér i líki skrollandi Ruglufuglsins. Fuglinn sá
talar út og suður og jafnvel í hring! Ekki er
á allra færi að henda reiður á hvað fuglinn
er segja, enda þarf Eyja á hjálp Hrapps að
halda til að ná mikilvægum skilaboðum hans.
Guðmundur Ólafsson lék afann en brá sér
líka lipurlega í önnur hlutverk með Hannesi
Óla og Maríönnu Clöru. Saman máttu þau
þrjú deila búningi sem muldrandi Moldverjar
og dansa dátt sem fimir Grenverjar.
Með lýsingu Egils Ingibergssonar lifnar
afar einföld leikmyndin við. Það var töfrum
líkast að sjá hvernig Ijósin teiknuðu nýtt
rými á sviðinu og bættu og studdu við
stemninguna hverju sinni. Ljósahliðið á
milli mannheima og Huliðsdals varð bæði
hættulegt og magnað. Tónlist Ólafs Björns
Ólafssonar átti einníg ríkan þátt í að skapa
stemninguna, jafnt dularfulla, ógnvænlega
og kraftmikla eftir því sem við átti hverju
sinni. Hljóðfæraskipanin, strengir, slagverk
og orgel, virkaði bæði þjóðleg og frumleg.
Að vísu þótti mér sönglögunum ofaukið, því
þau hálfpartinn trufluðu flæðið sem fyrir var.
Búningar Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur
voru sérlega skemmtilegir, með mörgum
nostursamlegum smáatriðum, sem þjónuðu
verkinu afar vel. Það er Ijóst að Harpa
Arnardóttir leikstjóri hefur lag á að laða
fram það besta í listamönnunum sem hún
vinnur með. Það er léttleikandi bragur yfir
sýningunni þótt hættur og ógnir sögunnar
séu hrollvekjandi. Það erfallegur heildarsvipur
á sýningunni Hættuförí Huliðsdal sem heldur
athygli og einbeitingu áhorfenda á öllum
aldri frá upphafi til enda.
Höfundur er leikari, leikstjóri og
rithöfundur